Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 4
Mikael Torfason mikaeltorfason@ frettatiminn.is Smurostar við öll tækifæri ms.is ... ný bragðtegund H VÍ TA H Ú SI Ð / SÍ A - 1 1- 05 09 Ný bragðtegund með pizzakryddi Ný viðbót í ... ... baksturinn ... ofnréinn ... brauðréinn ... súpuna eða á hrökkbrauðið Fjórar íslenskar sveitir á Eurosonic Systurnar í Pascal Pinon, skipaður þeim Jófríði og Ásthildi Ákadætr- um, treður upp á tvennum tónleikum á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í næstu viku. Mynd/Lilja Birgisdóttir Fjórir listamenn og hljómsveitir verða full- trúar Íslands á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi í næstu viku. Þeir eru Snorri Helgason, Ásgeir Trausti, Epic Rain og Pascal Pinon en það voru skipuleggjendur Eurosonic sem óskuðu eftir að þeir kæmu fram. Útflutningsstofa íslenskrar tónlistar, Útón, sér um skipulagningu ferðarinnar og þeir Tómas Young og Sigtryggur Baldursson verða með í för. Hátíðin stendur frá miðvikudegi til laugardags. „Þetta er ein stærsta tónlistarkaupstefnan í bransanum í dag,“ segir Tómas Young hjá Útón. Hann segir að á Eurosonic mæti allir helstu tónleikabókarar, fulltrúar frá plötuútgáfum og tónlistarhátíðum og stóru ríkisfjölmiðlarnir. „Þarna hittist bransinn og verslar,“ segir Tómas. -hdm F jölmörg tilfelli svínainflú-ensu hafa greinst í Noregi undanfarnar vikur og lést 11 ára drengur af völdum sjúk- dómsins milli jóla og nýárs. Að sögn Þórólfs Guðnasonar, yfir- læknis sóttvarna hjá landlæknis- embættinu, er svínainflúensan nú orðin að árlegri inflúensu en ekki er vitað hvort bólusetning frá 2009 dugi enn gegn veirunni. Í Noregi standa nú yfir rann- sóknir á því hvort tilfellin þar megi rekja til stökkbreyttrar svínainflúensuveiru. Ekki er vitað hvort hún grasseri einnig hér á landi þótt nokkur inflú- ensutilfelli hafi þegar greinst, þau fyrstu í október. „Inflúensan er að koma upp núna um þessar mundir hér á landi eins og hún gerir árlega. Það eru hins vegar ekki komnar niðurstöður úr greiningum á því hvaða tegund er um að ræða,“ segir Þórólfur. Gert er ráð fyrir að þrjár tegundir inflúensu muni ganga hér á landi, tvær svokallaðar A-inflúensur og er svínaflensan önnur hennar, og hins vegar ein gerð af B-inflúensu. „Til þessa hefur bólusetningin frá árinu 2009 dugað því það komu ekki upp mörg tilfelli af svínainflú- ensu í fyrra og hittifyrra. Við vitum hins vegar ekki enn hvort bólusetningin dugi áfram eða hvort liðinn sé svo langur tími að veiran hafi náð að breyta sér,“ segir Þórólfur. Að sögn Þórólfs getur inflú- ensa alltaf verið hættuleg, sér- staklega þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma á borð við öndunarfærasjúkdóma eða skert ónæmiskerfi. Svínaflensan sé þar í engu frábrugðin öðrum inflúensuveirum. Erfitt er að bólusetja gegn ár- legri inflúensu því veiran breytir sér sífellt milli ára og því verður að þróa bóluefnið upp á nýtt á hverju ári. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Kannabis fyrir borgarráð.  Kannabis Umræða Um lögleiðingU á betri reyKjavíK Ekki á verksviði borgarinnar að lögleiða kannabis „Þetta er einfaldlega tillaga sem kom inn á Betri Reykjavík punktur is rétt fyrr jól og hún er komin í ferli hjá borgar- ráði Reykjavíkurborgar,“ segir Helga Björk Laxdal, skrif- stofustjóri hjá Reykjavíkur- borg, um tillögu þess efnis að kannabis verði lögleitt og salan á efnunum skattlögð til styrktar hagkerfinu. 40 notendur á Betri Reykjavík punktur is greiddu atkvæði með tillögunni en 13 voru á móti. Í umræðum á vefnum er dregið í efa að Reykjavíkur- borg geti eitthvað haft með þetta að gera en fylgjendur vilja að borgin þrýsti á breyt- ingar. Helga Laxdal segir það ekki á verksviði Reykjavíkur- borgar að lögleiða kannabis. Hún segir allt vera tekið til formlegrar meðferðar sem kemur á þennan vef, Betri Reykjavík, og býst við að hugmyndin verði lögð fyrir borgarráð ásamt tillögu um að þessu verði vísað frá.  