Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Síða 54

Fréttatíminn - 15.02.2013, Síða 54
54 bíó Helgin 15.-17. febrúar 2013 Og nú er röðin komin að því að redda syn- inum, Jack McClane, sem hefur rótað sér í vandræði í Moskvu.  Die HarD Willis tekur fimmtu lotuna J ohn McTiernan (Predator, The Hunt for Red October, Last Action Hero) leik-stýrði Bruce Willis í Die Hard. Willis þótti í þá daga ekkert sérstaklega líklegur til þess að eiga erindi í harðhausadeildina með Arnold Schwarzenegger, Sylvester Stallone og álíka vöðvatröllum þannig að Twentieth Century Fox lagði í kynningarherferð sinni fyrir myndina aðaláherslu á að Die Hard væri hörku spennumynd og gerði lítið af því að flagga aðalleikaranum. Die Hard sló síðan rækilega í gegn og Willis fékk full réttindi til þess að spila í harðjaxladeild Hollywood þar sem hann hefur verið í fremstu röð síðan. Die Hard er spennumynd sem eldist ákaf- lega vel og er enn sem komið er lang besta myndin í Die Hard-bálkinum sem telur nú fimm myndir og ef eitthvað er að marka Willis er þegar byrjað að huga að sjöttu myndinni. Í Die Hard lék Willis vandræðagemlinginn og New York-lögguna John McClaine. Eigin- kona hans er flutt til Los Angeles þar sem hún er hátt sett hjá japönsku stórfyrirtæki. Hjónabandið er því á tæpasta vaði en McClane gerir sér ferð til Los Angeles til þess að vera með fjölskyldunni yfir jólin. Hann mætir beint í jólagleði fyrirtækisins í háhýsi í borginni og er berfættur og á hvítum hlýrabol þegar hryðjuverkamenn ryðjast með vélbyssugelti í gleðskapinn, taka partíið í gíslingu og ætla sér að ræna hlutabréfum sem geymd eru í hvelfingu í byggingunni. Alan Rickman og rússneski balletdansarinn Alexander Godunov fara á kostum í hlutverk- um aðal terroristanna sem eru með skothelda áætlun sem gerði þó ekki ráð fyrir berfættri löggu sem gengur laus í húsinu og setur allt á annan endann. Kúrekinn frá New York jafnar síðan um skúrkanna einn síns liðs á meðan FBI og lögreglan þvælast fyrir framan háhýs- ið. McClaine bjargar frúnni og ástin kviknar á ný og þau aka saman inn í nóttina á limósínu. Vinsældum Die Hard var fylgt eftir með Die Hard 2 þar sem McClaine-hjónin lentu aftur í hremmingum um jól. Holly er á leið með flugi til Washington og John bíður hennar á Dulles- flugvellinum þegar málaliðar yfirtaka flug- stjórnina, gera miklar kröfur og dunda sér við að láta farþegaþotur hrapa þar til orðið verður að kröfum þeirra. McClaine hrekkur þá aftur í jólagírinn, gengur milli bols og höfuðs á ill- þýðinu og bjargar ástinni sinni á ný. Die Hard: With a Vengeance árið 1995 er Holly fjarri góðu gamni enda hjónabandið komið í vaskinn. McClaine er einn heitan sumardag dreginn grúttimbraður til starfa þar sem sprengjuglaðir terroristar herja á New York og er þar mættur Jeremy Irons í hlutverki litla bróður vonda karlsins sem Alan Rickman lék í Die Hard. Samuel L. Jackson er Willis til halds og trausts í þessari umferð. Willis lét síðan aftur til sín taka í Live Free or Die Hard árið 2007. Þá rændu vondir menn dóttur hans, Lucy Gennaro McClane, og pabbi gamli, orðinn alsköllóttur, kom stelpunni sinni til bjargar eins og honum einum er lagið. Og nú er röðin komin að því að redda syninum, Jack McClane, sem hefur rótað sér í vandræði í Moskvu þannig að feðgarnir þurfa að þessu sinni að kljást við rússneska hrotta sem er lítið mál þar sem eplið féll ekki langt frá epla- trénu og sonurinn gefur þeim gamla lítið eftir. Og þessir feðgar drepast ekki svo glatt eins og eldri dæmin sanna. Bruce Willis var enn með hár árið 1988 og hafði þá aflað sér töluverðra vinsælda í hlutverki hins léttgeggjaða einkaspæjara David Addison í sjónvarpsþáttunum Moonlighting. Hann þótti hins vegar ekki líklegur til stórræðanna sem harðhaus en sannaði sig heldur betur sem slíkur í Die Hard, frábærri spennumynd þar sem hann sallaði niður hryðjuverkamenn berfættur í hlýrabol. Myndin stimplaði Willis inn sem stjörnu og hann hefur reglulega brugðið sér í hlutverk löggunnar John McClaine og lætur nú til sín taka í fimmta sinn. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Ófeigum verður ekki í hel komið Bruce Willis og Jai Courtney í hlutverkum McClaine-feðganna en sonurinn reynist harður í horn að taka eins og hann á kyn til.  frumsýnD Warm BoDies Ástin á tímum uppvakninganna Uppvakningar njóta mikilla vinsælda þessi misserin þrátt fyrir að vera einhver blæbrigðalausustu skrímsli samanlagðra hryllingsbók- menntanna. Heiladauðar og grjótheimskar holdætur sem eigra stefnu- laust um í leit að næsta bita. Warm Bodies tekur snjallan snúning á fyrirbærið og segir sögu upp- vakningsins R. Hann er kenndur við bókstafinn þar sem nafn hans hófst á R-i þegar hann var mennskur. R man ekki hvað varð til þess að hann umbreyttist úr mennskum unglingi í ófétið sem hann er. Honum leiðist tilvera uppvakningsins skelfilega og vill helst fá að drepast. Allt þetta breytist þegar hann rekst á mennska stúlku í fæðuleit sinni. Í stað þess að kasta sér á hana og tæta í sig finnur hann eitthvað bærast innra með sér sem hafði legið í dvala frá því hann varð zombía. Í stað þess að ráðast á dömuna kemur hann henni til varnar og þar með hefst býsna sérkennileg ástarsaga uppvaknings og lifandi stúlku. Aðrir miðlar. Imdb: 7.4, Rotten Tomatoes: 79%, Metacritic: 58% Teiknimyndin Cinderella 3D kemur að gamla ævintýrinu um Öskubusku úr óvæntri átt en sagan gerist að þessu sinni í villta vestrinu. Þar stritar kúrekastelpa nótt sem nýtan dag í rykugum landamærabæ fyrir vonda stjúpu sína og illgjarna stjúpsystur. Stúlkan kemst þó á konunglegan dansleik og þegar sjóræningja górillur ræna prinsi og hertogaynju leggur hún í ærslafulla leit að prinsinum um leið og hún ætlar sér að endur- heimta tönn sem hún missti í látunum á dansleiknum, fanga þannig hjarta prinsins og verða alvöru prinsessa. Myndin er talsett á íslensku þar sem Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Orri Huginn Ágústsson, Guðfinna Rúnarsdóttir og Steinn Ármann Magnússon ljá persónum raddir sínar.Uppvakningurinn með ástinni sinni. Öskubuska í villta vestrinu Öðruvísi Öskubuska leitar að tönn sem hún missti á dansleik. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS SJÁ SÝNINGARTÍMA Á BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS SVARTIR SUNNUDAGAR: Kl. 20 sunnudag. Aðeins þessi eina sýning. ÞRJÚBÍÓ SUNNUDAG | 950 KR. INN MEÐLIMUR Í

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.