Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 26
Á dögunum lést 23 ára indversk stúlka, Damini, af sárum sem hún hlaut þegar henni var nauðgað af 6 mönnum í heimabæ sínum, Nýju Delí. Stúlkan barðist við sár sín í alls 13 daga áður en hún gaf upp öndina á hátækni- sjúkrahúsi í Singapúr, en þangað hafði hún verið flutt frá Delí, þar sem ofbeldið átti sér stað. Málið hefur vakið mikla reiði um allan heim, sér í lagi á Indlandi þar sem fólk mótmælir úti á götum og krefur yfirvöld um aðgerðir. Krafan er einföld, aukið frelsi kvenna og harðari viðurlög við nauðgunum. Fréttatíminn talaði við Evu Dögg Atladóttur sem búsett er í Delí og varð sjálf fyrir erfiðri reynslu í borginni fyrir skömmu þar sem hún var úti að skokka um hábjartan dag í fjölsóttum almenningsgarði. Yngsta fórnarlambið fjögurra mánaða „Ég er hrædd, virkilega,“ segir Eva Dögg sem segist forðast það að vera ein síns liðs. „Ástandið er hræðilegt og viðhorfið til kvenna sorglegt. Konur eru einskis virði,“ segir Eva Dögg. Hún útskýrir hvernig við- horfið sé rótgróið í menninguna og hvernig giftar konur séu réttindalausar og algjörlega á valdi eiginmanns síns. Ástandið sé mun verra í norður Indlandi en í suðri, en konur geta ekki verið einar úti á götu án þess að verða fyrir einhvers konar aðkasti. Eva hef- ur ekki farið varhluta af slíku og á dögunum varð hún fyrir árás þriggja manna. Hún náði að forða sér í tæka tíð. „Ég hélt að ég gæti alveg farið ein út að hlaupa. Þetta var um miðjan dag í almenn- ingsgarði sem var fullur af fólki og enginn kippti sér upp það þegar að þrír menn veitt- ust að mér og ýttu mér inn í runna. Ég náði að slíta mig lausa og hlaupa burt, sem betur fer. Ég veit ekkert hvað þeir hugðust gera mér og ég er mjög fegin að hafa ekki þurft að komast að því.“ Eva Dögg segir afar mikilvægt að koma því á framfæri að fólkið í Indlandi sé upp til hópa mjög gott og flestir séu meðvitaðir um vandamálið og hafi löngun til þess að breyta ástandinu. Það sé hins vegar erfitt þar sem rótgróið er í menningu landsins að konur séu skör lægra í virðingarstiganum. „Ég er hrædd, virkilega“ Indversk stúlka, sem fengið hefur nafnið Damini í opinberri umræðu, háði hetjulega baráttu fyrir lífi sínu eftir að hafa orðið fyrir miklum skaða af mannavöldum. Á hana réðust sex menn og nauðguðu með hryllilegum afleiðingum. Hún lést þann 29. desember eftir þrettán daga legu á spítala. Á Indlandi ríkir mikil reiði vegna málsins sem þykir mjög ógeðfellt. Yfirvöld eru talin hafa brugðist og á Indlandi hafa staðið yfir fjölmenn mótmæli vikum saman. Íslensk kona, búsett í Nýju Delí, segist hrædd við að ferðast ein síns liðs, en sjálf varð hún fyrir árás þriggja manna í almenningsgarði um hábjartan dag. Slegið hefur í brýnu á milli lögreglu og mótmælenda, en yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir sinnuleysi í mál- efnum kvenna. Embættismenn hafa neitað að taka skýra afstöðu vegna hópnauðgunar- innar. Mikill fjöldi fólks er samankom- inn á götum Nýju Delí og hefur verið þar í tæpar þrjár vikur, eða frá því að upp komst um ódæð- ið gegn Damini. Götum var lokað og sam- gönguleiðum. Einnig var sett á útivistarbann. Eva Dögg Atladóttir er ung íslensk kona búsett í Nýju Delí á Indlandi. Hún segir réttindi kvenna bágborin og vonast eftir þrýstingi frá alþjóða- samfélaginu í kjölfar hryllilegs dauðdaga ungrar konu sem var nauðgað af hópi karla. Framhald á næstu opnu 24 viðtal Helgin 4.-6. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.