Fréttatíminn - 15.02.2013, Page 36
Í bleikri lífshættu
F
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Flensuskratti herjar á landsmenn
þessa dagana, eins og jafnan á
þessum árstíma. Enginn er óhultur
fyrir þessari leiðindapest, sem fæst í
ýmsum útgáfum, þótt forsjálir sleppi
betur hafandi látið sprauta sig í for-
varnarskyni. Fréttir berast jafnframt
af lungnabólgu hjá ungum sem öldn-
um. Faðir minn elskulegur heldur því
fram að árleg flensa og sérstaklega
lungnabólga sé leið náttúrunnar til
þess að rýma til á elliheimilum. Hann
segir að það þurfi ekki annað en að
ganga á herbergjaröðina hjá gamla
fólkinu og opna glugga til hálfs eða
svo til að flýta fyrir rýmingunni.
Þetta hefur hann eftir óstaðfestum
og sennilega afar óábyggilegum
heimildum.
Flensa leikur fólk misjafnlega.
Sumir láta hana lítt á sig fá, aðrir
verða talsvert veikir. Lengi hefur
því verið haldið fram að karlar verði
veikari af flensu en konur, eða láti
að minnsta kosti þannig. Þeir liggi í
bælinu og vilji láta stjana við sig, telji
sig nánast vera við dauðans dyr þar til
aðeins bráir af þeim. Konur séu hins
vegar harðari af sér.
Grín hefur verið gert að körlum
vegna þessa en vera kann að þar
sé heilt kyn haft fyrir rangri sök.
Á dögunum bárust fréttir af því að
karlaflensa kynni að vera til, eftir
allt saman. Amanda Ellison, breskur
líffræðiprófessor, sýndi fram á það
að ólík virkni heila kynjanna leiddi
til þess að karlar yrðu veikari en
konur af ýmsum umgangspestum.
Teymi prófessorsins, sem stundað
hefur rannsóknir á taugakerfi mann-
skepnunnar, hefur komist að því að
ástæða þess að karlar verði veikari en
konur sé að stöð heilans sem stýrir
margvíslegri virkni líkamans, þar á
meðal hitastigi, sé öðruvísi í körlum
en konum.
Samkvæmt þessari rannsókn byrja
kynin ævina jafnfætis hvað umgang-
spestir varðar þar sem umrætt svæði
í heilanum er jafnstórt í drengjum og
stúlkum. Við kynþroskann verður
hins vegar breyting á sem gerir
karlana vælugjarnari það sem eftir
lifir. Þetta helgast af testósterónfram-
leiðslu sem hefst í drengjunum en
hormónabreytingin leiðir til þess að
fyrrgreind heilastöð stækkar. Þegar
fólk fær kvef eða flensu bregst líkam-
inn við með hita og karlagreyin hafa
fleiri hitanema þar sem þetta svæði í
höfðinu á þeim er stærra en í konum.
Vegna þessa fá karlar hærri hita en
konur og líður verr, að því er prófess-
orinn segir. Niðurstaða fræðimanns-
ins er því að það sé ekki að ástæðu-
lausu að karlarnir kvarti svo sáran
undan slæmri líðan – jafnvel þótt kon-
ur líti á það sem aumingjaskap.
Ég hef sloppið við flensuna þennan
veturinn þótt of snemmt sé að hrósa
sigri þar sem enn er aðeins miður
febrúar. Sennilega veldur þetta stóra
hitahvel í heilanum mér vandræðum
ekki síður en öðrum kynbræðrum
mínum, nema um hreina ímyndunar-
veiki sé að ræða – sem varla er betri.
Ég þurfti að minnsta kosti að leita
skyndihjálpar hjá eiginkonunni í
liðinni viku vegna meints kvilla. Ég
leit á hann sem alvarlegan, jafnvel lífs-
hættulegan þótt honum fylgdu engir
verkir. Ég var nýstiginn úr morgunst-
urtunni og leitaði eftir rakgræjunum
með vinstri um leið og ég strauk móð-
una af speglinum með hægri. Rétt í
þann mund er ég ætlaði að bera á mig
rakfroðuna sá ég að vinstra eyrað var
rauðlitað frá hlust og niður á snepil.
