Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 20
Þ etta er búið að vera frábært ár,“ segir Ólafur Darri sem byrjaði árið eins og hann endaði það. Á leiksviðinu. „Í byrjun ársins lék ég með Royal Shakespeare Company í Strat- ford-upon-Avon í sýningunni sem Gísli Örn leikstýrði, The Heart of Robin Hood. Svo gerðum við Marteinn Thorsson XL og eftir það fór ég að æfa Bast- arða með Vesturporti sem ég sýndi í Svíþjóð og Dan- mörku en náði ekki að sýna hérna á Íslandi út af öðrum verkefnum. Svo var það auðvitað Ben Stiller og The Secret Life of Walter Mitty, sem var alveg ofsalega skemmtilegt verkefni, og svo Mýs og menn. Með öllu hinu, handritaskrifum og undirbúningi að hinu og þessu.“ Nýja árið verður ekki síður viðburðaríkt hjá Ólafi Darra en í lok síðustu viku fréttist að hann væri búinn að landa tveimur hlut- verkum í Hollywood í verkefnum sem eru þess eðlis að ómögulegt er að spá fyrir um hvað á eftir að koma í framhaldinu. „Það er búið að bjóða mér tvö hlut- verk í Hollywood á vormánuðum. Annað er hlutverk í sjónvarpsseríu sem heitir True Detectives þar sem Woody Harrelson og Matthew McCo- naghey leika aðalhlutverkin. Svo í spennumynd með Liam Neeson sem heitir A Walk Among the Tombstones. Ég geri fastlega ráð fyrir að sinna þessum verkefnum núna í mars og apríl. Þetta setur náttúrlega Mýs og menn í smá bobba og við þurfum að þétta og stytta sýningatímabilið. Svo er ýmislegt í pípunum og ég er að vona að ég fari að gera sjónvarps- seríu hérna á Íslandi í haust. Það er ekki alveg komið á hreint en það er draumurinn.“ Fáránlega heppinn maður Ólafur Darri segir að í raun sé hann kominn með annan fótinn til Holly- wood fyrir röð atburða, heppni og þá ekki síst að hann hafi fæðst á réttum stað. „Ég er náttúrlega fáránlega heppinn maður og þetta byrjar á því að ég fæddist í Ameríku, þannig að ég get unnið þar. Það er alger slembilukka að ég hafi fæðst í Ameríku. Atvinnuleyfið er helsta hindrunin við að komast inn á þennan markað. Það er ofboðslega dýrt að kaupa sér þessi réttindi. Það er hægt en maður þarf að eyða tugum þús- unda dollara í lögfræðikostnað. Svo er ég svo heppinn að ég hef unnið Það voru allir komnir með upp í kok af honum sem var æðislegt. Æðislegt að leika skíthæl Ólafur Darri Ólafsson gerði það heldur betur gott á nýliðnu ári. Hann var ausinn lofi fyrir frábæran leik í Djúpinu eftir Baltasar Kormák, hann landaði hlutverki hjá Ben Stiller í The Secret Life of Walter Mitty, lék aðalhlutverkið í og framleiddi bíómyndina XL sem verður frumsýnd í janúar og í lok ársins steig hann á svið Borgarleikhússins í hlutverki einfeldningsins Lenna í Músum og mönnum. Rétt fyrir áramót spurðist einnig út að Ólafur Darri hefði fengið tvö hlutverk í Hollywood. Annars vegar í sjónvarpsþáttum þar sem hann leikur á móti Woody Harrelson og Matthew McConaughey og hins vegar í spennumyndinni A Walk Among the Tombstones þar sem hann mætir sjálfum Liam Neeson. mikið hér heima með fólki eins og Baltasar til dæmis. Ætli það megi ekki segja að þetta útlandaævintýri hafi byrjað þegar við vorum að gera Djúpið.“ Á sama tíma bauðst Ólafi Darra hlutverk í Skyttunum þremur sem Paul W.S. Anderson gerði. „Við vorum að fara í tökur á Djúpinu þannig að þetta gekk bara ekki upp. Ég þurfti líka að raka hár og skegg sem lagðist ekki vel í þá Hollywood-menn og þetta endaði bara með því að ég varð hætta við þetta hlutverk. Ég sá svo þessa mynd og hún var alveg hræðileg. Og búið að klippa hlutverkið sem ég átti að leika burt,“ segir Ólafur Darri og skellir upp úr. Ólafur Darri segist eitthvað hafa rætt við Baltasar um þetta tækifæri ytra sem fór forgörðum og Baltasar hafi sagt honum að þeir myndu „redda“ þessu einhvern tíma seinna. „Það er svo týpískt fyrir Balta að þegar hann er að fara að gera Contraband, hálfu ári síðar, að þá kom hann mér í prufu fyrir hlutverk ein- hvers Rússa í myndinni sem ég svo hreppti.“ Þarna fór boltinn að rúlla fyrir alvöru. „Þetta er svo einfaldlega þannig að þegar einhver einn er búinn að taka sénsinn á þér þá eru aðrir til í að gera það. Ég fann þetta strax þegar ég fór í prufur fyrir Walter Mitty. Þau prófuðu alveg ofboðslega marga, á Íslandi og leikara út um allan heim. Þá fann ég alveg að ég var kominn með litu tána inn fyrir þröskuldinn. Af því að ég var búinn að leika í annarri stúdíómynd. Balti gerði mér risastóran greiða með þessu. Maður finnur svo bara hvernig þetta heldur áfram. Nú er ég búinn að gera Contraband og vinna með Ben Stiller og þegar ég fór í prufurnar fyrir þessi hlutverk núna þá fann ég bara að mað- ur er alltaf tekinn meira og meira alvarlega.“ Ólafur Darri segir að ekki hafi heldur skemmt fyrir honum að á meðan hann var úti í prufunum birtust fréttir á bransavefnum Deadline Hollywood um að Djúpið færi í almenna dreifingu í Bandaríkjunum. „Menn vissu að ég lék aðalhlutverkið í henni. Þetta hjálpar allt. Það er bara þannig.“ Þá hefur einnig hjálpað til að Ólafur Darri fékk umboðsmann í Los Angeles í lok sumar. „Þessi umboðsmaður hefur reynst mér mjög vel og við erum búnir að fá tilboð í þessi tvö hlutverk. Það er samt mjög fyndið að við höfum aldrei hist, bara talað saman í símaen við náum vonandi að hittast í vor.“ 16 viðtal Helgin 4.-6. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.