Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 58
 Í takt við tÍmann maren Freyja Haraldsdóttir Hefur séð alla Survivor-þættina Maren Freyja Haraldsdóttir er 26 ára Reykjavíkurmær sem nýlega er flutt aftur heim eftir tveggja ára dvöl í Düsseldorf. Þar í borg vann hún hjá American Apparel en nú starfar hún hjá Kronkron. Maren er mikill aðdáandi raunveruleikasjónvarps. Staðalbúnaður Fatastíllinn minn er afslappaður en fágaður. Mér finnst mjög skemmtilegt að klæða mig í litrík föt. Ég er ekki með neina reglu á því hvar ég kaupi föt, ég reyni bara að leita uppi gersemar í hinum og þessum búðum. En ég er ömurleg í að finna „vintage“ föt, ég hef aldrei haft augu né þolinmæði í það. Ég er mjög hrifin af Kron by Kronkron klútnum mínum. Hann er úr hundrað prósent silki og er alveg æðislegur. Hann er svo ofboðslega stór að maður getur notað hann líka sem kjól. Ég reyni líka alltaf að vera í einhverju handgerðu, við fjölskyldan stundum mikið hannyrðir. Nú er ég með mjög síðan trefil sem Steven West, vinur minn, prjónaði. Hann er sann- kölluð rokkstjarna í prjónaheiminum. Mér finnst flestir hælaskór óbærilegir og ég held að margar konur séu mér sammála. En Chie Mihara skórnir mínir eru hannaðir af stoðtækjafræðingi og eru ofboðslega þægilegir. Ég tók tólf tíma vakt á þeim um daginn og það gekk mjög vel. Hugbúnaður Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég oftast á Dollý enda rekur Óli Hjörtur, meðleigjandi minn, staðinn. Þegar ég fer á kaffihús fer ég á Prikið, þar líður mér vel. Ég og Gauti, vinur minn, sjáum líka um bingókvöld á Prikinu, ég hef mikinn áhuga á lottói og bingói. Sérstaklega þegar það eru peningar í spilinu. Ég horfi mikið á sjónvarp og er alveg sérstak- lega veik fyrir raunveruleikaþáttum. Það byrjaði með Survivor og ég held að ég hafi séð alla þætti frá upphafi. Ég smita líka fólk í kringum mig af þessum áhuga. Þessa dagana horfi ég mikið á Inkmasters enda gaf Ragga systir mér tattú í jólagjöf. Inkmasters eru svipaðir og Masterchef nema bara með tattú- liði. Dave Navarro er stjórnandinn og mér hefur alltaf fundist hann fyndinn. Svo horfi ég líka alltaf á Dexter og Downtown Abbey sem eru æðislegir. Ég dett alveg inn í „lingóið“ og finnst ég verða einn af karakterunum þegar ég horfi. Vélbúnaður Tölvan mín gafst alveg upp um daginn en ég fann pínulitla Dell-tölvu undir rúmi hjá systur minni sem ég „sneikaði“ heim til mín. En ég splæsti í iPhone, fimmuna, og hann hefur aldeilis breytt lífi mínu. Mér finnst geðveikt að vera með internetið í vasanum og geta alltaf komist til botns í málunum. Mér finnst ofboðslega leiðinlegt að rökræða. Ég spila líka tölvuleiki á símanum en besta appið er Sleep Time. Þetta er vekjaraklukka en þú hefur símann við hliðina á þér og hann skynjar svefninn þinn. Svo þegar þú vaknar sérðu graf yfir svefninn. Og hringingin er fuglasöngur sem vekur mann inn í drauminn. Mér finnst ég alveg vera tíu prósent ferskari þegar ég vakna. En þetta myndi líklega ekki virka ef ég væri ekki einhleyp. Aukabúnaður Mér finnst gaman að borða með fólki og elda eigin- lega aldrei eitthvað bara fyrir mig. Við einhleypu vin- konurnar höfum stundum gripið til þess ráðs að hringjast á og kanna hvað er til í ísskápunum. Svo hittumst við og möllum eitthvað úr því sem við eigum. Það kemur oft eitthvað skemmtilegt út úr því. Svo finnst mér rosa gaman að búa til Gyoza. Ég lærði að búa það til þegar ég heimsótti bróður minn til Japans. Það er mjög gaman að hitta fólk og allir taka þátt í að gera Gyoza. Ég hef aldrei tekið bílpróf. Ég fór í Ökuskólann og ökutíma en fór svo aldrei í prófið. Ég ólst að hluta til upp í Bandaríkjunum og ber sterkar taugar þangað. Tokyo er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. En ég er ofboðslega ánægð að vera á Íslandi núna. Eftir að ég flutti heim finnst mér allir vera á sömu bylgjulengd og ég og mér finnst ég eiga mikið af skemmtilegum vinum. Maren Freyja í klútnum sínum frá Kron by Kronkron og með trefilinn sem Steven West prjónaði. Systir Marenar á Knitting Iceland og hefur Maren oft unnið með henni að myndatökum og ýmsum verkefnum. Ljósmynd/Hari 48 dægurmál Helgin 6.-6. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.