Fréttatíminn - 15.02.2013, Page 58
Niðurstaða:
Skemmtileg sýning
þar sem unnið er
með mörk skáld-
skapar og raunveru-
leika. Hér ægir öllu
saman hvað varðar
stíl og söguþráð
en færir leikarar í
hverju hlutverki og
vel heppnuð umgjörð
leiða áhorfandann
örugglega í gegnum
usla leikhússins.
Segðu mér satt
Höfundur: Hávar Sigurjónsson
Leikstjórn: Heiðar Sumarliðason
Dramatúrg: Bjartmar Þórðarson
Leikmynd og búningar: Kristína
R. Berman
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson
Leikarar: Ragnheiður Steindórs-
dóttir, Árni Pétur Guðjónsson og
Sveinn Ólafur Gunnarsson
Tónlist: Svavar Knútur
LeikhúS Tengdó og Með fuLLa vaSa af grjóTi
Tvær góðar aftur á fjalirnar
Í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu er aftur byrjað að
sýna Með fulla vasa af grjóti og Tengdó. Síðarnefnda sýn-
ingin sló í gegn í lok leikárs í fyrra. Lítil og sæt sýning í
Borgarleikhúsinu með þeim Val Frey Einarssyni og Krist-
ínu Þóru Haraldsdóttur. Verkið fjallar um leit tengda-
mömmu Vals að pabba sínum (sönn saga) en hún var eitt
hinna svokölluðu ástandsbarna.
Með fulla vasa af grjóti þarfnast vart mikillar kynn-
ingar á Íslandi. Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl
Stefánsson fara með aðalhlutverkin í sýningunni en þeir
hafa sýnt hana og leikið yfir 200 sinnum. Verkið var fyrst
frumsýnt fyrir um áratug en tekið upp aftur í haust.
Þeir Stefán Karl
Stefánsson og Hilmir
Snær Guðnason sýna
listir sínar á ný í Þjóð-
leikhúsinu. Sýningin
fékk prýðisdóma í
Fréttatímanum og sér í
lagi þeirra frammistaða.
Valur Freyr skrifaði verkið um tengdamömmu sína
en hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Ilmi Stefáns-
dóttur, sem gerir einmitt leikmyndina fyrir Tengdó.
Fljótlega
kemur í
ljós að fjöl-
skyldan er
ekki aðeins
föst innan
leikhússins
heldur leik-
listarinnar
sjálfrar
LeikdóMur Segðu Mér SaTT
Tilraunir með sannleikann
Þ ann 7. febrúar síðastliðinn var leikrit Hávars Sigurjónssonar, Segðu mér satt, frumsýnt í Þjóð-
leikhúsinu. Þetta er fjórða leikrit Hávars
sem sett er upp í Þjóðleikhúsinu. Fyrri
verk eru Pabbastrákur, Grjótharðir og
nú síðast Jónsmessunótt sem frumsýnt
var fyrr á þessu leikári. Uppsetning
Jónsmess unætur var einkar vel heppnuð
enda fékk hún almennt góðar viðtökur
og var sögð „glæsileg viðbót við sögu ís-
lenskrar leikritunar“ í ritdómi Ingibjarg-
ar Þórisdóttur á vefritinu Hugrás. Því
var það með tilhlökkun sem undirrituð
hélt í heim leikhússins á annars köldum
fimmtudegi.
Segðu mér satt er sýnt í Kúlunni, því
rými Þjóðleikhússins sem oftast er notað
fyrir barnasýningar. Á vefsíðu leikhúss-
ins kemur fram að „í Kúlunni eru sýndar
stuttar leiksýningar í litlu rými, þar sem
yngstu leikhúsgestirnir eru leiddir inn í
töfraheim leikhússins við aðstæður sem
henta aldri þeirra og þroska.“ Sýningin
Segðu mér satt er hins vegar kirfilega
merkt ekki við hæfi barna í leikskrá. Það
má því gera sér í hugarlund að aðstand-
endur sýningarinnar vinni markvisst
með þau áhrif sem verkið hefur á sak-
leysislegt rými Kúlunnar.
Óhefðbundin fjölskyldusaga
Segðu mér satt fjallar um eldri hjón,
Sigrúnu (Ragnheiður Steindórsdóttir) og
Karl (Árni Pétur Guðjónsson) sem ásamt
hreyfihömluðum syni sínum, Gunnari
(Sveinn Ólafur Gunnarsson) eru föst
inni í rými leikhússins. Þar skemmta þau
hjónin syni sínum með því að setja á svið
brot úr gömlum leikverkum eða minn-
ingum sem honum eru kærar. Leiksýn-
ingar foreldranna eru einkar lifandi og
líkja þannig eftir barnaleikhúsi. Fljótlega
kemur í ljós að fjölskyldan er ekki aðeins
föst innan leikhússins heldur leiklistar-
innar sjálfrar. Barátta þeirra felst ekki
síst í því að skilgreina persónu sína í
raunveruleikanum. Þar getur hins vegar
reynst torveldara að skipta um hlutverk
og erfitt að skuldbinda sig við eitt fremur
en annað.
