Fréttatíminn - 15.02.2013, Síða 24
Fyrsti farmur af endurnýjanlegu elds-
neyti frá verksmiðju íslenska nýsköp-
unarfyrirtækisins Carbon Recycling
International (CRI) hefur verið afhentur
hollenska olíufyrirtækinu Argos í Rot-
terdam. Eldsneytinu, metanóli af endur-
nýjanlegum uppruna sem framleitt er
úr vatni, raforku og koltvísýringi, verður
blandað í bensín fyrir almennan markað
í Hollandi. Argos er eitt af leiðandi olíu-
fyrirtækjum í Norður-Evrópu, að því er
fram kemur í frétt frá Carbon Recycling
International.
CRI hefur unnið að prófunum á
blöndu metanóls og bensíns í samstarfi
við innlend olíufélög, auk þess sem
endurnýjanlegt metanól er notað til
framleiðslu á lífdísil hjá innlendum
framleiðendum.
CRI gerir ráð fyrir að flytja út til
Hollands alla framleiðslu sem ekki fer
til innanlandsnota á þessu ári. Í Evrópu-
sambandslöndunum er skylt að skipta
út hluta af bensíni og dísil með eldsneyti
af endurnýjanlegum uppruna.
CRI er eina fyrirtækið í heiminum
sem rekur verksmiðju sem framleiðir
fljótandi bílaeldsneyti úr orku sem er
ekki af lífrænum uppruna. Aðferðin var
þróuð á rannsóknarstofu CRI í Reykja-
vík. Framleiðslan fer fram í verksmiðju
félagsins við Svartsengi en koltvísýr-
ingur til framleiðslunnar er fangaður úr
útblæstri orkuvers HS Orku. - jh
Stjórnandinn
Hef fjárfest töluvert í skóm
nafn: Hildur Þóris-
dóttir.
Starf: Forstöðu-
maður markaðs- og
mannauðssviðs MP
banka.
aldur: 39 ára.
Menntun: BA í
sálfræði og MSc
í viðskiptafræði
frá HÍ.
Fyrri störf: Sér-
fræðingur á starfs-
mannasviði Straums
fjárfestingabanka.
Maki: Reynir
Árnason, fram-
kvæmdastjóri Póst-
markaðarins ehf.
Börn: Við eigum
fimm yndisleg börn
á aldrinum 7 til 20
ára.
Búseta: Er að
flytja úr rokinu á
Seltjarnarnesi í
lognið og blíðuna í
Fossvogi.
Morgunstund
Snúsa í góðan hálftíma. Morgunmatur-
inn er volgt sítrónuvatn með lífrænni
ólífuolíu, glas af rauðrófusafa og AB
mjólk með hörfræjum. Yfirleitt snæddur
á hlaupum.
Hefðir
Fyrsti kaffibolli dagsins er heilög stund
og alltaf tekinn í vinnunni, eiginlega
eina rútína dagsins því enginn dagur er
eins. Ég þykist ætla í ræktina á hverjum
degi en klikka á því í 90% tilfella.
nýSköpun EldSnEytiSvErkSMiðja Cri
Íslenskt bílaeldsneyti á markað í Hollandi
Græjan
Er mjög lítil græjukona en betri
helmingurinn bætir mig mjög
upp hvað það varðar. Undanfarið
hef ég þó aðeins verið að stúdera
eldhústæki og nú skilst mér að
það sé varla hægt að komast af
án þess að vera með tvo bökun-
arofna.
Minn tími
Gott fólk og góður matur.
Áhugamál
Hef mjög gaman af tónlist og fer
mikið á tónleika. Við erum líka
mjög dugleg að ferðast og skíðin
hafa komið sterk inn undan-
farið.
Klæðaburður
Vil hafa fötin mín frekar einföld
og er allt of mikið í svörtu eins
og flestar íslenskar konur. Er
hrifin af íslenskri hönnun og GK
og Ella eru fastir viðkomustaðir
þegar ég er á rölti í bænum. Ann-
ars hef ég mest dálæti af skóm
og hef fjárfest töluvert á því sviði,
þar eru 38 þrep í algjöru upp-
áhaldi.
