Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Síða 37

Fréttatíminn - 15.02.2013, Síða 37
Námslánakerfi í Danmörku og á Íslandi Í landi velferðar og jöfnuðar Sigurjón Haraldsson viðskiptafræðingur V ið heyrum oft íslensk stjórn völd vísa til Norræna velferðar- kerfisins, að Íslendingar njóti sambærilegra kjara og velferðar og fólk á hinum Norðurlöndunum. Þá má t.d. skoða þetta norræna vel- ferðarkerfi út frá þeim stuðn- ingi sem danskir námsmenn njóta í samanburði við þann stuðning sem íslenskir náms- menn fá. Frá 18 ára aldri fá danskir námsmenn námsstyrk hvort sem þeir sækja nám í mennta- skóla eða háskóla. Þetta er námsstyrkur, sem reiknast eins og laun, nema hvað styrkurinn er innan skatt- leysismarka og námsmenn þurfa því ekki að borga skatta af styrknum, nema þeir afli samhliða einhverra tekna. Þá greiða þeir skatta af heildar- tekjum. Þessi styrkur fellur niður ef námsmenn fara yfir ákveðið tekjutakmark, hafi þeir laun samhliða þessum styrk. Þessi styrkur er í dag dkk 5.753,- auk dkk 1.473,- með hverju barni á mánuði. Þessi upphæð er þó eitthvað hærri með einstæðum for- eldrum og fötluðum. Náms- menn geta síðan fengið aukalega námslán dkk 2.943,- á mánuði (eitthvað hærra fyrir einstæða foreldra og fatlaðra). Þessi lán eru með 4% vöxtum (óverðtryggt, því verðtrygging er bönnuð í Danmörku) og endurgreiðist á 7 til 15 árum. Því hærra sem námslánið er, því lengri er lánstíminn (<https://www. borger.dk/Sider/Rammer- for-tilbagebetaling.aspx>). Allir danskir námsmenn og aðrir þeir sem uppfylla ákveðin búsetuskilyrði SU styrelsen, eiga möguleika að fá þessa aðstoð óháð efnahag. Það sem þeir þurfa að stan- dast er að klára viðkomandi nám innan tilskilins tíma. Þó eitthvað komi upp á, t.d. að fólk falli á prófi eða veikist og seinki um eina önn, þá hefur það möguleika á því að ná því upp seinna, án þess að það hafi áhrif á útborgun námsstyrkja. Námsstyrkir og námslánin eru greidd út mánaðarlega og því enginn auka kostnaður vegna yfir- dráttarheimildar banka. Skoðum nú þetta stuðn- ingskerfi ríkisins til íslenskra námsmanna, sem stjórnvöld telja sambærileg og á hinum Norðurlöndunum. Með skírskotun í 1. mgr. laga um Lánasjóð íslenskra náms- manna, „Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lög þessi tækifæri til náms án tillits til efnahags“. En þrátt fyrir þessa málsgrein virðist LÍN setja sér reglur sem ganga þvert á þessi lög og mismunar fólki eftir efnahag. (<http://www.dv.is/frett- ir/2013/1/21/eg-veit-bara- ekkert-hvad-eg-ad-gera/>) Eins og nafn LÍN gefur til kynna, þá er þetta lánasjóður og almennir námsmenn fá því ekki skólastyrk eins og í Dan- mörku. Lán LÍN eru gædd þeim ofurkostum að allir aðrir en námsmenn hagnast á þeim. Það er heilmikil pressa á námsmönnum fyrir próf og hún minnkar ekki við fjár- hagsáhyggjur námsmanna sem eiga allt undir því hvort þeir nái ákveðnum árangri á hverri önn. Svo er það banka- kerfið sem tekur auðvitað sitt af þessum fjármunum í formi þjónustugjalda og vaxta. En þó svo að námi hafi verið lokið með glæsibrag, þá bíða námsmanna ekki nein sældarkjör að endur- greiða þessi námslán. Þeir standa í raun verr að vígi en með almenn lán, því þeir vita fyrirfram ekki á hve löngum tíma þeir eiga að greiða þessi lán. Það ræðst allt af tekjum þeirra eftir nám óháð því hvort þeir hafa sett sig í aðrar skuldir til að koma undir sig hús- næði eða mismun- andi rekstrarkostnaði vegna fjölskyldu- stærðar. Í stuttu máli, þá er höfuðstóll skuldarinnar verð- tryggður, fastagreiðsla náms- lána er verðtryggð, þannig að hún breytist frá ári til árs og að lokum er tekju- tengda afborg- unin verðtryggð frá tekjuári til greiðsludags, sem yfirleitt er 9 mán- uðum seinna. Ég veit ekki um nokk- urn launþega sem er með verðtryggðar tekjur í þessu landi, samt leyfir LÍN sér að uppreikna tekjur fólks með verðtryggingu til að fá hærri endurgreiðslu. Það er ekki hægt að sjá að það sé neitt sameiginlegt með námsstuðningi námsmanna á Íslandi og Danmörku. Hægri grænir eru eini stjór- nmálaflokkurinn á Íslandi sem hefur það í stefnuskrá sinni að leggja niður LÍN í núverandi mynd og taka upp námsstyrkjakerfi eins og í Danmörku. Hægt er að kynna sér stefnuskrá flokksins á www.xg.is Helgin 15.-17. febrúar 2013 viðhorf 37

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.