Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Side 47

Fréttatíminn - 15.02.2013, Side 47
 tíska 47Helgin 15.-17. febrúar 2013 NÝTT 200% ÞYKKING 100% KLESSUFRÍR CLUMP DEFY MASKARI Fermingar- skórnir fást hjá okkur s.512 1733 - s.512 7733 Kringlan - Smáralind www.ntc.is | erum á Hælar m/bandi yfir rist 7.995.- Hælar m/platformi 7.995.- Glimmer blúnduhælar 9.995.- Fylltir opnir hælar 6.995.- Hælar m/platformi 8.995.- C ath kom fyrst hingað til lands fyrir tæpum tveimur árum en þá sem ferðamað- ur. „Ég hafði horft til Íslands um nokkurt skeið sem staðar sem ég gæti ferðast til ein og verið tiltölu- lega örugg. Svo ég sló að endingu til og kom hingað, algjörlega óund- irbúin. Ég hafði ekki einu sinni kort meðferðis.“ Cath treysti á gistingu hjá ókunnum manni sem hún bókaði í gegnum vefsamfélagið „couchsur- fers“ en þar gefst fólki kostur á að bóka gistingu á sófa heimamanna, endurgjaldslaust með því skilyrði að gera slíkt hið sama og bjóða sinn eigin sófa ferðalöngum. „Það gekk ekki upp því maður- inn ætlaði sér nánari kynni við mig en í boði voru. Hann vildi eitthvað meira frá mér og mér ofbauð. Ég flýtti mér því þaðan og hugðist bara gista á farfuglaheimili það sem eftir var. Ég fór á nærliggjandi bar með bakpokann en þar gerðist svolítið óvanalegt og skemmtilegt sem varð til þess að ég ílengdist,“ segir Cath dularfull og gerir hlé á máli sínu á meðan hún gerir að nöglum blaðakonu. Við erum staddar á lítilli nagla- snyrtistofu á heimili hennar í Norð- urmýrinni. Cath er litrík persóna, með blátt hár og fjöldamörg húðflúr af hinum ýmsu teiknimyndapers- ónum. Um stofuna, allt um kring, gefur að líta verðlaunagripi í bland við myndir og plastfígúrur. „Ég flúði sem sagt af heimili þessa manns og var komin með bakpokann á barinn,“ heldur Cath áfram. „Á barnum var samankom- inn hópur af fólki að skemmta sér. Nokkur þeirra gáfu sig á tal við mig og ég endaði með að sitja og tala við einn strákinn alla nóttina. Hann var ekkert smá almennilegur, ég held að hann hafi vorkennt mér bara að vera svona umkomulaus því hann bauð mér að gista heima hjá sér þar sem hann var með auka herbergi.“ Cath þáði herbergið án þess að gera sér grein fyrir því að það myndi að vera upphafið að ein- hverju nýju. Næstu dögum eyddi hún ásamt nýja innlenda vini sínum sem lóðsaði hana um borgina og nærliggjandi staði, á endanum hófu þau ástarsamband. Kærasti Cath vinnur fyrir CCP og hafði sjálfur nýlokið langri dvöl erlendis vegna vinnu sinnar. „Við höfum oft rætt hve ótrúleg tilviljun það var að hann var kominn heim, það munaði svo litlu að við hefðum aldrei hist. Þetta átti bara að gerast,“ segir Cath og brosir breitt. Hún snéri aft- ur í styttri heimsóknir en þau voru í fjarsambandi í heilt ár þangað til núna í desember þegar hún ákvað að tíminn væri kominn til að flytja. „Ég er mjög hvatvís svo það var ekkert mál að flytja. Það er skrítn- ara svona eftir á því ég er svolítið upp á kærastann minn komin þar sem ég þekki fáa, en er mikil félagsvera. Ég sakna auðvitað vina minna en á móti hitti ég sem betur fer mjög mikið af allskonar fólki við vinnuna svo ég er mjög glöð að hafa loksins getað sett upp stofuna. Það eru forréttindi að geta unnið heima, við það sem þú elskar.“ Fyrir áhugasöm er hægt að hafa samband við Cath í gegnum facebo- ok.com/catherinenailartist. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn  Tíska FanTasíuhönnun á neglurnar Elti hjartað til Íslands Catherine Cóté er ung kanadísk kona sem flutti nýverið hingað til lands. Cath, eins og hún er jafnan kölluð, er margverðlaunaður naglasérfræðingur sem sérhæfir sig í marglituðum gelásetningum. Hún er jafnframt sú eina á Íslandi en hingað flutti hún eftir að hafa kynnst manni. Blaðakona Fréttatímans fór í handsnyrtingu á dögunum og varð margs vísari. Catherine er marg- verðlaunaður sér- fræðingur í naglalist. Hún flutti frá Kanada til Íslands fyrir ástina og hefur nú opnað stofu á heimilli sínu í Norður- mýrinni í Reykjavík. Neglur Catherine eru ótrúlega skemmtilegar og fjölbreyttar. Það er hægt að koma til hennar með hug- mynd sem hún útfærir eða velja úr fjölda leiða á stofunni sjálfri.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.