Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 57

Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 57
menning 57Helgin 23.-25. desember 2011 B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . *Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð á mann. E N N E M M / S IA • N M 49 29 6 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is 19.900 kr.*flug frá á lægsta verðinu árið 2012 Heimsferðir bjóða upp á beint flug til Alicante á næsta ári. Betra verð, góðir flugtímar og þjónusta á íslensku alla leið – fyrir þig! Nú er tækifæri til að bregðast skjótt við og næla sér í fyrstu sætin á lægsta verðinu á www.heimsferdir.is Forsala Fyrstu 400 sætin á þessu frábæra verði Bókaðu strax á www.heimsferdir.is Flug með Primera Air Primera Air, systurfyrirtæki Heimsferða, annast þessi leiguflug fyrir Heimsferðir eins og fyrir önnur dótturfyrirtæki Primera Travel Group í Skandinavíu. Þjónusta um borð er fyrsta flokks og að sjálfsögðu á íslensku. Skráðu þig í netklúbb Heimsferða og fáðu öll tilboð send Alicante stundum orðið tilgerðarlegt. Í Vefaranum til dæmis fær fólk sér ekki morgunverð heldur „gengur til dögurðar“. Þetta er sjálfsagt eins og fyrir enska að leika Shakespeare, skringiorð inn á milli og sumt illskiljanlegt, en þá er bara að leika þetta nógu oft, svo þjóðin venjist við. Sú sem fyrst kemur upp í hugann er leikgerð Kjartans Ragnars- sonar á Sjálfstæðu fólki. Það var stórvirki sem maður man alla ævi, ekki síst vegna þess að aldrei áður né síðar hefur maður varið heilum degi í leikhúsi á Ís- landi. Kjartan hefur sýnt það að fáir eru betri í að færa skáldsög- ur á svið en hann. Ungur sá ég Ofvitann í Iðnó í leikgerð hans, leiksýning sem lifði svo lengi í manni að hún varð á endanum eitt af líffærunum í manni. Af þessum sökum hlýtur maður að hlakka til þess að sjá hanteringu hans á Heimsljósi.“ Þarf að mauksjóða kallinn Gunnar Smári Egilsson blaðamaður Ætlar þú að sjá Heimsljós? „Já, ég á miða. Ég fer vongóður og glaður í leikhúsið; með heið- ríkju í sálinni.“ Finnst þér verkum Halldórs hafa verið sýndir sómi með leikgerðum þeirra? „Já, er þessum bókum ekki sýndur mikill sómi með því að fólk vill flytja þær upp á leiksvið? Mér finnst hins vegar kominn tími til að fólk vindi svolítið upp á bækurnar og reyni að kreista fram nýjar áherslur. Við erum komin það langt frá ritunartím- anum að verkin flytjast ekki yfir til nýs tíma nema með endur- túlkun, skerpingu hér og hvar, endurmati á vægi persóna og þar fram eftir götunum. Ég hefði til dæmis viljað sjá Íslandsklukk- una í fyrra verpast um hjónin í Bræðratungu en minnka hlut Hreggviðssonar — að ekki sé talað um þá döpru persónu, Arne Arnæus, sem ég hefði nú bara vísað til sætis í Þjóðleikhúskjall- arnum. Eins hefði ég viljað að Gerpla hefði aðeins notað bók Laxness sem hjálpartæki til að endursegja Fóstbræðrasögu í einskonar frásagnarleikhúsi — er það hugtak ekki til? — í stað þess að reyna að fylgja bókinni of náið. Þá hefði til dæmis mátt afgreiða Grænlandskaflann á skýrari og einfaldari hátt og gera persónu Ólafs digra veigameiri til að byggja betur undir þennan aktúela þráð um þjónustu við skítlega herra. En, eins og þú heyrir er ég ekki leikhúsmaður og hef ekkert vit á þessu. Ég sit bara út í sal og bíð spenntur eftir að sjá hvernig fólki gengur í glímunni við að koma Lax- ness inní 21. öldina. Og það er skemmtlegt. Það segir mér eitt- hvað að yngri kynslóðir, fólk undir fertugu, eigi mun erfiðara með að tengja við þennan höf- und en hinir eldri. Og ef fólk finnur ekki lausn á að matbúa hann á ferskan hátt mun hann að mestu gleymast í eina öld eða hálfa; þangað til nýtt fólk kemur og mauksýður kallinn svo hann losnar frá beinunum. Það sem hverfur fyrst er gagnrýni Laxness á samtíma sinn. Salka Valka getur til dæmis ekki verið um aðbúnað fiskverkafólks á fyrstu áratugum síðustu aldar eða Sjálfstætt fólk um myndun verkalýðshreyfinga eða sam- eiginlega hagsmuni verkafólks og smábænda. Ef Laxness á að lifa þarf að stilla honum upp í nokkru tímaleysi.“ Er einhver leikgerð sem stendur uppúr? „Nei, ég vil ekki nefna neina sér- staka sýningu. Ég hafði gaman af báðum sýningunum í fyrra. Mér fannst þær vera vísir að nýrri nálgun þótt báðar hafi að einhverju leyti guggnað á því. En við skulum hafa í huga að þetta er fjandi erfitt verkefni. Lax- ness hangir saman á stílnum. Hann var ekki góður í byggingu. Þessi þráhyggja um þríleiksupp- byggingu gekk til dæmis aldrei almennilega upp. Í raun var hann bestur þegar hann hætti að troða stílnum sínum inn í of þrönga byggingu og sleppti honum lausum. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna Þjóðleikhúsið setur ekki upp Guðsgjafaþulu. Hún er laus í formi, hún er um efni sem kallast ekki bara á við samtím- ann heldur gargar á hann og hún á ekki eins stóran hlut í sjálfs- mynd þjóðarinnar eins og verkin frá Sölku að Gerplu. Góður leik- húsmaður hefði því frírra spil og væri ekki undir innri sem ytri ritskoðun. Þegar ég segi þetta; þá bara skil ég ekki afhverju Þjóðleikhúsið situr ekki upp Guðsgjafaþulu í stað Heimsljóss. Er of seint að breyta? (Það er líka opinbert leyndarmál, sem enginn hefur þorað að nefna upp- hátt nema Guðbergur; að Heims- ljós er voðalega væmin bók; eins og rauðgrautur sem sextán kerl- ingar hafa grátið í — ef ég man rétt það sem Guðbergur sagði.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.