Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 15.02.2013, Qupperneq 26
S vo það sé á hreinu þá gekk Vilborg Arna Gissurardóttir á Suðurpólinn fyrir mánuði síðan. Ferðin tók 60 daga og hún gekk 1140 kílómetra. Frostið fór upp í 40 stig í vindkælingu og var jafnan í kringum 25 gráður. Hún var á göngu- skíðum en færðin var slæm og skaflarnir háir. Hún gisti í tjaldi og eyddi þar jólum og áramót- um. Á ferð sinni safnaði hún 23 milljónum króna fyrir Líf, styrktarfélag Kvennadeildar Land- spítalans. Vilborg er hlý í viðkynningu og við fyrstu kynni hljómar hún eins og hún hafi alltaf verið afrekskona. Hún ber með sér þokka og er yfir- veguð þegar hún segir sögur úr Scoresbysundi á Grænlandi þar sem hún hefur farið í siglinga- ferðir. Hún hefur líka gert sér svo lítið fyrir að ganga yfir jökulinn og að auki klifið ísilögð fjöll í Noregi og Ölpunum. En þetta eru fyrstu kynni en í reynd tók það Vilborgu langan tíma að finna sjálfa sig. Hún var seinþroska, segir hún sjálf, en hana skorti lengi vel sjálfsvirðingu og hafði brotna sjálfsmynd. Þrír menntaskólar fyrir átján „Ég sagði alltaf að ég væri margskólagengin en ekki langskólagengin af því að ég var rekin úr svo mörgum menntaskólum,“ segir Vilborg með þeirri hugrökku einlægni sem einkennir hana. „Ég gekk fyrst í Langholtsskóla og svo Voga- skóla. Fór í Menntaskólann við Sund, Fjölbraut í Ármúla og Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fyrir átján ára aldur hafði ég verið rekin úr þrem menntaskólum.“ Aðspurð um hvað valdi ypptir Vilborg öxlum og segir hún hafi verið „rosalega týnd og með brotna sjálfsmynd“ á þessum árum. Foreldrar hennar voru líka að skilja og henni tókst ekki að standa sig vel í skóla. Eitt það besta sem hún gerði á þessum árum var að þegar hún vaknaði „þrútin og óánægð“ með sig einn morguninn þegar hún var átján ára ákvað hún að drífa sig til Svíþjóðar sem au-pair. Það var gæfuspor og hún var au-pair hjá mjög flottri konu, íslenskum lögfræðingi, sem reyndi að byggja hana upp og segja henni að hún hefði raunverulega hæfileika og gæti gert hvað sem er. Hvannadalshnjúkur breytti öllu Það var samt ekki fyrr en eftir tvítugt að Vilborg náði að snúa lífinu sér í hag. Eða hvernig sem það er orðað. Og það var bara einn dagur, eitt augnablik, sem breytti öllu. Hún man það eins og það hafi gerst í gær. „Þetta var um það leyti sem allir vinir mínir voru að útskrifast úr menntaskóla og ég hef alltaf verið dugleg að vinna og vann á þessum tíma á Kirkjubæjarklaustri. Svo rak ég augun í auglýsingu um ferð á Hvannadalshnjúk. Ég og ein vinkona slógum til. Þetta var ótrúlega erfið ferð. Við lentum í brjáluðu veðri og ég og vin- kona mín vorum illa búnar. Það tók okkur tutt- ugu tíma að klára ferðina og niðurstaðan var að ég hafði upplifað minn fyrsta persónulega sigur,“ segir Vilborg og ekki skemmdi fyrir að leiðsögu- mennirnir, strákarnir, urðu strax að þvílíkum fyrirmyndum að hún vildi vera eins og þeir. Eftir þessa ferð á Hvannadalshnjúk breyttist allt. Vilborg fann sína köllun og í framhaldinu skráði hún sig í björgunarsveit og öðlaðist þá sjálfsvirðingu og það sjálfstraust sem hún þurfti til að fara í Tækniskólann og taka svo BA í ferða- málafræði við Háskólann á Hólum í Hjaltadal og MBA gráðu við Háskóla Íslands. Amma og afi á Patró Vilborg er þakklát fyrir að hafa farið í þessa göngu á Hvanndalshnjúk. „Það er ekki sjálfsagt að maður fái að upplifa drauma sína. Fullt af fólki þarna úti sem missir af sínu tækifæri. Ég er þakklát fyrir að hafa gripið mitt. Og það er aldrei of seint.