Mér brá og datt fyrst í hug að mér
væri að blæða út. Ég þuklaði eyrað
í snatri og það fór ekki á milli mála
að eitthvað alvarlegt hafði gerst því
fingurnir urðu rauðir. Ég gat þó varla
hafa skorið mig því ég hafði ekki einu
sinni mundað rakgræjurnar.
Þetta er endirinn, ímyndaði ég mér,
heilablóðfall sem hagar sér með þeim
hætti að allt blóð í hausnum kemur út
um eyrað. Um leið horfði ég á sjálfan
mig í gegnum móðu spegilsins og
hugsaði: Lífið var gott meðan það ent-
ist. Svo horfði ég aðeins betur. Þetta
gat varla verið blóð, liturinn á eyranu
var frekar bleikur en blóðrauður. Ætli
þetta sé heilavökvi sem lekur með
þessum hætti út úr eyranu, vit mitt
og persónuleiki sem hverfur með
þessum hætti út um eyrað án þess að
neitt verði við ráðið?
Ég reyndi að ná tökum á sjálfum
mér og strauk niður eyrað og eftir
sneplinum með blautum þvottapoka.
Hann litaðist bleikur en ekki rann
roðinn af eins og blóð. Þetta var olíu-
kenndara efni. Ég róaðist aðeins.
Kannski var ég ekki að deyja þarna
á baðgólfinu, maður á besta aldri. Ef
til vill var þetta bara vökvi úr hlust
og innra eyra. Ég yrði í versta falli
heyrnarlaus öðrum megin. Það má
lifa með því.
Hvað getur sárveikur maður gert í
þessari stöðu, jafnvel þótt hann finni
hvergi til. Jú, kallað í konu sína og
beðið hana að kíkja á bágtið. Hún
gerði það möglunarlaust og lét sér
ekki bregða þótt ég lýsti því að annað
hvort væri þetta vökvi úr innra eyra
eða bleikur heilavökvi sem læki út og
ef svo væri biði mín ekkert annað en
bráður bani.
Konan greip létt í snepilinn en um
leið kom frá henni slík hláturgusa að
hún mátti vart mæla. Nóg var áfall
mitt fyrir vegna þessar voðalegu
stöðu þótt slíkt ábyrgðarleysi bættist
ekki við. Sjúkdómsgreiningin var hins
vegar einföld, þegar hún mátti loks
mæla:
„Vissulega er eyrað á þér kyssilegt
– og þetta er ekki lífshættulegt. Þú
hefur makað þessu á þig þegar þú
varst að fáta eftir raksápunni í sturtu-
móðunni. Þetta er nýi bleiki varalitur-
inn sem ég var að kaupa mér!“
Voltaren Dolo 25 mg húðaðar töflur. Inniheldur 25 mg kalíumdíklófenak. Er notað við vægum
verkjum eins og höfuðverk, tannverk, tíðaverk, gigt- og bakverk. Skammtar fyrir fullorðna og börn 14
ára og eldri: Upphafsskammtur er 1 tafla, en síðan 1 tafla á 4-6 klukkustunda fresti, þó mest 3 töflur
(75 mg) á sólarhring og lengst í 3 sólarhringa. Meðhöndla á í eins skamman tíma og í eins litlum
skömmtum og mögulegt er. Töfluna á að gleypa í heilu lagi með glasi af vatni, helst fyrir máltíð. Ekki
má taka Voltaren Dolo ef þú ert: yngri en 14 ára, með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna,
acetýlsalicýlsýru eða öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum, með sár eða blæðingu í meltingarvegi,
hjartabilun, skerta lifrar eða nýrnastarfsemi, mikla blóðflagnafæð, á síðasta þriðjungi meðgöngu.
Leitaðu ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi áður en þú tekur lyfið ef þú: ert með astma, hjartasjúkdóm,
sjúkdóm í meltingarvegi, notar önnur lyf, notar verkjastillandi lyf við höfuðverk í langan tíma, ert
næmur fyrir vökvaskorti, ert með sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðstorku, ert að fara í aðgerð, ert eða
ætlar að verða þunguð eða ert með barn á brjósti. Gæta skal þess að lyfið getur dulið einkenni
sýkingar. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleið-
beiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis
Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Fæst án lyfseðils
Verkir
í baki?
Verkjastillandi og
bólgueyðandi við
verkjum í baki!
V
O
L1
30
10
2
36 viðhorf Helgin 15.-17. febrúar 2013