Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 32
4 heilsa Helgin 4.-6. janúar 2013 Síðumúla 6, 108 Rvk, sími 568 3868 www.matarfikn.is Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc. Glímir þú við stjórnleysi í áti og þyngd! Þá gætir þú átt við matar- eða sykurfíkn að stríða. Næstu byrjendahópar hefjast 07.01.13. og 28.01.13. Framhaldshópar hefjast í byrjun janúar. Einstaklingsmiðuð meðferð hjá MFM matarfíknarmiðstöðinni innifelur: • Fræðslu um offitu, matar/sykurfíkn og átraskanir; orsakir og afleiðingar. • Ráðgjöf og kynningu á leiðum til lausna, m.a. 12 spora bataleiðinni. • Einstaklingsmiðaða meðferð og stuðning í meðferðahópum og einstaklingsviðtölum. • Leiðbeiningu um breytt mataræði og stuðning við fráhald. • Matreiðslunámskeið; lært að elda fyrir nýjan lífstíl. www.matarfikn.is Frá skjólstæðingum MFM miðstöðvarinnar: „Meðferðin hjá MFM hefur bjargað lífi mínu, hún er einstök og nálgast offituvandann og átraskanir út frá sjónarhorni fíknar. Vonandi lifir og stækkar MFM módelið í réttu hlutfalli við vandann sem er við að etja í samfélaginu“. „Frábært starf og ánægður með þá elsku og umhyggju sem skín í gegn frá ykkur sem starfið þarna :-)“. Það sem við bjóðum uppá í vetur: · 12 vikna meðferð fyrir nýliða og þá sem þurfa að komast í „fráhald“. Meðferðin hefst með helgarnámskeiði og síðan tekur við daglegur stuðningur við matarprógramm, vikulegir meðferðarhópar, fyrirlestrar og kynningar m.a. á 12 spora starfi. · Fráhald í forgang: 16 vikna framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa lokið 12 vikna meðferðinni og vilja áframhaldandi stuðning og dýpri vinnu. · Innra særða barnið. 16 vikna námskeið fyrir þá sem hafa verið í 12 spora vinnu og/eða lokið „Fráhald í forgang“ námskeiði. M.a. unnið eftir bókinni „Heimkoman“ eftir John Bradshaw. · 9 mánaða framhaldshópa sem hittast einu sinni í mánuði. Þessir hópar eru hugsaðir sem stuðningur við fráhald og 12 spora starf. · Einstaklings- og dáleiðsluviðtöl hjá Esther Helgu Guðmundsdóttur, matarfíknarráðgjafa og dáleiðslutækni. · Einstaklingsviðtöl hjá Lilju Guðrúnu Guðmundsdóttur, matarfíknarráðgjafa. Áhugasamir hafi samband í síma 568 3868 eða sendið póst á matarfikn@matarfikn.is Velkomin á fræðslu- og kynningarfund miðvikudaginn 9.01.13. kl. 20.00, í Síðumúla 6. KAUPTU FJÓRAR FÁÐU SEX  Mataræði Heilbrigðar venjur Engar skyndilausnir – breyttu lífsstílnum Elísabet Margeirsdóttir næringarfræðingur ráðleggur bæði einstaklingum og hópum um heilsusam- legt mataræði og líferni. Hún ræður fólki frá því að sóa peningum í skyndilausnir. e lísabet Margeirsdóttir er næringarfræðingur og starfar sem slíkur í fyrir- tæki sínu, Betanæring. Hún segir það nauðsynlegt fyrir alla að temja sér einhverjar heil- brigðar venjur á hverjum degi. Þær geta dregið úr líkum á alls kyns lífsstílssjúkdómum og þyngdaraukningu. „Þeir sem hafa sett sér það markmið að léttast á nýju ári þurfa að hafa þau markmið raunhæf og láta skynsemina ráða ríkjum til að ná þeim. Það er til dæmis óraunhæft fyrir flestalla að missa meira en eitt kíló á viku. Ýmsir heilsugúrúar leggja sig alla fram við að auglýsa nýjustu kúrana, hreinsanir og töfrafæðu. Þeir keppast við að skapa sér sérstöðu með ótrú- legum skyndilausnum. Einnig er árangri lofað á nokkrum vikum eða jafnvel dögum og fjölmargar dæmisögur eiga að styðja þær fullyrðingar. Netið er uppfullt af upplýsingum og ráðum um mataræði en þessi gömlu góðu grundvallaratriði ekki áberandi. Ráðleggingar eins og að borða hæfilega stóra skammta eða fimm ávexti og grænmeti á dag virðast ekki vera í tísku.“ Góðir hlutir gerast hægt Þegar til stendur að umbylta mataræðinu í skamman tíma er mjög líklegt að allt verði komið í sama horfið þegar fólk fer að borða líkt og það gerði áður. Hún hvetur fólk til að fara sér hægt og gera litlar breytingar í einu sem fólk geti hugsað sér að halda í það sem eftir er. „Litlir hlutir eins og að minnka bakkelsið í kaffitímanum, sleppa gosinu með kvöldmatnum og auka við grænmetisskammtinn nokkrum sinnum í viku getur haft heilmikið að segja. Allar breytingar þurfa heldur ekki að gerast á sama tíma. Hægt er að taka nokkur atriði fyrir í hverri viku eða mánuði og sjá góðan og varanlegan árangur. Hreyf- ing og styrktarþjálfun er síðan lykilatriði fyrir bættri líðan og bættum lífsgæðum af mörg- um ástæðum. Einn jákvæður fylgikvilli hreyfingar er aukinn vöðvamassi sem eykur grunn- brennslu líkamans og auðveld- ar fólki að grennast.“ 1. Skipta sykruðum og orku- ríkum drykkjum út fyrir vatn. 2. Takmarka sælgæti, bakk- elsi og ís við sérstök til- efni. 3. Velja oftar óunnin matvæli og sjaldnar matvæli með langa innihaldslýsingu. 4. Borða að minnsta kosti 5 skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. 5. Elda hollan og einfaldan mat öll kvöld vikunnar og takmarka kaup á skyndi- bita. 6. Bæta við trefjum í mat- aræðið með því að velja frekar heilkorna vörur og brauð. 7. Aldrei sleppa hollum og næringarríkum morgun- verði eins og til dæmis hafragraut með ávöxtum eða eggi á heilkorna brauðsneið. 8. Borða fiskmáltíð að minnsta kosti tvisvar í viku. 9. Taka lýsi á hverjum degi. 10. Bíddu í 15 mínútur þar til þú ætlar að fá þér aftur á diskinn. Framandi skyndi- lausnir eru yfirleitt of góðar til að vera sannar og alltof margir sóa peningum og dýrmætum tíma í slíkt. Það kostar mikla vinnu, tíma og þolin- mæði til að ná varan- legum árangri. Ef einhverjar af þessum lausnum virkuðu sem skyldi þá væru líklega fleiri hraustir og spengilegir. Elísabet Margeirsdóttir tók til 10 atriði sem við ættum að tileinka okkur á nýju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.