Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 40
40 bækur Helgin 23.-25. desember 2011  Bókadómur Táknin í málinu Sölvi SveinSSon Þó Yrsa Sigurðardóttir hafi gert harða atlögu að veldi Arnaldar Indriðasonar að undanförnu virðist fátt geta komið í veg fyrir að Einvígið eftir Arnald verði mest selda bók ársins. Einvígið er nú efst á árslistanum en Brakið eftir Yrsu í 3. sæti. Síðustu dagar jólasölunnar eru þó eftir. arnaldur ver vígið  Bókadómur Brakið efTir YrSu SigurðardóTTur B rakið, splúnkuný og sumpart hrá spennusaga, eftir svo kallaða „drottningu“ íslenska krimmans leiðir í ljós styrkleika og veikleika Yrsu sem höfundar: Hún byggir upp býsna sterkt plott, er fundvís á aðstæður og vinnur byggingarlega vel úr þeim; skip- reika skúta skýst inn á Reykjavíkurhöfn og skipshöfnin, fimm fullorðnir og tvö börn, er horfin. Þóru lögmanni er falið að annast eftirleikinn fyrir fjóra þeirra sem eru týndir sem eru foreldrar og tvær ungar dætur. Saman fer svo sögunni af afdrifum fólksins um borð og þunglama- legri og sumpart þvælingslegri rannsókn Þóru lögfræðings. Þóru-þátturinn er veikari hluti verks- ins. Frúin er nú ekki skemmtilegasta aðalpersóna sem um getur á norðurhveli jarðar og Yrsa leiðir hana undra seint saman við lögregluna sem rannsakar málið. Lesandinn treystir því á hinn helming sögunnar sem verður óbærilega spennandi á síðustu köflunum. Ýmislegt í því minnir á Dead Calm, en það gerir ekki til. Yrsa hefur lagt sig eftir því vandasama verki að gera stóra skútu að vettvangi og það reynast lengi fram eftir sögunni nýir kimar í því skipi. Sagan er ný viðbót í hrunsbálknum sem sýður í hausum rithöfunda. Í hreinni ak- sjón er Yrsa ágæt, eins og hún herðist þá í frásögninni og stíllinn losni við þann ankannalega svip sem er víða á bókinni – klúðurslegt orðalag og óljós hugsun. Ef Yrsa er slíkt dálæti og dráttarklár fyrir veldi Péturs Más útgefanda ætti hann að fá henni góðan ritstjóra sem gæti lagað margt það sem miður fer í textanum. Fjörutíu þúsund lesendur – og Yrsa eiga það skilið að útgefandinn sýni hinum önnum kafna verkfræðingi þá virðingu að frá henni komi ekki handrit eins og þetta. „Ægir fann hjarta sitt síga.“ (Bls. 211.) Hvað merkir það á íslensku? Ekki var hann með hjartað í buxunum, en það er á leiðinni þangað. Eigum við ekki eitthvað sem lýsir því ástandi? Fyrr á þessu hausti kvartaði ég á öðrum vettvangi yfir fyrirferð skemmti- bókmennta sem njóta þess í opinberri umræðu að þær eru fyrr á ferðinni en annað og hlaut bágt fyrir. Það er gaman að lesa spennubækur. Sjálfsagt að gera þær kröfur að þar sé vandað til verka. Yrsu er margt gefið til að sinna þeirri af- þreyingarþörf. Hún er hins vegar veikur stílisti, það þæfist fyrir henni að halda ágætum plottum sprelllifandi og til að komast yfir þann hjalla þarf hún hjálp – ekki bara góða þýðendur – og duglega sölumenn. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Stjórnlaus lúxsussnekkja Hjálmar Sveinsson fyrrum útvarpsmaður, heimspekingur og borgarfulltrúi, hefur á forlagi sínu Omdúrman, gefið út bók í íslenskri menningarsögu sem hefur ekki komið áður á prent þótt víðfræg og alræmd sé: Sjálfsævisögu Þórðar Sigtryggssonar lífsnautnamanns, sódómista og organista. Hjálmar gefur bókina út í litlu upplagi en í samhæfðu umbroti Harra við ljóðasafn Jónasar Svafárs frá í fyrra og þar á undan samtalsbók Hjálmars við Elías Mar. Elías mun hafa gengið frá handriti að ævi- sögu Þórðar sem er í útgáfu Omdúrman kölluð Mennt er máttur – tilraunir með dramb og hroka. Texti hans er ekki fyrir viðkvæmar sálir né þá sem telja sig siðprúða. En nú hefur almenningur á Íslandi loks aðgang að safaríkum texta Þórðar Sig- tryggssonar sem talar tæpitungulaust um líf sitt og drauma. -pbb Dónalegasta bók síðustu aldar Stína – tímarit um bókmenntir og listir – er komið út, þriðja hefti sjötta árgangs. Að vanda geymir Stína margt gott efnið: Soffía Auður ræðir um Herdísi Andresdóttur, Guðbergur birtir kafla úr matreiðslubók sinni, Hallgrímur Helgason birtir okkur kynningu sína á íslenskum