Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 26
2 heilsa Helgin 6.-8. janúar 2012 KYNNING Þ að skiptir máli að vera í formi til að ná betri árangri í golfi. Það fyrirbyggir líka meiðsli þegar fólk leggur stund á áhugamálið en golfsveiflan er einhæf æfing og því er hætta á meiðslum. Heilsuborg býður upp á sérsniðin líkamsrækt- arnámskeið og hópþjálfun fyrir golfara. „Þetta eru æfingar fyrir golfara sem vilja ná betri árangri í íþróttinni,“ segir Anna Borg, sjúkraþjálfari og starfsmaður Heilsuborgar. „Markmiðið með æfingunum er að fólk geti notið þess betur að spila golf.“ Anna segir æfingarnar sérsniðnar að getu hvers og eins, því henti þessi líkamsrækt fólki á öllum aldri. Fyrirtækið hefur verið í samstarfi við hina sterku kylfinga Sigurð Hafsteinsson og Ragn- hildi Sigurðardóttur. „Sigurður, sem hefur verið í þessari þjálfun hjá okkur, hefur sagt frá því að hann hefur náð auknum árangri í golfinu enda í betra formi,“ segir Anna. Í æfingunum er lögð áhersla á að auka liðleika, styrk, þol, jafn- vægi og samhæfingu. „Allt eru þetta þættir sem hafa mikil áhrif á getuna til að spila golf,“ segir Anna. Jafnvægisþjálfunin er til að mynda mikilvæg fyrir upphafstöðuna í golfinu. Auk þess auka æfingarnar einbeitingu en ef fólk hefur ekki nægilegt úthald, en einn 18 holu golfhringur tekur um fjóra tíma, kemur það niður á einbeitingunni. En að sjálfsögðu hafa æfingarnar ekki einungis áhrif á golfgetuna því þær bæta heilsu fólks, og stuðla að því að það borði hollan mat og hreyfi sig reglulega. „Þú spilar ekki jafn oft golf ef heilsan er ekki góð,“ segir Anna. Þá er enn fremur mikil hætta á álagsmeiðslum í golfi ef fólk er ekki nægilega góðu formi, að sögn Önnu, því golfsveiflan er einhæf og alltaf í sömu áttina. Algeng meiðsli eru í olnboga, baki og hnjám. „Með þessari þjálfun byggjum við líka upp stöðugleika í kringum liðina til að minnka hættuna á meiðslum.“ Heilsuborg býður upp á tvo valkosti fyrir fólk sem vill bæta sig í golfi. Annarsvegar námskeið í hádeginu, undir handleiðslu Önnu, sem er þrisvar í viku og hinsvegar hópþjálfun, þar sem fólk stýrir (í samstarfi við þjálfarann) hvenær og hve oft það mæt- ir, undir handleiðslu Sveins Ómars Sveinssonar. Lágmark er að fjórir séu í hverjum hóp. Námskeiðið hefst á mánudaginn. „Það er um að gera að nýta tímann vel til að bæta líkamlegt atgervi áður en golftímabilið hefst,“ segir Anna.  ÁlaGsmeIðslI algeng í golfi Heilsan skiptir miklu máli í golfi Æfingar sem auka liðleika, styrk og einbeitingu. Anna Borg sjúkraþjálfari. Þú spilar ekki jafn oft golf ef heilsan er ekki góð. Grænn Kostur Skólavörðustíg 8 101 Reykjavík Sími: 552 2028 www.graennkostur.is Léttur janúar Grænn kostur er tilvalinn fyrir þá sem vilja eitthvað létt og hollt eftir hátíðirnar. Ljúffengir grænmetisréttir og ómótstæðilegir eftirréttir. Réttur dagsins kr. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar- svæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.