Aragrúi stílbragða
Heiðar Sumarliðason fer með leikstjórn
en dramatúrgur er Bjartmar Þórðarson.
Þeir félagar útfæra hlutverkaleit fjöl-
skyldunnar með því að beita ýmsum
stílbrögðum, allt frá flúraðri líkams-
tjáningu barokksins til óþægilegrar
afbyggingar í anda „leikhúss grimmdar-
innar“ og grískra harmleikja til sagna-
arfs Íslendinga. Því er af nógu að taka
fyrir þá áhorfendur sem hafa yndi af að
lesa í tákn og koma auga á tilvísanir en
sýningin höfðar síður til leikhúsgesta í
leit að hefðbundnara frásagnarformi. Í
Segðu mér satt er varpað fram hugmynd-
um um manneskjuna og þau hlutverk
sem hún leikur fyrir sjálfa sig og aðra.
Þar eru skilgreiningar samfélagsins
varðandi kynhlutverk, samskipti foreldra
og barna, uppgjör mannsins við dauðann
markvisst brotnar niður þar til að lokum
stendur ekkert eftir nema þær illskil-
greinanlegu manneskjur sem við erum
öll inn við beinið.
Í Segðu mér satt
er varpað fram
hugmyndum um
manneskjuna
og þau hlutverk
sem hún leikur
fyrir sjálfa sig
og aðra, segir í
dómi Sólveigar.
Sólveig Ásta
Sigurðardóttir
ritstjorn@frettatiminn.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Þri 19/2 kl. 19:00 fors Fim 14/3 kl. 19:00 aukas Mið 24/4 kl. 19:00
Mið 20/2 kl. 19:00 fors Lau 16/3 kl. 19:00 8.k Lau 27/4 kl. 19:00
Fim 21/2 kl. 19:00 fors Sun 17/3 kl. 13:00 aukas Sun 28/4 kl. 13:00
Fös 22/2 kl. 20:00 frum Mið 20/3 kl. 19:00 aukas Fös 3/5 kl. 19:00
Lau 23/2 kl. 19:00 2.k Fös 22/3 kl. 19:00 9.k Lau 4/5 kl. 19:00
Lau 2/3 kl. 19:00 aukas Lau 23/3 kl. 19:00 aukas Sun 5/5 kl. 13:00
Sun 3/3 kl. 19:00 3.k Sun 24/3 kl. 19:00 aukas Fim 9/5 kl. 14:00
Þri 5/3 kl. 19:00 4.k Þri 26/3 kl. 19:00 aukas Fös 10/5 kl. 19:00
Mið 6/3 kl. 19:00 5.k Fim 11/4 kl. 19:00 10.k Lau 11/5 kl. 19:00
Fim 7/3 kl. 19:00 aukas Lau 13/4 kl. 19:00 aukas Sun 12/5 kl. 13:00
Lau 9/3 kl. 19:00 6.k Sun 14/4 kl. 19:00 11.k Fim 16/5 kl. 19:00
Sun 10/3 kl. 13:00 aukas Fös 19/4 kl. 19:00 aukas Fös 17/5 kl. 19:00
Þri 12/3 kl. 19:00 aukas Lau 20/4 kl. 19:00 aukas
Mið 13/3 kl. 19:00 7.k Sun 21/4 kl. 19:00 12.k
Einn vinsælasti söngleikur heims, nú loks á Íslandi. Forsala í fullum gangi.
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Fös 15/2 kl. 20:00 aukas Mið 27/2 kl. 20:00 Fim 2/5 kl. 20:00
Lau 16/2 kl. 20:00 Fim 28/2 kl. 20:00 Mið 8/5 kl. 20:00
Sun 17/2 kl. 20:00 Fös 1/3 kl. 20:00 Fim 9/5 kl. 20:00
Sun 24/2 kl. 20:00 aukas Fös 26/4 kl. 20:00
Þri 26/2 kl. 20:00 aukas Þri 30/4 kl. 20:00
Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar komnar í sölu.
Gullregn (Stóra sviðið)
Fös 8/3 kl. 20:00 Fös 15/3 kl. 20:00 Þri 19/3 kl. 20:00
Sun 10/3 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00
Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré.
