Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 34
S ólveig, eða Solla eins og landsmenn þekkja hana, hefur skapað sér gott orð fyrir matreiðslu á heilsusam- legum og hollum mat. Hún starfar sem yfirkokkur og matarhönnuður á veitinga- staðnum Gló. Hún segir tilvalið fyrir fólk að breyta til í mataræðinu í byrjun árs. Flestir eru búnir að borða yfir sig yfir hátíðirnar og langar að passa aftur í fötin. „Ég hef meiri trú á að gera þetta skynsamlega og borða svona létt mataræði í stað þess að fara, til dæmis á safakúra. Það má kannski segja að þetta sé ágætis hreinsun svona eftir jólin. Með þessu móti ertu að fá alla næringu inn og það hjálpar þér að komast á núllpunkt aftur.“ Hún vann með leikaranum Ben Stiller síðastliðið sumar og segir stjörnuna hafa verið mjög ánægða með matinn. „Það er sniðugt að nota þetta sem beinagrind. Ég lærði rosalega mikið af því að vera einka- kokkur fyrir Ben Stiller í sex vikur síðast- liðið sumar. Hann vaknaði eldsnemma á morgnana og var að fram eftir kvöldi. Galdurinn að hans mati var að hann hafði grunninn í lagi og í mataræðinu hjá honum voru grænu safarnir lykilatriði. Hann borð- aði alltaf vel af salati og hlakkaði alltaf jafn mikið til að fá bakaða grænmetið á kvöldin. Það eru vingjarnlegri kolvetni heldur en þau sem við höfum fengið alveg nóg af yfir hátíðirnar.“ Solla leggur til Chiagraut á morgnana ásamt grænum sjeik. Í hádeginu og á kvöldin er grænmeti í aðalhlutverki en hún mælir með því að fólk reyni að finna það út sjálft hvað henti því best. Ef fólk vilji borða fisk eða kjöt með er það auðvitað sjálfsagt. „Ég er með grautinn á morgnana því hann gefur svo góða fyllingu. Fólk getur líka aðlagað hann að sér. Ef það vill hann sætari er bara hægt að bæta við aðeins meira af berjum. Hann er því mjög þægilegur. Grænu djúsarnir eru líka svo þægilegir. Þá erum við að koma í veg fyrir þetta aukanart eins og til dæmis pylsurnar, snakkið eða súkkulaðið. Svo getur fólk auðvitað bara borðað venjulegan mat þess á milli ef það vill. Það er bara lykilatriði að vera með mikið af góðu grænmeti með. Aðalgaldur- inn er að finna sjálfur hvernig maður vill hafa þetta.“ 6 heilsa Helgin 4.-6. janúar 2013 „Ég var búin að taka eftir auglýsingum frá Heilsuborg í þó nokkurn tíma og var búin að vera að hugsa lengi um að fara að gera eitthvað í mínum málum. Ég hef náð góðum árangri, náð að losna við mörg kíló og er bara svo miklu hressari og með miklu meiri orku. Maður verður að vilja gera þetta fyrir sig sjálfan. Þetta snýst ekki um það að megra sig þetta snýst um að lifa heilbrigðara lífi og koma sér í gott líkamlegt og andlegt form.“ Helga Einarsdóttir Vilt þú fá meira út úr lífinu? Heilsuborg er með lausnina fyrir þá sem vilja læra að lifa heilbrigðu lífi! Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is Heilsulausnir Hentar þeim sem eru í ofþyngd og eru búnir að prófa „allt“ án árangurs og vilja tileinka sér heilbrigðan lífsstíl til langframa. Mán., mið. og fös. kl. 6:20, 10:00, 14:00 eða 19:30 Verð kr. 16.900 á mánuði í 12 mán. Hefst 21. janúar. Stoðkerfislausnir Hentar einstaklingum sem glíma við einkenni frá stoðkerfi svo sem bakverki, verki í hnjám eða eftirstöðvar eftir slys. Mán, mið. og fös. kl. 15:00 eða 16:30 Verð 3x í viku, 8 vikur, kr.19.900 pr. mán. (Samtals kr. 39.800) Hefst 14. janúar. Orkulausnir Hentar þeim sem vilja byggja upp orku t.d. vegna vefjagigtar eða eftir veikindi. Þri. og fim. kl. 10:00 eða 15:00 Verð 2x í viku, 8 vikur, kr. 16.900 pr. mán. (Samtals kr. 33.800) Hefst 15. janúar. Hjartalausnir Hentar einstaklingum sem hafa greinst með áhættuþætti hjartasjúkdóma, eru með kransæðaþrengingu eða hafa fengið hjartaáfall. Kennsla: Þri. og fim. kl. 07:00 eða 10:00 Verð 2x í viku, 8 vikur, kr. 16.900 pr. mán. (Samtals kr. 33.800) Hefst 15. janúar. Morgundrykkur: Eitt glas af sítrónuvatni: 1 1/2 dl vatn, safi úr ¼ límónu í hvert glas. Svo fáum við okkur 1 matskeið af hörfræolíu og loks eitt glas af grænum sjeik. Grænn sjeik: 1/2 agúrka, 2 sellerístönglar, 1 hnefi spínat, 2 msk ferskur kóríander, ½ límóna, 3 cm engiferrót, 3 dl vatn, 1 avókadó, 1 tsk möluð chiafræ og eitt límónulauf. Morgunmatur: Chiagrautur: 2 msk chiafræ, lagt í bleyti yfir nótt. Um morguninn er þetta hrært saman við: 1 msk hampfræ, 1 msk tröllahafrar, 1 tsk kakónibs, nokkur mórber og mjólk, möndlumjólk, haframjólk, hrísmjólk eða bara venjuleg lífræn mjólk. Millimáladrykkir: Jurtate eða eitt glas af sítrónuvatni. Hádegismatur: Salat, vænn diskur af alls konar grænmeti og svo má hafa smá fisk- eða kjötbita út á eða þurrkex með hummus. Millimál: Tilvalið að nýta græna sjeikinn frá því um morguninn. Það er hægt að bæta í hann til dæmis 1 msk lucuma,1 tsk maca og 1 dl af berjum ferskum eða frosnum. Þetta er svo allt sett í blandarann og blandað saman. Kvöldmatur: 1/3 diskur grænt salat 2/3 diskur bakað eða steikt grænmeti eða grænmetissúpa eða hráfæðiréttur. Með þessu er gott að fá sér þurrkex með hummus eða pesto. Hér má auðvitað hafa smá fiskbita eða kjötbita með fyrir þá sem vilja. Gott að kaupa sér góða mintu- olíu og eiga í vasanum og setja dropa á tunguna á sér til að hressa sig við og einnig ef að manni sækir löngun í eitt- hvað sem ekki er á matseðlinum. Myndir Hari  MatSeðillinn SeM Ben Stiller fór eftir í SuMar Góð byrjun á nýju ári Sólveig Eiríksdóttir setti saman þægilegan matseðil sem hún segir henta öllum sem vilja breyta til í mataræðinu á nýja árinu. Hún segir þetta vera góðan grunn fyrir alla og fólk geti svo aðlagað hann að sínum þörfum. Nýársmatseðill:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.