Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Page 12

Fréttatíminn - 04.01.2013, Page 12
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. L Ljótt orðbragð, meiðandi og niðrandi ummæli hafa tíðkast í athugasemdakerfi sumra vefrita. Mörgum hefur þótt nóg um en ritstjórnarleg ábyrgð virðist ekki vera tekin jafn alvarlega gagnvart ummælunum og tíðkast almennt um annað ritmálsefni. Þetta athugasemdakerfi við greinar og fréttir var meðal annars umfjöllunarefni nýliðins Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins. Þar voru fluttar samansúrr- aðar fúkyrðablöndur sem höfundar kusu að tengja vef- miðli DV. Þar eru, eins og víða annars staðar, leyfðar athugasemdir við fréttir og fleira. Vefmiðillinn tekur það raunar fram að athugasemd- irnar séu á ábyrgð þeirra sem þær skrá en áskilur sér jafnframt rétt til að eyða um- mælum sem metin eru æru- meiðandi eða ósæmileg. Það er því boðað að fylgst sé með athugasemd- unum af ábyrgum ritstjórnaraðilum, sagt að meiðandi og ósæmilegar athugasemdir verði ekki liðnar. Ekki virðist vel hafa til tekist með það, ef miða má við umfjöllunina í Áramótaskaup- inu. Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Vænt- anlega hefur höfundum skaupsins blöskrað málflutningurinn í athugasemdakerfinu og fundist ástæða til að vekja athygli á honum, þótt í spéspegli væri. Hér er því ekki haldið fram að orðfæri í athugasemdakerfi á vefsíðu DV sé verra en sums staðar annars staðar en varla þarf mikinn sérfræðing til að sjá að ýmislegt sem þar kemur fram, eins og í athugasemdakerfi sumra annarra vefmiðla – og á bloggsíðum sumra einstak- linga – er ekki boðlegt og þeim til minnk- unar sem það láta frá sér fara. Birting þess sýnir okkur jafnframt að ritstjórnarlegt eftirlit virðist vera losaralegt – nema með- vitað sé að hleypa sora í gegn. Taka má nýtt dæmi úr athugasemdakerfi vefútgáfu DV, fyrst Áramótaskaupið gaf upp boltann. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræddi í nýársávarpi sínu til- lögur um nýja stjórnarskrá. Mat forsetans var að umræðan um nýja stjórnarskrá væri á ýmsan hátt komin í öngstræti. Í stað samstöðu um sáttmálann geisuðu djúp- stæðar deilur og virtir fræðimenn við há- skóla landsins hefðu áréttað að margt væri óskýrt og flókið. Þessi skoðun forsetans var, að vonum, flutt málefnalega. Við því mátti búast að ekki væru allir sammála henni enda skrifaði Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor, sem jafnframt sat í stjórnlagaráði, grein sem vefmiðill DV birti þar sem hann gagnrýndi málflutning for- setans. Það gerði hann, einnig að vonum, málefnalega. Þorvaldur sagði meðal annars að athugasemdir forsetans kæmu of seint fram. Honum hefði verið, eins og öðrum, í lófa lagið að bjóða fram athugasemdir á fyrri stigum en það hefði hann ekki gert. Neðan við grein Þorvaldar birti vefmiðill DV hins vegar athugasemdir sem, sumar að minnsta kosti, voru fráleitt málefnalegar eða innihéldu rök með og á móti hinum ýmsu breytingum sem fyrirhugaðar eru á stjórnarskránni sem þó er full ástæða til að ræða. Þar var farið harkalega í mann- inn en ekki boltann með þeim hætti að dómari á knattspyrnuvelli hefði lyft rauða spjaldinu. Það gerðu stjórnendur vefmið- ilsins hins vegar ekki. Þeir veittu soraskrif- um brautargengi þar sem forsetinn var ýmist sagður fyrirlitlegur eða fyrirlitlegur hræsnari, forseti sundurlyndis sem nærðist á þrasi og þrefi. Spurt var, vegna athuga- semdar einstaklings: „Hvernig stendur á því að ESB-froðusnakkarnir og aðrir hatursmenn félaga Ólafs Ragnars svara þér ekki [nafn mannsins]? Mín skoðun er, að það stafi ekki af því að kvikindin hafi vit á að þegja, því það hafa þau ekki, heldur af þeirri einföldu ástæðu að þau þora því [sic] ekki. Þetta eru nefnilega auðvirðuleg hund- spott.