Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Page 21

Fréttatíminn - 04.01.2013, Page 21
KOMDU ÞÉR Í TOPPFORM Fyrir konur og karla, CLUB FIT, 6-vikna námskeið 50 mínútur 3x í viku Club Fit MTL (mótun, tónun, lenging) Rólegri tímar - unnið með eigin líkamsþyngd og gengið eða skokkað á göngubretti Club Fit 50+ Fyrir konur og karla, 50 ára og eldri Club Fit Extreme Fyrir þá sem vilja enn meira. Meiri keyrsla, erfiðari æfingar. Club Fit hefur slegið rækilega í gegn! Tímarnir byggjast á að lyfta lóðum og hlaupa á hlaupabretti. Hraði og þyngdir sem henta hverjum og einum. ÞJálfari stýrir hópnum, leiðbeinir og hvetur áfram. Frábær stemning! Þú kemst í flott form áður en þú veist af og hefur gaman af. Allar nánari upplýsingar um verð og tímasetningar á www.hreyfing.is Pantaðu frían prufutíma á www.hreyfing.is Innifalið: • Þjálfun 3x í viku • Club Fit æfingakerfið sem miðar að því að „ögra“ líkamanum að komast út úr stöðnun og tryggja að þú komist í þitt allra besta form • Þátttakendur hafa aðgang að lokuðu svæði með fræðslu, upplýsingum og uppskriftum frá Hreyfingu • Þol- og styrktarmælingar – fyrir og eftir • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum NÝTT XL Í kvikmyndinni XL leikur Ólafur Darri áfengis- þyrsta þingmanninn, óstýrláta flagarann og fjöl- skyldumanninn fyrrverandi, Leif Sigurðarson. For- sætisráðherra, sem er vinur þingmannsins, rekur hann í meðferð en sá stóri dómur veitir honum fullkomna afsökun til þess að halda óstjórnlega gott partí. Á meðan partíið er í gangi kynnast áhorfendur Leifi og gestum hans betur og eftir því sem þing- maðurinn djúsar meira afhjúpast leyndarmálin hvert á fætur öðru. Grátbrosleg og dramatísk fortíð hóps- ins kemur upp á yfirborðið auk þess sem ástarsam- band Leifs og hinnar tvítugu Æsu, sem er vinkona dóttur hans, fær á sig skýrari mynd. Aðeins þeim sem hafa aldur til að kjósa þingmann- inn er boðið í partíið. Ólafur Darri telur víst að þingmaður- inn Leifur sé ómerkilegasta persónan sem hann hefur leikið. Af músum... Borgarleikhúsið frumsýndi Mýs og menn um síðustu helgi. Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir þar Ólafi Darra og Hilmari Guðjónssyni í hlutverkum farandverkamann- anna George og Lennie sem flakka saman á milli vinnustaða. Verkið byggir á hinni þekktu skáldsögu Johns Steinbeck um örlög þessara tveggja ólíku manna. Einfeldn- ingsins Lennie og hins lífsreynda George sem reynir að halda yfir honum verndarhendi. „Þetta er búið að vera sérlega ánægjulegt,“ segir Ólafur Darri um vinnuna í Borgarleikhúsinu. „Ég hef unnið áður með Jóni Páli sem leikara en aldrei sem leik- stjóra og mér hefur einhvern veg- inn fundist þetta alveg sérstaklega skemmtilegt. Aðferð hans er við- felldin. Reynir á en er alveg rosa- lega gefandi. Það er gott að skapa í þessum félagsskap þar sem ríkir mikið ástríki.“ Of Mice and Men hefur oft verið sett á svið og er kvikmynduð með reglulegu millibili. Ólafur Darri hefur séð útgáfuna sem leikarinn Gary Sinise leikstýrði og lék Ge- orge á móti John Malkovich í hlut- verki Lennie. Annars hefur hann haldið sig frá kvikmyndagerðum sögunnar. „Ég las bókina bara í mennta- skóla á sínum tíma. Ég reyni oftast að forðast að fara mikið og skoða eitthvað svona þegar ég undirbý mig fyrir hlutverk. Ég reyni bara að einbeita mér að því handriti sem mér er afhent. Það er svolítið í genamengi leikarans að vilja ekki herma eftir og um leið og maður er búinn að sjá einhverja ákveðna túlkun eða einhverja ákveðna leið farna þá eru allar líkur á því að maður þori ekki að fara þá leið. Eða vilji það bara ekki þannig að það er ofsalega þægilegt að ýta þessu áreiti í burtu.“ ...og sjálfhverfum mönnum Síðar í þessum mánuði verður kvikmyndin XL frumsýnd. Þar fer Ólafur Darri með aðalhlut- verkið auk þess sem hann er einn framleiðenda. Marteinn Thorsson leikstýrir en þeim varð vel til vina þegar þeir gerðu Rokland saman fyrir örfáum árum. Í XL leikur Ólafur Darri þing- manninn og fyllibyttuna Leif Sigurðarson sem forsætisráðherra skikkar til þess að fara í vímuefna- meðferð. Áður en Leifur tekur skellinn heldur hann nokkrum vinum sínum matarboð þar sem ýmislegt kemur upp á yfirborðið. „Þetta eru svona um það bil eins ólíkar persónur og hugsast getur,“ segir Ólafur Darri um barnslega verkamanninn Lennie annars vegar og þingmanninn Leif, hins vegar. „Ég lagði líf og sál í XL sem er reyndar mjög fyndið í ljósi þess að ég held að manneskjan sem ég leik í myndinni sé svona örugglega í ógeðfelldari kantinum af þeim manneskjum sem ég hef leikið. Hann er fullkomlega siðblindur, sjálfhverfur maður í fíkn og mjög fáir hlutir fá pláss í lífi hans annað en hann sjálfur,“ segir Ólafur Darri og getur ekki neitað því að það hafi verið skemmtilegt að leika þessa ógeðfelldu persónu. Óþolandi náungi Ólafur Darri er einn framleiðenda XL ásamt leikstjóranum Marteini Thorssyni, Guðmundi Óskarssyni og Ragnheiði Erlingsdóttur. Mar- teinn leikstýrði Ólafi Darra í Rokl- andi og þá varð þeim afskaplega vel til vina. „Við höfum líka gert eina stuttmynd saman og erum meira eða minna innvinklaðir hvor hjá öðrum í öllum þeim verkefnum sem við erum að hugsa um. Mig og Elmu Lísu leikkonu langaði alltaf að gera mynd um alkóhól- isma og Matti kveikti vel á þeirri Framhald á næstu opnu viðtal 17 Helgin 4.-6. janúar 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.