Fréttatíminn - 15.02.2013, Qupperneq 20
varlega slasaðir á eftir, jafnvel höfuðkúpubrotnir.
Neyslusaga flestra drengjanna er mjög áþekk.
Þeir byrja að drekka áfengi mjög ungir, 11-12 ára
og prófa síðan kannabis. Flestir fóru mjög fljótt
í sterkari efni, þá helst spítt, og byrjuðu síðan
að sprauta sig með örvandi efnum 14-15 ára.
„Ég er náttúrulega bara fíkill,“ segir einn 16 ára
sem er búinn að vera edrú frá því fyrir áramót.
Hann hefur farið tuttugu sinnum í neyðarvistun
á Stuðlum að eigin sögn, í fyrsta sinn þegar hann
var að verða tólf ára. „Það var bara spennandi og
þar fékk ég bara enn meiri áhuga. Ég lærði meira
og kynntist fólki í neyslu. Ég held því fram að það
hafi skemmt mig. Krakkarnir gera ekkert annað
en að tala um dóp. Þetta er náttúrulega ekki
meðferð, heldur einangrun ef maður hefur gert
eitthvað af sér, það er bara verið að taka mann úr
umferð,“ segir hann. Hann hefur tvívegis verið
vistaður í lengri tíma á meðferðardeild Stuðla
og var á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í um
ár. „Það var helvíti. Þrisvar sinnum verra en öll
neyslan mín. Ég er svo ofvirkur að ég fúnkeraði
ekki þarna og það var ekkert að gera fyrir mann,“
segir hann. „Meðferðarheimili eru ekki heimili
heldur geymslur,“ segir hann.
Oft verið nálægt dauðanum
Flestir þeirra drengja sem Fréttatíminn talaði við
hafa ýmist „dósað“ sjálfir, sem sagt tekið of stóran
skammt af fíkniefnum, eða orðið vitni að því að
einhver „dósaði“. „Ég hef verið nálægt dauð-
anum,“ segir einn. Annar segist einu sinni hafa
lent í því að vera í partíi þar sem einhver „dósaði“
þannig að hann þurfti að hringja í lögregluna. „Ég
hringdi bara í lögguna og lét mig svo hverfa því ég
var sjálfur með efni á mér. Það voru aðrir gaurar á
staðnum,“ segir hann.
Þeir vita hvernig þeir eiga að bregðast við lendi
einhver í því að taka of stóran skammt. „Það þarf
að gefa honum vatn og aftur vatn, fá hann til að
drekka. Henda honum í kalda sturtu og fá hann til
að borða eitthvað. Ef hann hefur „dósað“ á spítti
þarf að reyna að róa hann niður og fá hann til að
drekka vatn,“ segir einn drengjanna.
Golfsettið ferðast frítt!
+ Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
6
26
87
0
2/
13
Í fíkniefnaheiminum ríkir skýr stéttaskipting
að sögn drengjanna. „Þeir sem eru nýbyrjaðir fá
ekki að umgangast þá sem eru lengra komnir.
Það er mjög erfitt að komast í efri stéttirnar og
það gerist helst ekki nema maður þekki einhvern
þar, á til dæmis skyldmenni þar. Þeir sem eru af
fínum heimilum eiga erfiðara með að komast í efri
stéttirnar því þeir eru ekki með nein sambönd.
Þeir eru „labelaðir“ tíkur. Þeir sem „surviva“ í
þessum heimi eru þeir sem þekkja einhverja í
þessu, ólust jafnvel upp í þessu,“ segir hann.
Skortur á úrræðum fyrir drengina
Davíð Bergmann Davíðsson hefur starfað sem
meðferðarfulltrúi barna og unglinga árum saman.
Hann hefur gífurlegar áhyggjur af þeim drengj-
um sem eru að feta sig út á slóð glæpa og segir
allt of fá úrræði fyrir þá. „Það þarf markvisst að
hjálpa þessum drengjum, sem eru farnir að pissa
utan í glæpamenn,“ segir Davíð. „Öðruvísi mun
þetta ekki lagast,“ segir hann. „Við þurfum að
beita nýjum aðferðum og horfa til aðgerða eins og
„Youth Offending Team“ sem tíðkast í Bretlandi.
Sú hugmyndafræði gengur út á það að tengja í
huga drengjanna orsök og afleiðingu afbrota, það
hefur skort hér á landi,“ segir Davíð.
Nýlega voru fréttir í fjölmiðlum af börnum sem
lögreglan fann í herbúðum Vítisengla þegar gerð
var þar rassía. Að sögn Davíðs mun sú aðgerð
einungis verða til þess að styrkja sess þessara
barna í undirheimunum því önnur börn muni líta
upp til þeirra fyrir vikið. „Ég hræðist þessa þróun
ef ekki verður brugðist við af alvöru,“ segir Davíð.
„Ég bind miklar vonir við það að breyting verði til
batnaðar í þessum málaflokki eftir að Alþingi hef-
ur samþykkt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Samkvæmt sáttmálanum verður að bregðast við
af alvöru og það verða að vera til úrræði til að taka
á þessum erfiðustu einstaklingunum,“ bendir
hann á.
Þurfum að dæma börn til meðferðar
Davíð segir það ekki hefð hér á landi að dæma
börn til meðferðar þrátt fyrir að heimild fyrir því
sé til staðar í almennum hegningarlögum. „Það
gerir það að verkum að erfiðara er að eiga við
andfélagslega einstaklinga. Dómstólar landsins
eru ekki að nýta sér nægilega vel grein í almenn-
Ég var einn og
ætlaði að fara að
kaupa þegar díler-
inn og gaurarnir
sem voru með
honum hótuðu
mér og neyddu
mig til að fremja
vopnað rán.
Lj
ós
m
yn
d/
N
or
di
cP
ho
to
s/
G
et
ty
Im
ag
es
Lj
ós
m
yn
d/
N
or
di
cP
ho
to
s/
G
et
ty
Im
ag
es
20 úttekt Helgin 15.-17. febrúar 2013