“ Meira fylgdi, eins og „forsetafígúr- an“ og að „drulla yfir“ og annað í þeim dúr. Svavar Gestsson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og ritstjóri, talar í nýútkominni sjálfsævisögu sinni um „bloggskólpið“ og „bloggfossana“ sem dunið hafa á þjóðinni síðan 2008 og er nóg boðið. Saup hann þó marga fjöruna á ritstjórnarferli sínum á Þjóðviljanum. Er ekki mál að linni? Athugasemdakerfi netmiðla og ósæmilegt blogg Bloggskólp og fúkyrði Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Veit Vigdís Hauks af þessu? Við eigum að vera óhrædd við að sýna hvert öðru kærleika og umburðar- lyndi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknar- flokksins, er ekki enn orðinn forsætisráðherra en tók forskot á sæluna og flutti þjóð sinni áramótaávarp á netinu. Ódeigur Sverrir Mikil lifandi ósköp er gaman og ánægjulegt að sjá þegar víkingarnir taka að strá um sig með gjafafénu, jafnvel þótt aðrir eigi. Sá roskni vígamaður Sverrir Hermanns- son vandaði ekki Halldóri Ásgrímssyni og Skinney-Þinganesi kveðjurnar í blaðagrein. Úlfaldi úr mýflugu Fór alveg fram hjá mér að ég hafi verið aðal- númerið á árinu. Íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir fékk meira vægi í Áramótaskaupinu en hún gat séð fyrir. Orð eru dýr Skaupið er að mínu mati algjör hneisa, og sóun á almannafé. Til hvers að borga fyrir svona orðbragð... Ragnheiður Ólafsdóttir, eldri borgari, er á sama máli og talsmaður neytenda. Illa farið með góðan dreng Hættum að vera leiðinleg við Örn. Hann á það ekki skilið. Pálma Gestssyni, leikara og félaga Arnar Árnasonar í Spaugstofunni, misbauð þau fúkyrði sem dundu á Erni í netheimum fyrir það eitt að selja rakettur. Og þá hló Bubbi Frábært skaup. Skaupið lagðist misvel í landann en Bubbi Morthens var ánægður. Þegar maður sprengir bíl... Þetta var svona terta á stærð við Yaris, sú allra stærsta frá björgunarsveit- unum. Baldur Sigurðarson sagði frá raunum sínum í Fréttablaðinu en myndarleg skotterta sprakk framan í hann. Ólafur í prósentum Og hvers vegna tekur hann nýju stjórnarskrána ekki í sátt með 66% greiddra atkvæða en situr sjálfur með 52% greiddra atkvæða? Lýður Árnason, læknir og stjórnlagaráðsmaður, var óhress með áramótaboðskap forseta Íslands. Nei-tendum síður skemmt Gott að einhverjum líkaði. Kannski er þetta svona að horfa á skaupið edrú. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, fyllti flokk þeirra sem fannst Áramótaskaupið lélegt. Villiköttur hvæsir Kjósendur VG hafa fengið gjörsamlega upp í kok af þrákelkni þeirra forystu- manna VG sem hafa keyrt þessa ESB umsókn áfram, sumir undir þeim formerkjum að „kíkja í pakkann“. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri- grænna, kann skýringar á fylgishruni VG í skoðanakönnunum. Kristilegur femínismi Ég hef hins vegar aldrei fallið í þann pytt að koma fram við fólk eins og fólk hefur komið fram við mig. Hildur Lilliendahl mætti í Kastljós og ræddi baráttu sína gegn körlum sem hata konur og þær ofsóknir sem hún hefur mátt þola. Þótt hún berjist af hörku freistast hún ekki til að gjalda netdólgum í sömu mynt.  Vikan sem Var Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Tropical Fruit lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Þeir sem reykja ekki eiga ekki að nota lyfjatyggigúmmíið. Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321 Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ 10 viðhorf Helgin 4.-6. janúar 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.