Tengdó (Litla sviðið og Hof, Akureyri)
Þri 19/2 kl. 20:00 3.k Lau 16/3 kl. 20:00 11.k Sun 14/4 kl. 20:00 19.k
Mið 20/2 kl. 20:00 4.k Sun 17/3 kl. 20:00 12.k Fim 18/4 kl. 20:00 aukas
Fim 21/2 kl. 20:00 5.k Fim 21/3 kl. 20:00 13.k Fös 19/4 kl. 20:00 aukas
Mið 27/2 kl. 20:00 6.k Fös 22/3 kl. 20:00 14.k Lau 20/4 kl. 20:00 20.k
Fim 28/2 kl. 20:00 aukas Lau 23/3 kl. 20:00 aukas Sun 21/4 kl. 20:00 21.k
Fös 1/3 kl. 20:00 7.k Sun 24/3 kl. 20:00 15.k Mið 24/4 kl. 20:00 22.k
Mið 6/3 kl. 20:00 8.k Fös 5/4 kl. 20:00 16.k Fim 25/4 kl. 20:00 aukas
Lau 9/3 kl. 20:00 9.k Lau 6/4 kl. 20:00 17.k Lau 27/4 kl. 20:00 23.k
Fim 14/3 kl. 20:00 10.k Sun 7/4 kl. 20:00 aukas Fös 3/5 kl. 20:00 24.k
Fös 15/3 kl. 20:00 aukas Lau 13/4 kl. 20:00 18.k
Grímusýning síðasta leikárs. *Sýningar í Hofi, Akureyri, 13/2 og 14/2.
Saga þjóðar (Litla sviðið)
Lau 23/2 kl. 20:00 Sun 24/2 kl. 20:00
Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Aukasýningar.
Ormstunga (Nýja sviðið)
Fös 15/2 kl. 20:00 4.k Fim 21/2 kl. 20:00 8.k Mið 27/2 kl. 20:00
Lau 16/2 kl. 20:00 5.k Fös 22/2 kl. 20:00 9.k Fim 28/2 kl. 20:00
Sun 17/2 kl. 20:00 6.k Lau 23/2 kl. 20:00 10.k Fös 1/3 kl. 20:00
Mið 20/2 kl. 20:00 7.k Sun 24/2 kl. 20:00 11.k
Tungan rekin framan í þjóðararfinn á ný
Nóttin nærist á deginum (Litla sviðið)
Fös 15/2 kl. 20:00 5.k Sun 17/2 kl. 20:00 Lau 2/3 kl. 20:00
Lau 16/2 kl. 20:00 6.k Fös 22/2 kl. 20:00 Sun 3/3 kl. 20:00
Nýtt, íslenskt verk eftir Jón Atla Jónasson
Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)
Sun 17/2 kl. 11:00 Sun 17/2 kl. 13:00 Sun 24/2 kl. 11:00
Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri
Saga Þjóðar – HHHHH–JVJ. DV
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR
Fyrirheitna landið (Stóra sviðið)
Lau 23/2 kl. 19:30
Frumsýning
Fim 7/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 9.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 2.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 10.sýn
Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 7.sýn
Lau 2/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 14/3 kl. 19:30 8.sýn
Kraftmikið nýtt verðlaunaverk um átök siðmenningarinnar og hins frumstæða.
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 17/2 kl. 13:00 Sun 3/3 kl. 13:00 Sun 17/3 kl. 13:00
Sun 17/2 kl. 16:00 Sun 3/3 kl. 16:00 Sun 17/3 kl. 16:00
Sun 24/2 kl. 13:00 Sun 10/3 kl. 13:00 Sun 24/3 kl. 13:00
Sun 24/2 kl. 16:00 Sun 10/3 kl. 16:00 Sun 24/3 kl. 16:00
25.000 hafa komið á Dýrin í Hálsaskógi! Febrúarsýningar komnar í sölu!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Fös 15/2 kl. 20:30 Sun 3/3 kl. 20:30 Sun 17/3 kl. 20:30
Lau 16/2 kl. 20:30 Sun 10/3 kl. 20:30
Nýtt sýningatímabil! Miðasala í fullum gangi!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 16/2 kl. 13:30 Lau 23/2 kl. 16:30 Sun 3/3 kl. 15:00
Lau 16/2 kl. 15:00 Sun 24/2 kl. 13:30 Sun 3/3 kl. 16:30
Lau 16/2 kl. 16:30 Sun 24/2 kl. 15:00 Lau 9/3 kl. 13:30
Sun 17/2 kl. 13:30 Sun 24/2 kl. 16:30 Lau 9/3 kl. 15:00
Sun 17/2 kl. 15:00 Lau 2/3 kl. 13:30 Lau 9/3 kl. 16:30
Sun 17/2 kl. 16:30 Lau 2/3 kl. 15:00 Sun 10/3 kl. 13:00
Lau 23/2 kl. 13:30 Lau 2/3 kl. 16:30 Sun 10/3 kl. 15:00
Lau 23/2 kl. 15:00 Sun 3/3 kl. 13:30 Sun 10/3 kl. 16:30
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 15/2 kl. 20:00 Lau 16/2 kl. 23:00 Fös 1/3 kl. 20:00
Fös 15/2 kl. 23:00 Fim 21/2 kl. 20:00 Fös 1/3 kl. 23:00
Lau 16/2 kl. 20:00 Fim 28/2 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Homo Erectus - pörupiltar standa upp (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 2/3 kl. 21:00 Lau 16/3 kl. 21:00 Lau 23/3 kl. 21:00
http://www.thjodleikhusid.is/Syningar/leikarid-2012-2013/syning/1217/homo-erectu
Segðu mér satt (Kúlan)
Fös 22/2 kl. 19:30
58 leikhús Helgin 15.-17. febrúar 2013