Boðskapur
Margur er knár þó hann sé smár. Ljó
sm
yn
d/
H
ar
i
E ftirlitsstofnunin SGS Ger-many GmbH hefur gefið út sjálfbærnisvottorð fyrir
verksmiðju Carbon Recycling Inter-
national (CRI) í Svartsengi og er
það fyrsta vottorðið sem gefið er
út samkvæmt ISCC PLUS kerfinu
fyrir endurnýjanlegt eldsneyti
sem ekki er af lífrænum uppruna.
Carbon Recycling International er
brautryðjandi í framleiðslu endur-
nýjanlegs eldsneytis úr grænni
orku og endurunnum koltvísýringi.
Félagið hóf rannsóknir og þróun á
framleiðslu endurnýjanlegs elds-
neytis árið 2006. Eldsneytisverk-
smiðja fyrirtækisins í Svartsengi á
Reykjanesi var opnuð vorið 2012.
Verksmiðja CRI framleiðir
endurnýjanlegt metanól úr raforku
og koltvísýringi sem losaður er
frá jarðvarmaorkuveri HS Orku.
Koltvísýringur úr útblæstri frá
hverflum orkuversins er hreinsað-
ur og endurunninn í eldsneyti, með
tækni sem þróuð var af CRI á Ís-
landi. Metanól er notað sem íblönd-
unarefni í bensín fyrir óbreytta
bíla og sem hráefni í framleiðslu á
öðrum eldsneytistegundum, að því
er fram kemur í tilkynningu CRI.
„Þetta sýnir að endurvinnsluað-
ferð okkar er hagkvæm, dregur
úr losun gróðurhúsalofttegunda
út í andrúmsloftið og stuðlar að
sjálfbærri nýtingu takmarkaðra
náttúruauðlinda,“ segir KC Tran,
forstjóri CRI.
„Framleiðsluaðferðin og elds-
neytið eru einnig svar við mark-
miðum Evrópusambandsins, sem
ætlar að skipta út 10% af jarðefna-
eldsneyti í samgöngum fyrir árslok
2020 og draga með því úr losun
gróðurhúsalofttegunda. Nýlega
lagði framkvæmdastjórn ESB til
breytingar á tilskipun sambands-
ins um orkuskipti. Samkvæmt
tillögunum verður notkun hefð-
bundins lífeldsneytis í samgöngum
takmörkuð við 5% af orkuþörfinni.
Afganginn, eða þau 5% sem upp á
vantar af þörfinni til orkuskipta í
samgöngum, eiga að vera af ólíf-
rænum uppruna eða úr úrgangi.
ISCC kerfið hefur verið lagað
að því að ná einnig yfir endur-
nýjanlegt eldsneyti af ólífrænum
uppruna, samkvæmt ISCC PLUS
kerfinu. „Vottun CRI á Íslandi
sýnir að eldsneytið er framleitt með
sjálfbærum hætti, dregur mjög úr
losun gróðurhúsalofttegunda og
veldur engum hliðaráhrifum vegna
notkunar á gróðurlendum og öðru
ræktarlandi,“ sagði dr. Jan Henke
frá ISCC.
„Vottun okkar á metanólverk-
smiðju CRI var mjög skilvirk og
sýndi að ISCC PLUS nær fyllilega
yfir nýstárlegar aðferðir til fram-
leiðslu á eldsneyti,“ sagði Betina
M. Jahn frá SGS í Þýskalandi. SGS
hefur verið brautryðjandi í vottun
framleiðsluferla sem mæta kröfum
tilskipunar ESB um endurnýjan-
lega orku.
Hjá CRI í Svartsengi starfa nú
á þriðja tug starfsmanna við rann-
sóknir, viðskiptaþróun og fram-
leiðslu.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
EldSnEyti alþjóðlEg EFtirlitSStoFnun vottar vErkSMiðju Cri
Sjálfbærnivottorð
fyrir eldsneytisverk-
smiðju í Svartsengi
Fyrsta vottun framleiðslu endurnýjanlegs eldsneytis sem ekki er
af lífrænum uppruna.
Carbon Recycling International í Svartsengi er brautryðjandi í framleiðslu endur-
nýjanlegs eldsneytis úr grænni orku og endurunnum koltvísýringi.
24 viðskipti Helgin 15.-17. febrúar 2013