Fréttatíminn - 15.02.2013, Síða 60
Í takt við tÍmann Sigurbjörn ari SigurbjörnSSon
Flottir sokkar „pimpa“ upp útlitið
Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson er nítján ára verslingur. Hann leikur eitt aðalhlut-
verkanna í söngleiknum VÍ Will Rock You sem verslingar sýna nú í Austurbæ. Sigur-
björn Ari er áhugamaður um bíómyndir og hreyfingu og fílar stórar og kósí peysur.
Átta liða úrSlit Í gettu betur
MH gegn í Borgó í kvöld
Á tta liða úrslit Gettu betur halda áfram í Sjónvarpinu í kvöld, föstudagskvöld,
klukkan 20. Að þessu sinni mæt-
ast lið Menntaskólans við Hamra-
hlíð og Borgarholtsskóla. Í síðustu
viku komst MR í undanúrslit með
því að sigra MA.
Höfundar spurninga og dómarar
eru Þórhildur Ólafsdóttir og Atli
Freyr Steinþórsson. Spyrill er Edda
Hermannsdóttir.
Fréttatíminn tók púlsinn á kepp-
endum liðanna í vikunni. Spurn-
ingaljónin voru beðin að nefna það
lag sem kemur þeim í rétta gírinn
fyrir keppnina í kvöld.
Lið MH
Þórgnýr Albertsson:
Brown Girl in the Ring – Boney M.
Sigurgeir Ingi Þorkelsson:
Rasputin – Boney M.
Leifur Geir Stefánsson:
Daddy Cool – Boney M.
Lið Borgarholtsskóla
Grétar Atli Davíðsson:
Lose Yourself – Eminem.
Daníel Óli Ólafsson:
Times Like These – Foo Fighters.
Valur Hreggviðsson:
I Want it All – Queen.
Frá vinstri eru Leifur Geir, Sigurgeir Ingi og Þórgnýr.
Frá vinstri eru Valur, Grétar og Daníel.
Staðalbúnaður
Fatastíllinn minn er frekar hefðbundinn
fyrir strák nú til dags, held ég. Það eru
reyndar ekki margar karlmanns fatabúðir á
Íslandi sem mér finnst varið í en ég versla í
Sautján, eitthvað í Noland og svo eitthvað af
„vintage“ fötum. Sumt „second hand“ er flott
en ég er samt frekar vandlátur. Ég hef tekið
ástfóstri við Nike Free Run skóna mína, þeir
eru einir bestu skór sem ég hef átt lengi.
Ég hef alveg vanvirt önnur skópör sem ég
á undanfarið. Ég fíla stórar og kósí peysur
en ég elska ekkert meira en flotta sokka.
Uppáhalds sokkarnir mínir í dag eru dopp-
óttir vínrauðir. Það sem ekki allir fatta er að
ef þú ert í flottum sokkum, þá „pimparðu“
upp allt annað. Nú er til dæmis frekar mikið
um að menn séu að bretta upp á buxurnar.
Ef menn gera það þá þarf að glitta í eitthvað
fallegt þarna.
Hugbúnaður
Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera
með vinum mínum og kærustunni. Níutíu
prósent af því er niðri í skóla eða honum
tengt. Ég er rosa mikill bíókall og finnst
ekkert betra en góð ræma. Ég er líka svolítið
fyrir heimildarmyndir. Eftir að foreldrar
mínir hættu með Stöð 2 hef ég hins vegar
dottið út úr öllum þáttum. Ég stundaði alltaf
fótbolta en nú fer ég af og til með vinunum.
Ég fer eitthvað í ræktina en síðasta sumar
var ég í cross fit. Kannski ég geri það aftur
í sumar.
Vélbúnaður
Ég er mikið að taka upp í Rjómanum í Versló
og er því með allan tæknibúnað sem við
kemur vídeóvinnslu. Annars er ég með
snjallsíma eins og allir og er á Snapchat,
Facebook, Instagram og öllu því.
Aukabúnaður
Ég hef verið mjög upptekinn síðustu mán-
uði og hef því verið mikið í skyndibitunum.
Þá uppgötvar maður hvað maturinn heima
er vanmetinn. Ef ég á mæla með einhverj-
um þá verð ég að segja Serrano, ég get
alltaf borðað Serrano. Svo borðaði ég á
Seylon á Selfossi um daginn og það var
geggjað. Það hefur verið umtalað í hópnum
síðan hversu gott þetta var. Helstu áhuga-
mál mín eru vídeógerð, að bulla eitthvað
með kameru, tíska og hreyfing. Ég vildi að
ég gæti hreyft mig meira en ég geri núna.
Ég ferðast mikið um á bíl móður minnar.
Það er forláta Subaru Legacy 98 módel sem
er mér mjög kær. Ég er snillingur í að troða
mér í einhverjar skólaferðir. Í haust fór ég
til Svíþjóðar og Finnlands á stóra söng-
leikjaráðstefnu sem var mjög skemmtilegt.
Nú í mars fer ég svo í viðskiptaferð til Sví-
þjóðar, að skoða Ikea og fleiri fyrirtæki.
Annars er ég mikið fyrir útilegur og það
er mikið farið í þær á sumrin. Uppáhalds-
staðurinn minn er Skorradalurinn, hann
er sá staður sem ég hugsa um þegar ég er
í prófum.
Sigurbjörn Ari þykir fara
á kostum í VÍ Will Rock You
sem verslingar sýna nú í
Austurbæ. Ljósmynd/Hari
RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is
ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM
FAGLEG RÁÐGJÖF OG
FRÍ LEGUGREINING
Mesta úrval landsins af heilsudýnum.
Heilsudýnur í öllum stærðum - úr öllum efnum.
RúmGott er eini aðilinn á íslandi sem býður uppá legugreiningu.
DR
AU
M
AR
ÚM
30-50%
afsláttur af öllum
heilsurúmum
FERMINGARTILBOÐ
120 x 200 cm rúm
á fermingartilboði.
LEGUGREINING - BETRI SVEFN - BETRI HEILSA
Tilboð á arineldstæðum
20-65% afsláttur
Verð:
34.900
Verð:
44.900
Verð frá
79.442
60 dægurmál Helgin 15.-17. febrúar 2013