Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 29
Heilsa Kynningarblað Helgin 4.-6. janúar 2013 Góð byrjun á nýju ári Nýársmatseðill frá Sollu í Gló bls. 6 K rossfit Iceland er með starfsemi í World Class Kringlunni en þar er einnig boðið upp á herþjálfun og ketilbjöllutíma. Krossfit byggir á fjölbreyttum, hnitmiðuðum og kraftmiklum æfingum. Gísli Sigurðsson, íþróttafræðingur og Crossfit L1 þjálfari, kennir hjá Krossfit Iceland. Hann segir hverja æfingu í krossfit vera nýja áskorun. „Krossfit blandar saman ólympískum lyftingum, fimleikaæfingum og þolþjálfun. Fjölbreytni frekar en sérhæfing, það er lykillinn að alhliða hreysti og kemur í veg fyrir stöðnun. Krossfit nýtir allt um- hverfið sem æfingasvæði bæði úti og inni og kemur þér í það líkamlega form sem gerir þér kleift að takast á við þær áskoranir sem að lífið býður upp á. Krossfit veitir andlega vellíðan sem fylgir því að sigrast á sjálfum sér og hentar öllum. Þegar fólk kemur til okkar og langar að byrja í Krossfit sækir það 4 vikna grunnnámskeið þar sem farið er yfir öll helstu tækni- og öryggisatriði sem nauð- synlegt er að búa yfir áður en farið er í opna tíma (WOD).“ Á þessum 4 vikum eru 3 tímar í viku þar sem ákefðin eykst eftir því sem líða tekur á námskeiðið. Að þessum 4 viknum loknum eiga allir að vera tilbúnir til að takast á við átökin sem eru í opnu tímunum. Grunnnám- skeiðinu fylgir 4 vikna WODkort. Herþjálfun og ketilbjöllunámskeið Gísli segir herþjálfunina vera frábæra leið til að komast í toppform og hafa gaman af því. Í þessum tímum er reynt að blanda saman ólík- um æfingakerfum og hafa æfingarnar sem fjölbreyttastar og skemmtilegastar jafnt inni sem úti. „Í herþjálfun er mikið unnið með eigin líkamsþyngd. Það eru tímar þrisvar í viku og boðið upp á ástandspróf við upphaf og lok námskeiðsins. Innifalið í verðinu er aðgangur að öllum stöðvum World Class, auk þriggja sundlauga.“ Á ketilbjöllunámskeiðunum er farið yfir öll helstu grunnatriði er snúa að ketilbjöllu- þjálfun, allt frá einföldum sveiflum yfir í snaranir. „Æfingar með ketilbjöllur veita al- hliða styrkingu og eru skemmtilegar og mun fjölbreyttari en margir gera sér grein fyrir. Þessar hreyfingar er sérstaklega góðar fyrir innra stoðkerfið. Bjöllurnar eru misþungar og er alltaf hægt að gera margar útgáfur af öllum æfingum, bæði léttari og erfiðari. Þetta æfingakerfi er því bæði fyrir stráka og stelpur, á öllum aldri.“ Nike Training Club NTC er nýtt líkamsræktarkerfi sem er kennt í opnum hóptímum í World Class. Kerfið er einnig hægt að nota sem „app“ í símum og lófatölvum. Nike Training Club er þitt eigið verkfæri til að stunda æfingar bæði heima og í líkamsræktinni. Það sem gerir líkams- ræktarkerfið svo frábært er að það býður upp á fjölda æfinga sem þú getur lært að fram- kvæma með því að fylgjast með á myndskeiði. Það er hægt að velja um margar fjölbreyttar 30 til 45 mínútna líkamsræktaræfingar sem eru sérhannaðar með erfiðleikastig þitt að leiðarljósi sem þú velur hverju sinni. Æfinga- valið er fjölbreytt, þú setur „appið“ af stað og getur gert æfingar hvar og hvenær sem er. Unnur Pálmarsdóttir er stöðvarstjóri í World Class á Seltjarnarnesi. Hún segir hóptímakennara World Class vera spennta að kynna nýja líkamsræktarkerfið fyrir við- skiptavinum sínum. „Við munum taka Nike Training Club skrefinu lengra í World Class og bjóða upp á kerfið í opnum hóptímum. Einnig munum við bjóða upp á NTC – Tabata hóptíma þar sem við bjóðum upp á blöndun æfingakerfa. Við byrjuðum með hóptíma- töfluna okkar 2. janúar og við erum stolt að kynna NTC sem er verkfæri okkar til að geta stundað líkamsrækt hvenær sem er og hvar sem er. Við mælum því með þessari nýjung hjá okkur.“ Laugardaginn 5. janúar, klukkan 10.30, verður opinn kynningartími í World Class Laugum þar sem allir geta komið í NTC Masterclass og kynnt sér kerfið. „Það verður líf og fjör hjá okkur eins og alltaf. Fjórir hóp- tímakennarar munu leiða tímann og allir vel- komnir í Laugar til að upplifa stemninguna, hvort sem þú átt kort hjá okkur eða ekki,“ segir Unnur.  NiKe TraiNiNg Club KeNNT í opNum hópTímum í World Class World Class byrjar nýtt heilsuár af miklum krafti Býður meðal annars upp á herþjálfun, ketilbjöllunámskeið og krossfit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.