Fréttatíminn - 15.02.2013, Side 8
Tveir frábærir Android
símar hjá Vodafone
Þín ánægja er okkar markmið
Sony Xperia Tipo
22.990 kr. 2.190. á mán.*
LG Nexus 4
99.990 kr. 9.190. á mán.*
*M
.v.
1
2
m
án
uð
i.
V
ið
a
fb
or
gu
na
rv
er
ð
bæ
tis
t g
re
ið
sl
ug
ja
ld
, 3
40
k
r.
á
m
án
uð
i.
SkákveiSla Ungir SkákSnillingar þyrpaSt til ÍSlandS
Ofurstórmeistarar, skák-
drottningar og undrabörn
Landskeppni Íslands og Kína fer fram um helgina og N1 Reykjavíkurskákmótið hefst á þriðjudaginn. Kínverjar eru
orðnir risaveldi í skákheiminum. Þrír af stigahæstu skákmönnum heims undir 20 ára aldri tefla í Hörpu.
S kákáhugamenn á öllum aldri búa sig undir mikla veislu: Nú um helgina fer fram landskeppni Íslands og Kína í skák, og á þriðjudaginn hefst N1 Reykja-
víkurskákmótið í Hörpu. Í byrjun mars munu svo 400 skák-
áhugamenn þyrpast á Íslandsmót skákfélaga. En aðalfrétt-
in í íslenskum skákheimi er tvímælalaust: Á næstu vikum
munu margar skærustu stjörnur skákheimsins leika listir
sínar á Íslandi. Ballið byrjar í Borgartúni á morgun, laugar-
dag, með landskeppni Íslands og Kína í atskák.
„Kínverjar eru orðnir risaveldi í skákheiminum,“ segir
Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Forset-
inn telur mikið fagnaðarefni að fá kínverska skáksnillinga
til landsins. „Kínverska liðið er skipað ofurstórmeisturum,
skákdrottningum og undrabörnum. Kína hefur á undra-
skömmum tíma náð gríðarlegum árangri í skák. Þetta eru
góðir gestir, og stórkostleg upphitun fyrir N1 Reykjavíkur-
mótið í Hörpu.“
Á pappírunum er kínverska liðið miklu sterkara. „Einn
skákmeistari stakk upp á því, í léttum dúr, að keppnin yrði
haldin fyrir luktum dyrum,“ segir Gunnar. En íslenska liðið
verður ekki skipað neinum aukvisum, þótt marga af okkar
sterkustu skákmönnum vanti. Stórmeistararnir Helgi
Ólafsson, Stefán Kristjánsson og Þröstur Þórhallsson eru
allir með, sem og hinir ungu og efnilegu Hjörvar Steinn
Grétarsson, Guðmundur Kjartansson og Jón Viktor Gunn-
arsson. Þá verður Íslandsmeistari kvenna, Lenka Ptacni-
kova, í íslenska liðinu og nokkur af efnilegustu börnum og
ungmennum Íslands fá að spreyta sig.
Á þriðjudaginn, 19. febrúar, hefst svo N1 Reykjavíkur-
skákmótið í Hörpu, sem Gunnar Björnsson kallar „flagg-
skipið í íslensku skáklífi“. Mótið var fyrst haldið árið 1964
og nýtur mikilla vinsælda og virðingar í skákheiminum.
Þátttökumet eru nú slegin árlega.
„Í fyrra voru 200 keppendur, þar af 130 útlendingar,“
segir Gunnar, og lofar nýju meti í ár. Reykjavíkurskák-
mótið skilar sannarlega sínu: Hótel og gistihús fá meira
en 2000 gistinætur, auk þess sem flugfélög og veitingahús
njóta góðs af, svo um munar. En mestur er ávinningurinn
auðvitað fyrir skákina: „N1 Reykjavíkurmótið núna verður
óhemju spennandi. Við erum með margar af efnilegustu og
skærustu stjörnum skákheimsins. Þrír af stigahæstu skák-
mönnum heims undir 20 ára aldri tefla í Hörpu. Við erum
með svakalega spennandi keppendur af báðum kynjum og
frá ótrúlega mörgum löndum. Þarna tefla börn og gamlar
kempur. Allt er þetta í anda kjörorða skákhreyfingarinnar:
Við erum ein fjölskylda,“ segir Gunnar.
Landskeppnin við Kínverja verður á laugardag
og sunnudag í höfuðstöðvum Arion banka,
Borgartúni, og hefst báða dagana klukkan
13. Áhorfendur eru velkomnir og er aðgangur
ókeypis. Gestir eru aðeins beðnir um að hafa
hljótt og trufla ekki skákmeistarana. Tefldar
verða atskákir, með 20 mínútna umhugsunar-
tíma. Hvort lið er skipað sex skákmeisturum og
alls eru tefldar 72 skákir. Þarna verða Friðrik
Ólafsson, 78 ára, goðsögn í skákheimum, og
margir af bestu skákmönnum Íslands í harðri
glímu við kínverska snillinga og undrabörn.
Friðrik Ólafsson, 78 ára, goðsögn í skákheimum. Er í íslenska liðinu
sem mætir Kínverjum.
Wei Yi, 13 ára, kominn með 2501 skákstig og tvo stórmeistaraá-
fanga. Yngsti alþjóðameistari í heimi.
Áttatíu prósent
tölvupósta er
ruslpóstur
Tölvupósturinn er ekki samvinnutæki
heldur ættu fyrirtæki að skoða aðrar
leiðir til samskipta eins og blogg, sam-
félagsmiðla eða wiki-síður, segir Snæ-
björn Ingi Ingólfsson, lausnaráðgjafi
Nýherja, á vef fyrirtækisins en hann
var með erindi á Utmessunni í Hörpu
um liðna helgi um hvort tölvupósturinn
sé að deyja á kostnað annarra sam-
skiptamiðla.
Snæbjörn segir, að því er fram
kemur á síðunni, að þrátt fyrir að
tölvupósturinn sé orðinn 42 ára hafi
hann ekki tekið miklum breytingum í
áranna rás. Hann bendir á að 80% af
þeim 300 milljörðum tölvupósta sem
fara um netið dag hvern sé ruslpóstur
og vírusar; starfsfólk fyrirtækja eyði
miklum tíma í tilgangslausar upp-
lýsingar. Hann bendir á að samfélags-
miðlar og aðrar lausnir séu betri leiðir
til samskipta innan fyrirtækja, slíkar
leiðir séu skilvirkari, boðleiðir með
þeim séu einfaldari og að verkefni
vinnist hraðar.
„Það er mikil ástæða fyrir fyrirtæki
að skoða aðrar samskiptaleiðir því nú
eru að vaxa úr grasi kynslóðir sem vilja
síður nota tölvupóst, þess í stað notar
ungt fólk samfélagsmiðla til að miðla
upplýsingum og viðhalda samskiptum.
Fyrirtæki þurfa að átta sig á þessari
þróun. Nú þegar eru komnar margar
snjallar lausnir sem taka á þessari
þróun og leysa þann vanda sem felst í
takmörkun á notkun tölvupósts.“ - jh
8 fréttir Helgin 15.-17. febrúar 2013