Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Page 53

Fréttatíminn - 15.02.2013, Page 53
Hugmyndin um að gera sjónvarpsþætti um bandarískan mafíukrimma sem kýs að fara huldu höfði í vitnavernd FBI í Lillehammer í Noregi er svo geggjuð að hún getur eiginlega ekki annað en svínvirkað eða klúðrast fullkomlega. Lillyham- mer, sem RÚV sýnir, virka vel og fíflagangurinn gengur upp. Þar munar vitaskuld mest um þann stórkostlega náunga Steven Van Zandt sem er dásamlegur í hlutverki ítalskættaða glæponsins Frank Tagliano sem er eins og ólífa í botnfrosnu norsku helvíti. Van Zandt er merkilegur gaur sem framan af var helst þekktur fyrir að ganga með tóbaksklút á höfðinu og spila með hljómsveit Bruce Springs- teen, E-Street Band. Hann sló síðan í gegn í hin- um fáránlega góðu The Sopranos-þáttum þar sem hann lék Silvio Dante, eiganda strípibúllunnar Bada Bing! og hægri hönd Tony Soprano. Sjálfsagt hefur Van Zandt ekkert ofboðslega mikla breidd sem leikari en sem ítalskur mafíósi er hann með fínpússaða hælana langt á undan tám minni spámanna. Hann stekkur nánast óbreyttur úr The Sopranos yfir í Lillyhammer og nýtur sín í botn þegar hann fer að beita gamal- grónum mafíutöktum á norska sveitalúðana sem vita ekkert hvaðan á þá stendur veðrið. Hingað til hafa þættirnir fyrst og fremst verið fyndnir en sennilega fara leikar að æsast þar sem fjendur Tagliano í New York eru að leggja í víking til Noregs. Van Zandt er auðvitað á sínum heima- velli þegar kemur að ofbeldi og byssubardögum og á létt með að skipta úr gríni yfir í grimmd 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / Hello Kitty / UKI / Algjör Sveppi / Ofurhetjusérsveitin / Ærlslagangur Kalla kanínu og félaga 11:35 Victorious 12:00 Spaugstofan (14/22) 12:25 Nágrannar 14:10 American Idol (10/40) 14:55 2 Broke Girls (10/24) 15:20 Týnda kynslóðin (22/34) 15:45 The Newsroom (7/10) 16:40 MasterChef Ísland (9/9) 17:30 Louis Theroux: A Place for Paedophiles 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Um land allt 19:20 Veður 19:30 The New Normal (6/22) 19:55 Sjálfstætt fólk 20:30 Mannshvörf á Íslandi (6/8) 21:00 The Mentalist (12/22) Fimmta þáttaröð af þessum sívinsælu þáttum um Patrick Jane, sjálfstætt starfandi ráðgjafa rannsóknarlög- reglunnar í Kaliforníu. 21:45 The Following 22:30 60 mínútur 23:15 The Daily Show: Global Editon 23:40 Covert Affairs (9/16) 00:25 Boss (3/8) 01:10 Red Riding - 1974 02:55 The Special Relationship 04:25 Einstein & Eddington 05:55 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 06:50 Luton - Milwall 08:30 Arsenal - Blackburn 10:10 Oldham - Everton 11:50 Chelsea - Brentford 13:50 Man. City - Leeds 15:50 Huddersfield/Leicester - Wigan 17:55 Montpellier - Medvedi 19:50 Spænski boltinn 22:05 Þýski handboltinn 23:30 Meistaradeild Evrópu (E) 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13:50 PL Classic Matches 14:50 Liverpool - Swansea 17:00 Season Highlights 1998/1999 17:55 Premier League World 2012/13 18:25 Liverpool - Fulham 20:05 Stoke - Southampton 21:50 Football Legends 22:15 Liverpool - Swansea 23:55 Season Highlights 1999/2000 SkjárGolf 06:00 ESPN America 07:40 Northern Trust Open 2013 (3:4) 12:10 Golfing World 13:00 Northern Trust Open 2013 (3:4) 17:30 Ísgolf 2012 (2:2) 18:00 Northern Trust Open 2013 (4:4) 23:30 ESPN America 17. febrúar sjónvarp 53Helgin 15.-17. febrúar 2013  Í sjónvarpinu LiLLyhammer Meðal aula og bjána í Noregi Við breytum og bætum 50% afsláttur af fjölbreyttu úrVali af húsgögnum og smáVöru. rÝmingar sala aðeins þessa helgi! Kauptúni 3 – sími 564 4400 - habitat.is opið mánudaga-laugardaga Kl. 11-18 og sunnudaga Kl. 13-18  þannig að vonandi á eftir að hitna ærlega í kol- unum í veðravítinu sem komst á heimskortið eftir vetrarólympíuleikana 1994. Þórarinn Þórarinsson

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.