Heilbrigðismál eKKi vitað Hvort svínaFlensUbólUsetningin dUgi enn Svínainflúensan orðin árviss viðburður Inflúensu hefur orðið vart hér á landi að undanförnu og hafa nokkur tilfelli verið greind þótt ekki sé enn vitað hvort um svínainflúensu sé að ræða. Hún sé hins vegar orðin árviss við- burður en ekki er vitað hvort bólusetningar frá 2009 dugi gegn svínainflúensu nú. 11 ára drengur lést milli jóla og nýárs úr svínainflúensu í Noregi. Sóttvarnalæknir áætlar að á Íslandi hafi bólusetning gegn svínainflúensu á árunum 2009-10 komið í veg fyrir að minnsta kosti 20.000 sýkingar, 70 sjúkrahúsinnlagnir, 7 innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall. Hverjir eiga að láta bólusetja sig?  Einkenni inflúensunnar eru yfirleitt sérstök. Þau eru bráð, með höfuðverk, háum hita, hósta og hálssærindum og beinverkjum.  Flestir ná sér innan viku og oftast fylgir sjúkdómnum engin hætta, en inflúensa getur verið alvarleg þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eða aldraðir.  Besta vörn gegn inflúensu er með bólusetningu en verndin er mismunandi á milli ára og getur verið allt að 60–70%. Jafnvel þótt bólusetning verndi ekki full- komlega getur hún í mörgum tilfellum komið í veg fyrir alvarlega sýkingu. Rétt er einnig að minna á að til eru lyf sem hægt er að nota ef þau eru tekin innan við tveggja sólarhringa frá upphafi ein- kenna.  Mælst er til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetn- ingar:  Allir einstaklingar 60 ára og eldri.  Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.  Heilbrigðisstarfsmenn sem annast sjúklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.  Þungaðar konur. Ný lög um barnavernd samþykkt Ný lög um barnavernd voru samþykkt á dögunum. Greinar laganna eru marg- þættar en snúa aðallega að ákvæðum um forsjá og umgengni. Gömlu lögin í umgengnismálum voru háð því að barnavernd gæfi umsókn sína. Nú hefur þetta fyrirkomulag verið afnumið og fært alfarið til sýslumannaskrifstof- anna. Lögfræðingur hjá Barnaverndar- stofu segir breytinguna jákvæða. „Það sem verið er að gera er að stytta allan biðtíma verulega og það er mikilvægt skref í bættri þjónustu,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur barnaverndar- stofu. Samkvæmt Heiðu Björgu verður umsagnarferlið ekki í höndum tveggja nefnda heldur aðeins einnar. „Það sem gera á inni á sýslumannsskrifstofunum með þessu fyrirkomulagi er að búa til sér- fræðinga þar innanhúss og fjölga þannig stöðugildum. Þegar forsjármál fer til með- ferðar hjá Barnaverndarstofu veldur það oft leiðum misskilningi um að það sé orðið að barnaverndarmáli þó við séum aðeins að veita efnislega umsögn. Með breyting- unum verður komið í veg fyrir slíkt.“ Heiða Björg segist jákvæð fyrir breyting- unum. Barnaverndarstofa gaf lögunum því jákvæða umsögn sína á þinginu. Versta snjóflóðahrinan í sjö ár Snjóflóðahrinan sem valdið hefur vandræðum á Vestfjörðum og Norðurlandi undanfarna daga er líklega versta hrina sem orðið hefur á Vestfjörðum síðan 2005, að því er fram kemur á vef Veðurstofunn- ar. Mörg snjóflóð féllu yfir vegi og nokkur nærri byggð á norðanverðum Vestfjörð- um. Snjóflóðahrinan olli einnig miklum truflunum á samgöngum á Norðurlandi þó ekki kæmi þar til rýmingar á húsum. Hlýnandi veður í lok hrinunnar olli svo hættu á snjóflóðum í meira en sólarhring eftir að veðrið gekk niður. Lítil aukning milli ára Rétt rúmlega 6 prósent fleiri fasteignir seldust á höfuðborgarsvæðinu í desember síðastliðnum miðað við sama mánuð ári fyrr, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Alls seldust tæplega 400 eignir og var meðalupphæð hvers kaupsamnings tæpar 34 milljónir króna. Til samanburðar voru kaupsamningarnir 635 í desember 2006. -sda 2 fréttir Helgin 4.-6. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.