Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 49

Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 49
þrettándinn 39Helgin 4.-6. janúar 2013Helgin 6.-8. janúar 2012 he lsa 11 Yfirnáttúrulegur veitingastaður Gló leggur ríka áherslu á að nota einungis ferskasta og besta hráefni sem völ er á. Listhúsinu Laugardal · Engjateig 19 · 105 Reykjavík Sími 553 1111 · www.glo.is Opnunartími: Virka daga 11-21 · Laugardaga 11-17 KYNNING  MaNNslíKaMINN Stöðugt álag M jaðmagrindina má kalla miðju mannslíkamans. Alltaf hvílir einhver þungi á mjaðmagrindinni hvort sem við sitjum, stöndum eða liggjum. Þessvegna er hún alltaf undir álagi og því mikið í húfi að hafa hana í lagi. Innan mjaðma- grindarinnar eru mörg innri líf- færi og vöðvar sem með flóknu samspili vinna saman að því að allt hreyfist og virki eins og það á að gera. Það er staðreynd að vandamál tengd mjaðmagrindinni sem leita inn á borð sjúkraþjálfara og lækna eru mun algengari hjá konum en körlum. Það er vegna þess að líkami kvenna er flóknari að þessu leyti en líkami karla og er til að konur geti gengið með börn. Því má þó ekki gleyma að þegar kemur að almennum hreyf- ingum og vöðvavinnu á þessu svæði þá eru kynin ekki svo ólík. Á meðgöngu reynir mikið á mjaðmagrindina hjá konum. Áhrif hormónsins relaxin sem, eins og nafn þess gefur til kynna, slakar á liðböndum mjaðma- grindarinnar til að hún geti gefið eftir og stækkað eftir því sem barnið vex, valda því stundum að konur fá verki í mjaðmagrindina á meðgöngu. Nokkuð algengt er að konur finni fyrir einhverj- um einkennum í mjaðmagrind á meðgöngu en það er þó ekki algilt. Það sem skiptir mestu máli er góð líkamsstaða, rétt líkamsbeiting og hófleg þjálfun líkamans eftir ástandi hverrar konu fyrir sig. Aðrir þættir skipta þó einnig miklu máli eins og til dæmis hvernig vinnu viðkomandi vinnur, það er að segja er mikið um líkamlegt eða einhæft álag í vinnu svo sem kyrrseta og fleira. Til þess að bregðast rétt við er nauðsynlegt að fá rétta fræðslu og leiðbeiningar hjá sjúkraþjálf- ara sem þekkir til. Stundum vill svo verða að konur fá grindarlos eða jafnvel grindargliðnun en þá er mun meiri óstöðugleiki í einhverjum af þremur aðalliða- mótum mjaðmargrindarinnar (spjaldliðunum tveimur eða líf- beini) og jafnvel í öllum þremur. Þegar það verður þarf konan að fara sér mun hægar og vera undir eftirliti eða í meðferð hjá sjúkraþjálfara á meðgöngunni. Hér er sá listi ekki tæmdur um sértækari vandamál sem konur geta upplifað í mjaðmagrindinni á meðgöngu. Sú umræða hefur oft komið upp síðustu ár hvers vegna verkir í mjaðmagrind og vandamál tengd meðgöngu virðast mun algengari í dag en þau voru hjá kynslóðunum á undan. Ýmsar kenningar eru á lofti en þó er ekkert sannað í þeim málum. Undirrituð hefur haft mikinn áhuga á því síðustu árin að skoða Mjaðmagrindin er miðja líkamans Sólrún Sverrisdóttir, sjúkraþjálfari, Gáska sjúkraþjálfun. hvort við getum komið í veg fyrir eða minnkað þau vandamál sem margar konur fást við eftir með- göngu og fram eftir aldri. Þessi vandamál eru meðal annars sig á grindaholslíffærum (aðallega þá þvagblöðru og legi) og aðrir kvillar því tengdir. Ýmislegt hefur breyst og batnað í fræðslu og upplýsinga- flæði til kvenna á meðgöngu og eftir hana og því er það áhugavert að skoða hvort vinna megi á móti þessum vandamálum með fræðslu, skoðun og greiningu sjúkraþjálf- ara sem sérhæfir sig á þessu sviði í samvinnu við lækni. Ef gripið er nógu snemma inn í þá má minnka eða lækna hvimleið vandamál og jafnvel koma í veg fyrir aðgerðir. Það getur haft mikil áhrif á lífs- gæði að vera með verki og því ætti enginn að spara sér það að fá faglegt mat og greiningu á sínum vandamálum. Ef gripið er nógu snemma inn í þá má minnka eða lækna hvimleið vandamál og jafnvel koma í veg fyrir aðgerðir. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar-svæðinu og Akureyri og í lausa- dreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.  