Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 4
Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Gleðileg jól veður Föstudagur laugardagur sunnudagur V-átt með dálitlum éljum Vestan- og suðVestanlands, en björtu Veðri að öðru leyti. Vægt frost. HöfuðborgarsVæðið: Dálítil él, einkum þó þegar líður á Daginn. ekki hvasst. djúp lægð fer yfir landið framan af degi með HVassViðri og þíðu á láglendi, en frystir síðan aftur. HöfuðborgarsVæðið: hvasst um morguninn, s-átt með rigningu, en v og nv-átt með éljum þegar líður á Daginn. fremur rólegt og fallegt jólaVeður. sV-átt og eittHVað um él Vestan- og suðVestanlands. Hiti um eða undir frostmarki. HöfuðborgarsVæðið: gola af hafi og smáél. sviptingar á aðfangadag þeir sem þurfa að komast á milli landshluta fyrir jólin ættu að að reyna hvað getur að leggja í ferðalög frekar í dag þorláksmessu, heldur en á aðfangadag. þá fer kröpp lægð norðaustur yfir landið með ýmist snjókomu, slyddu eða rigningu um land allt. lagast mikið um kvöldið og kólnar þá með nv- og síðar v-átt og éljagangi vestan- og norðantil. líkur á hvítum jólum (miðað við jóladagsmorgun) eru allgóðar, nema suðaustanlands og á austfjörðum þar sem jörð verður að mestu auð ef af líkum lætur. 1 1 4 5 3 3 1 2 2 4 1 3 4 3 1 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is miðborgin okkar! hundruð verslana og veitingahúsa bjóða vörur og þjónustu. Sjá nánar auglýsingu á bls. 45 og á www.miðborgin.is Michelsen_255x50_A_0811.indd 1 04.08.11 15:46 Launahækkanir knýja verðbólguna laun hækkuðu um 0,3% í nóvember, að því er hagstofa íslands greinir frá. tólf mánaða takturinn er þar með kominn upp í 9% og hefur ekki verið svo hraður síðan fyrir hrun, í september árið 2008, segir greining íslandsbanka. “þessi hækkun launa er langt umfram framleiðniaukningu vinnuafls í hagkerfinu og þær launahækk- anir sem við sjáum í samkeppnislönd- unum. hafa þessar launahækkanir hafa knúið verðbólguna hér á landi að stórum hluta undanfarið,” segir greiningin enn fremur. kaupmáttur launa jókst um 0,3% í nóvember en á síðastliðnum tólf mánuðum hefur hann aukist um 3,6%, sem er mesta hækkun á ársgrundvelli frá því í september árið 2007. - jh Dýrara að byggja vísitala byggingarkostnaðar sem reiknuð er um miðjan desember hækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði samkvæmt tölum frá hagstofu íslands. er tólf mánaða hækkun byggingarkostnaðar nú komin upp í 11,4% en var 0,3% í upphafi ársins. Þessi mikla hækkun á árinu er að mestu leyti til- komin vegna mikillar hækkunar á vinnulið vísitölunnar. -jh leiðrétting Jólaguðspjallið ritað á fyrstu öld eftir Krist í undirfyrirsögn við grein njarðar P. njarðvík um jólaguðspjallið í síðsta tölublaði fréttatím- ans var rangt farið með hvenær guðspjallið var ritað. hið rétta er að fræðimenn telja að það hafi verið skráð einhvern tímann á bilinu 50 til 80 árum eftir þá atburði sem þar segir frá. mistökin voru blaðsins. skjár 1 helmingi ódýrari en stöð 2 Neytendastofa hefur fellt úrskurð um að auglýsingar Skjásins ehf þess efnis að áskrift að Skjá 1 sé helmingi ódýrari en að Stöð 2 séu hvorki vill- andi né ótilhlýðilegar. Forsaga málsins er að 365, rekstrarfélag Stöðvar 2, kærði útvarps- og blaðaauglýsingar um áskrift að Skjá 1 á þeim forsendum að þær væru ólögmætar. það sem fór fyrir brjóst stjórnenda 365 var meðal annars fyrirsögnin „á helmingi lægra verði en stöð 2“ í blaðaauglýsingu og þessar línur í útvarpsauglýsingu: „Það er óþarfi að kaupa sér rándýran sófa til að horfa á frábæra sjónvarpsdagskrá. Með netfrelsi geturðu horft á skjá 1 í tölvunni, símanum eða ipadinum þegar þér hentar. áskrift að skjá 1 kostar aðeins 3.490 krónur á mánuði meðan áskrift að stöð 2 kostar 7.490. hugsaðu út fyrir kassann og gerðu eitthvað skynsamlegt fyrir mismuninn.