rithöfundum sem matreidd var upphaflega fyrir lesendur Die Zeit. Þá er í heftinu fjöldi ljóða og smásagna, auk ritdóma eftir Kormák Bragasson. Yngri höfundar vekja mesta athygli: Jón Atli með fantagóða smásögu, Kristín Eiríksdóttir með tvö ljóð en kveðskapur úr hennar lundum er jafnan áhugaverður. Mestum tíðindum sætir þó merkileg greining Kristínar Ómarsdóttur á samfélagi okkar „sem er reist á ofbeldi“. Hugvekja Kristínar er efnis- mikil og ætti að kalla í ákafa og róttæka umræðu. Tímaritið Stína er fáanlegt í öllum bókaverslunum sem standa undir nafni . -pbb Síðasta Stína þessa árs  Táknin í málinu Sölvi Sveinsson Iðunn, 464 síður, 2011. Fyrr á tímum sátu karlar í skoti sínu og páruðu á pappírsmiða orðaskýringar sem þeim tókst sumum eftir vinnu í heilan manns- aldur að koma á bók. Lexikonar okkar manna eru ekki margir enda yfirþyrmandi vinna og áráttukennd að koma saman bók á því sviði. Vinna sem tekur áratugi. Táknin í málinu eftir Sölva Sveins- son er í röð rita sem hann hefur tekið saman um íslenska tungu og gefið út í samhæfðu snotru útliti fyrir almenning og skólafólk á forlagi Iðunnar. Allar bækur hans eru þekkileg og vandlega unnin rit. Táknin í málinu er tilraun til að skýra út helstu tákn sem okkur eru töm í daglegri önn, flest notum við af sjálfvirkni tungumál og hugsun og gerum okkur samsek í sögulegri merkingu sem í sum- um tilvikum – mörgum tilvikum – nær eins langt aftur í mannsins sögu og við getum greint. Við erum af gömlum stofni, þótt nýj- ungagirni og orðafátækt ógni merkingabrunnum því mörgum eru þeir alveg lokaðir. Þá fara þeir fávísu fram í mergð af djúpstæðum og mikilvægum merkingarbrigðum og vita ekkert hvað þeir eru að gera, hlýða bara minninu og hefðinni meðvitundarlausir og gætu því átt sér einhverja von um kunnugleika einhverra þeirra tákna sem sitja föst í lífi allra og breytni. Táknin í málinu er dægileg bók, á 464 síðum má rekja í stafrófsröð hundruð tákna sem okkur eru töm, leitað er skýringa á uppruna þeirra og misvís- andi notkun eftir heimshlutum og trúarbrögðum, þeim fundinn staður í skáldskaparmálum íslensk- um og lesandinn leiddur eftir leiðarhnoðu táknsins um heima málsins. Verkið er skrifað á firnagóðu, skýru og einföldu máli. Tónninn er hressilegur og hugsunin hröð, merking gerð ljós í einföldum skýringum og höfundur leitar langt og skammt eftir dæmum og forsendum af mikilli þekkingu og yfirsýn. Bókin verður því sannkallaður yndislestur því snörp kaflaskil leiða lesandann á ólíkar slóðir á einni og sömu opnunni. Stundum er bætt í skýr- ingar með smámyndum sem eiga við efni hverrar greinar. Millivísanir eru skáletraðar og í bókarlok er atriðaskrá haldgóð lesendum. Þar er líka að finna myndaskrá og löng heimildaskrá sem leiðir í ljós hversu traustum stoðum höf- undur byggir undir verkið. Aðfinnslur að svo miklu eljuverki er erfitt að bera fram: Þó hefði ég kosið að meira hefði mátt tilfæra af dæmum úr hinum miklu verkum Hómers í þýðingum þeirra feðga Sveinbjarnar og Bene- dikts, meira sótt í Shakespeare og jafnvel texta Jóns Þorlákssonar en allir þeir textar eru bólgnir af táknanotkun. Mikið af textum íslenskra skálda prýðir bókin og gerir hana um leið að inngangsriti um þá táknheima sem skáld opnuðu lesendum hér á landi á síðustu öld og um leið hvað sá skáldskapur stóð á klassískum grunni en andskotar þeirra töldu af og frá á sínum tíma í myrkri vanþekking- ar sinnar. Rit sem þetta á að geta opnað lesendum nýja sýn á tákn- heima, betur en gúggl og wikipedíustaut því hér er að finna íslensk og vítt samhengi í lifandi hugsun og mætti táknsins. -pbb Sérviska og áhugamál höfundar  Brakið Yrsa Sigurðardóttir Þarf betri ritstjórn að mati gagnrýnanda. Veröld, 346 síður, 2011. Brakið er óbærilega spennandi á köflum en bókin leiðir í ljós styrkleika og veikleika Yrsu. Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. Í hreinni aksjón er Yrsa ágæt, eins og hún herðist þá í frásögninni og stíllinn losni við þann ankannalega svip sem er víða á bókinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.