Þrettándinn – hefð og hátíð í jólalok Skammdegið gróðrarstía fyrir fantasíur Við fengum Árna Björnsson, doktor í menningarsögu, til að fara yfir sögu og hefðir hátíðanna. Umfjöllun um jól og áramót er lokið og nú verður hringnum lokað með stuttu yfirliti yfir þrettándann og sögu hans. 6 . janúar var talinn fæðingar-dagur frelsarans á undan 25. desember. Þessi dagur er ennþá talinn vera fæðingardagur hans af einni kirkjudeild í heim- inum, þeirri armensku. Dagurinn heldur sér sem skírnardagur Jesú og sem minning um heimsókn vitr- inganna úr Austurvegi, enda heit- ir hann sumstaðar þriggjakónga- d gur, til dæmis bæði á dönsku og þýsku. „Á þessum degi hefur alltaf verið eitthvert tilstand á Íslandi því þarna enda jóli . Þá var gjarn- an ver ð að klára það sem eftir var í mat og drykk og kertastubbarnir brenndir. Það var gjarnan talað að spila út jólin og s o fr mvegis og einnig var þet a ka lað að rota jólin sumsstaðar. Langt fram á nítjándu öld heyrðist talað um þr ttándann sem gömlu jólin. Það á sér einfalda skýringu sem fólst í tímatalsleið- réttingu og gerð var hér á landi árið 1700, svokölluðum gamla stíl og nýja stíl.“ 5. janúar, jóladagurinn gamli Það var frá upphafi ákveðin skekkja í rómverska tímatalinu í sambandi við hlaupárin. Skekkjan jókst allt- af, og það bættist við einn dagur á hverri öld eða þar um bil. Svo gerist það á miðri sextándu öld að það er komin tíu daga skekkja. Þá ákveða stjörnufræðingar páfans í Róm að laga þetta. „Þá eru teknir burt tíu dagar úr árinu. Þessi tilskipun kemur 1582. Mótmælendur vildu nú ekki aldeilis fara eftir því sem páfinn sagði og sumir þráuðust við í eitt til tvö hundruð ár. Þess vegna varð tímabreytingin ekki á Íslandi fyrr en árið 1700. Á Englandi var þessu ekki breytt fyrr en 1752 og rússneska rétttrúnaðarkirkjan hef- ur aldrei breytt þessu. Hún er því orðin 13 eða 14 dögum á eftir. Þegar þetta gerðist á Íslandi vildi margt gamalt fólk halda sig við gömlu jólin. Það er meira að segja svo að í fyrsta almanakinu eftir tímatalsbreytingu sem Jón Árna- son, biskup í Skálholti, gaf út árið 1707, sjö árum eftir að breytingin átti sér stað, þá merkir hann við 5. janúar: jóladagurinn gamli. Og af því fólk var nú fastheldið þá var það til alveg fram um 1900 að kalla þrettándann gömlu jólin. Þrettándinn hafði að sjálfsögðu sína áttund eins og aðrar stórhátíð- ir. Hún v 13. janúar og hét geisla- dagur. Það eru argar aldir síðan hætt var að halda upp á hann hér á landi, en í Svíþjóð tíðkaðist það lengur og þar heitir hann Tugonda- gen eða 20. dagur jól .“ Hjátrúin lifir góðu lífi Árni starfaði á þjóðháttadeild Þjóð- minjasafnsins m árabil og ræddi við fólk um allt land se fætt var á bili u 1880–1910. Hann komst að því að í hæsta lagi 10% fullorðins fólks tryðu því í alvöru að til væru yfirnáttúrulegar verur eins og álf- ar og dr ugar. Þetta er nokkurn veginn sama sagan um allan heim en íslensku tíu prósentin hafa sér- stöðu. Þau eru n ófeimnari við að viðurkenna hjátrú sína opinber- lega. Aðrar þjóðir virðast bældari af kirkjulegum yfirvöldum. Þetta hefur ekki farið framhjá erlendum ferðamönnum og íslensk ferðaþjón- usta hefur að sjálfsögðu reynt að hagnýta sér þessa sérstöðu. „Orðið hjátrú er vissulega mjög rétttrúnaðarlegt, en það merkti átrúnað sem var fyrir utan hin lög- boðnu trúarbrögð. Það er þó skárra en orðið þjóðt ú sem felur í sér að vera eitthvað sem öll þjóðin trúir og er vitaskuld fráleitt. Börn hafa alltaf verið spennt fyrir yfirnáttúrlegum hlutum, og um tíu af hundraði fullorð- inna virðast halda þessu indæla barns- lega viðhorfi. Hjátrúin hefur alltaf fylgt þrettándanum eins og áramótunum.“ Þjóðsögur og þjóðtrú er ekki eitt og hið sama. Árni segir þjóðsögurnar vera skáldskap þjóðarinnar og menn upp til hópa trúðu þeim ekki fremur en þeir trúa því nú á dögu að Harry Potter sé til í alvörunni. „Í minni bernsku lá við ég tryði því að Tarsan hefði verið til. Það er að sjálfsögðu skammdegið og myrkrið sem er gróðrarstía fyrir alls- konar fantasíur. En vegna gamla rugl- ingsins um tímasetningu jóla og ára- móta eru ýmsar útgáfur til af því, hvað gerist á nýársnótt, jólanótt og þrettánda- nótt: kýrnar fái mannamál, selir fari úr hömum sínum, álfar flytjist búferlum, gott sé að sitja á krossgötum og leita spásagna og svona mætti lengi telja.“ Bjarni Pétur Jónsson ritstjorn@frettatiminn.is Árni Björns- son Íslend- ingar eru ekki feimnir við að játa trú sína á yfirnáttúru- legar verur. Mynd Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.