“ samkvæmt neytendastofu er fullyrðing skjásins um helmingi lægra verð ekki röng og eru engar athugasemdir gerðar við þessar auglýsingar félagsins, sem getur því fagnað fullnaðarsigri í málinu.  Fjármál HaFnarFjarðarbær Segir sofandahátt meirihluta hafa kostað bæjarfélag milljarð Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði gagnrýnir meirihlutann í bæjarstjórn og segir hann hafa flotið sofandi að feigðarósi. Lán sem féll á gjalddaga varð til þess að öll lán bæjarins voru gjald- felld með tilhey ndi kostnaði fyrir bæjarfélagið. m ér reiknast svo til að þetta með að bærinn fór í vanskil kosti bæjar- félagið milljarð. Það er nemur rekstrarkostnaði tíu leikskóla á ári,“ segir Valdimar Svavarsson, hagfræðingur og odd- viti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Hann tók til máls á síðasta bæjarstjórnarfundi og vék máli sínu þá að endurfjár- mögnun lána bæjarins hjá Depla-bankanum. Forsagan er sú að lán upp á 4,3 milljarða fór í vanskil í vor og við það gjaldfelldi bankinn öll önn- ur lán bæjarins. Valdimar segir að þeirra á meðal hafi verið afar hagstætt lán upp á þrjá milljarða með gjalddaga árið 2018. „Endurfjármögnunin var dýr og þetta eru veru- lega íþyngjandi samn- ingar fyrir bæjarfélagið. Greiðslubyrðin er í botni og þá hjálpar ekki að sitja með aukavaxtakostnað upp á milljarð. Þetta horfir við mér eins og menn voni bara að þetta nái að hanga og staðið verði skilum. Menn eru frekar að bjarga eigin skinni heldur en finna varanlega og góða lausn fyrir bæjarfélagið,“ segir Valdimar sem vill meina að meirihlutinn hefði getað komist hjá því að fara í vanskil: „Það var farið alltof seint af stað við að bregðast við þessu vandamáli þegar það kom upp. Menn voru ekki með neitt plan og töldu að þetta væri allt í lagi. Meirihlut- inn var hreinlega sofandi í þessu máli og það kostar bæjarfélagið milljarð. Engin geimsvísindi eru á bak við þessa útreikn- inga. Talan er einfaldlega fundin með því að reikna út vaxtamun á gömlu og nýju lánunum,“ segir Valdimar. Meirihlutinn hefur lýst því yfir að niðurskurði sé lokið en Valdimar er ekki sannfærður um að svo sé. „Það bendir margt til þess að það þurfi að fara með hnífinn aftur á loft – því miður,“ segir Valdimar. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir það af og frá að bæjaryfirvöld hafi sofið á verðinum í vor. „Við vorum í viðræðum við bankann og þær voru á þeim nótum að ekki yrði vandkvæðum bundið að semja um endurfjármögn- un. Síðan gerist það að bankinn fer í slitameðferð og allt í einu var allt fólkið sem við vorum að tala við hætt. Þess vegna var um ræða vanskil og vandséð hvað við hefðum getað gert örðuvísi,“ segir Guð- mundur Rúnar. Um milljarðinn sem Valdimar segir að sé kostnaður vegna vanskila segir Guðmundur Rúnar að talan sé röng: „Það er fráleitt að ætla að halda því fram að hægt hafi verið að fá vaxtakjör í lík- ingu við þau sem buðust fyrir hrun. Þetta kemur allt í ljós þegar vaxtakjörin verða opinberuð. Vonandi fyrr en síðar því það er engum til góðs að það sé ekki uppi á borðinu,“ segir Guðmundur Rúnar. óskar Hrafn þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Valdimar svavarsson, oddviti sjálfstæðis- flokksins í hafnarfirði. Ljósmynd/Hari Það eru engin geimsvísindi á bak við þessa útreikninga. Talan er einfald- lega fundin með því að reikna út vaxtamun á gömlu og nýju lánunum. 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 4 fréttir helgin 23.-25. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.