“ Vilborg á yngri bróður, hann Sæmund Kristin, og hann lætur drauma sína ekki frá sér fara og er að flytja til Ítalíu. Þau systkinin eru náin og fara oft á skíði saman. Sæmundur var eitt af hinum svokölluðu langveiku börnum og Vilborg var honum góð stór systir. Hún var dugleg að passa hann og heimsækja ef hann var á spítala. Enda var Vilborg snemma mjög sjálfstæð og flutti alveg að heiman átján ára gömul. „Ég fór í fyrsta sinn ein í flugvél vestur á firði tveggja ára,“ segir Vilborg en þá var hún að fara til ömmu sinnar og afa á Patró en hún er þeim mjög náin og eyddi mörgum sumrum hjá þeim. Þau kynntu hana líka fyrir Íslandi því þeim þótti gaman að ferðast og sýna henni staði þótt þau væru ekki eiginlegt útivistarfólk eins og dótturdóttir þeirra. Eins og að vera ástfangin Þótt Vilborg hafi verið týnd sem unglingur þá hefur hún ávallt tilheyrt stórum vinahópi sem hefur stutt hana og hvatt. Hún sefur á sófanum hjá bestu vinkonu sinni, Láru Guðrúnu Gunnars- dóttur, enda tiltölulega nýkomin heim af Suður- pólnum. Hún lagði mikið á sig til að geta farið í þennan mikla leiðangur og eins og hún segir sjálf þá er svona ferð eins og að vera ástfangin: „Maður hugsar ekki um neitt annað og mér á alltaf eftir að þykja vænt um þetta ástarævintýr. Þú ferð ekki í gengum svona reynslu án þess að breytast og ég finn að ég er breytt.“ Það sem veitti Vilborgu mestan styrk á ferð- inni voru gildi sem hún fann sér og ræktaði á leiðinni. Gildin eru jákvæðni, áræðni og hug- rekki. Hún hugleiddi á þeim og notaði þau mikið Ég var týnd og með brotna sjálfsmynd Vilborg Arna Gissurardóttir vann það þrekvirki um miðjan janúar að verða fyrsta ís- lenska konan til ganga á Suðurpólinn. Ferðin tók sextíu daga og gekk Vilborg 1140 kílómetra með tvo sleða í eftirdragi sem vógu 100 kíló í upphafi ferðar. Sem unglingur skorti hana sjálfstraust og hafði brotna sjálfsmynd. Hún fann sjálfa sig á Hvannadals- hnjúki og breytti algerlega um lífstíl. er hún gekk á Suðurpólinn. Hún hvetur fólk til að skoða sjálft hvaða gildi það vilja standa fyrir. „Þessi gildi verða að koma frá hjartanu og þú verður að vera alveg hrein- skilin við þig sjálfa. Sætta þig við veikleika þína og rækta styrkleikana.“ Safnaði 23 milljónum Vilborg er einhleyp („ég hef samt alveg verið í sam- búð og upplifað ástarsorg) og er ánægð með þann ráðahag. Hún er ham- ingjusöm og það geislar af henni. Eins og hún sé fullkomleg sátt við stöðu sína í lífinu. Sjálf segist hún ekkert endilega vera að leita að ástinni og að hún sé ekki á leið í samband nema hún verði raunverulega ást- fangin. Einn af betri vinum hennar kallar hana Frjálsu og hún kann þeirri nafn- gift vel. Vilborg safnaði sem fyrr segir 23 milljónum fyrir Líf, styrktarfélag Kvenna- deildar Landspítalans. Hún hefur sem betur fer aldrei fengið krabbamein sjálf en vildi láta gott af sér leiða og kynnti sér starfsemi Lífs áður en hún hélt á Suður- pólinn. Ferðin kostaði hana sjálfa mikið og gaf henni enn meira. Hún sagði upp vinnu hjá Katla Geopark til að geta farið í þessa miklu göngu og vinnur nú að því að útvega sér verkefni en hún hyggst vinna frílans. Svo ætlar hún að taka að sér að vera leiðsögumaður í ferðum í sumar og stefnir að auki að komast aftur til Grænlands fljótlega. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Vilborg gekk á Suðurpólinn af mikilli þrautseigju og barðist við vond veður, illa færð og magakveisu meðal annars. Hún var svo sótt á pólinn og flogið í búðir á Suðurskautslandinu. Þarna er hún komin til búða og bendir stolt á gönguleið sína á korti. 26 viðtal Helgin 15.-17. febrúar 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.