Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 31
hollan mat, hreyfa okkur og versla inn hollan mat. Þó svo að mér finn- ist þetta skemmtilegir hlutir og næ þess vegna árangri veit ég að marg- ir þola ekki að elda eða hreyfa sig. En viljið þið sjá árangur þá er ekki til nein töfrapilla ennþá sem lagar það. Koma svo upp með eldmóðinn, markmiðin og skipulagið. Gangi ykkur vel, það gerir þetta enginn annar fyrir ykkur.“ Æfðu fyrir lífið ekki núið Einar Einarsson, íþróttafræðingur og sjúkraþjálfari, hvetur fólk til þess að hugsa aðeins lengra fram í tímann. Einar segir það ekki skipta miklu máli þó við höfum borðað mikið yfir jólin og kannski gert aðeins of vel við okkur. Það skipt- ir mun meira máli hvað þú ert að gera alla hina dagana. Hann vill að fólk nálgist líkamsræktina með öðru sjónarhorni. „Fyrirsögnin hér að ofan vísar til þess að við ættum kannski að hugsa aðeins lengra fram í tímann. Það eru margar góð- ar ástæður fyrir þvi að gera líkams- rækt að lífsstíl, það er manninum eðlislægt að hreyfa sig og það er svo sannarlega þess virði. Við verðum skapbetri, vinnum gegn lífstílssjúk- dómum eins og of háum blóðþrýst- ingi og sykursýki. Styrktarþjálfun styrkir beinin, vöðva og liðumbún- að og vinnur gegn beinþynningu. Vð aukum orkuna því þjálfun eykur bensínið sem til er á tankinum, okk- ur gengur betur að stjórna þyngd- inni og kynlífið verður betra.“ Flestir kannast við að þjálfunin getur orðið leiðigjörn þegar á líður. Einar segir mikilvægt að gera þjálf- unina skemmtilega og fjölbreytta svo við hættum ekki á miðri leið. „Þetta atriði er mikilvægt þvi það eru svo margir sem kaupa sér kort og hætta svo eftir 2 vikur. Það eru nokkrar leiðir til þess að auðvelda sér þetta, til dæmis að finna sér æf- ingafélaga, stunda hópíþrótt eða hópleikfimi. Stundum er erfitt að hafa sig af stað og maður þarf að læra elska það sem maður hatar, minna sig á hvað það er gott þegar maður er kominn á æfinguna og ekki láta letikallinn á vinstra eyr- anu vinna baráttuna.“ Mikilvægt að vinna litla sigra Einar segir að þeir sem vilji ná ár- angri þurfi að gera meira heldur en bara að mæta á æfingu. Þeir þurfi líka að taka á og reyna bæta sig, lyfta meira en síðast eða hlaupa hraðar eða lengra. Það er mikil- vægt fyrir þig að vinna litla sigra, sjá árangur erfiðisins og þess vegna skaltu fylgjast með eða láta mæla; þolið, styrkinn og stökkkraftinn á 6 vikna fresti til að sjá hvort þú bætir þig. Það er svo ekki úr vegi að nefnað hér miðað við fréttir síð- ustu ára að það er hvíldin sem skilar þjálfáhrifum og mikið er ekki betra þannig að þjálfun sem leiðir til ör- mögnunar og of mikils niðurbrots er beinlinis skemmandi fyrir vöðva og liði og þú bætir þig ekki. Ef þú æfir fyrir lífið viltu gæði, gleði og árangur af þjálfuninni. Þú ætlar nefnilega að mæta í ræktina i mörg ár í viðbót. Allar ferðir byrja á fyrsta skrefinu, settu upp góða ferðaáætl- un sem hentar þér til betri heilsu og leggðu af stað.“ Bjarni Pétur Jónsson ritstjorn@frettatiminn.is Einar Einarsson sjúkraþjálfari ásamt Kolbeini Sigþórssyni og Alfreð Finnbogasyni Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig? Liður með slitnum brjóskvef Heilbrigður liður NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA Verkjalaus og svaf eins og engill Á einhverjum tímapunkti ákvað ég að hætta að taka inn NutriLenk, mér leið svo vel - verkjalaus og svaf allar nætur eins og engill en eftir nokkra daga fann ég fyrir gamalkunnum verkjum og var ég fljót að byrja aftur að taka inn NutriLenk. Nú tek ég NutriLenk Gold að staðaldri, 3 töflur á dag eða fleiri – því þar sem mér finnst gaman af allri útiveru og fer til dæmis í golf, göngur og sund þá þarf ég að “hlusta” á líkamann og taka fleiri töflur þá daga sem ég er í meiri hreyfingu – allt upp í 5 töflur á dag. Nutrilenk Gold hefur reynst mér hin besta heilsubót og undravert hversu vel það virkaði eftir aðgerðina. Frábært að hægt sé að endurbæta liðheilsuna með náttúrulegu efni og get ég svo sannarlega mælt með Nutrilenk Gold. Anna K Ágústsdóttir Endurheimt liðheilsa og laus við lyfin! Fyrir 3 árum gekkst ég undir liðskiptaaðgerð á mjöðm, hafði ég þurft að taka inn gigtarlyf í 5 ár þar á undan vegna slitgigtar í báðum mjöð- mum og hálsliðum. Eftir aðgerðina var ég í tiltölulega stuttan tíma á sterkum verkjalyfjum því ég byrjaði meðfram þeim að taka inn Nutrilenk og fann ég fljótt fyrir mun betri líðan. NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum, Hagkaup, Krónunni, Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum NUTRILENK NÁTTÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN Skráðu þig á facebook síðuna Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni! P R E N T U N .IS Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is Við mikið álag og með árunum getur brjósk- vefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar og hnjáliðum. Þess vegna er allt til vinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifið breytinguna! Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir: Þín heilsa – þín skemmtun Landskeppni í hreyfingu ÍS LE N SK A /S IA .I S /I SI 6 24 09 1 2/ 12 Skráðu þig Skráning og nánari upplýsingar á: www.lifshlaupid.is Lífshlaupið byrjar 6. febrúar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.