Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 14
Fjallavinir.is kynna þar starfið fyrir árið. Heitt súkkulaði og kleinur í boði! Kynningarfundur 10. janúar 2012 Fjöllin okkar! Eru sérvalin, skemmtileg og spennandi 36 fjöll fyrir alla. Fylgjumst með á facebook fjallavinir.is í Framheimilinu Safamýri kl. 19:00 Nánari upplýsingar á www.fjallavinir.is Fjöllin flottu! Hér er á ferðinni frábært verkefni fyrir fólk á öllum aldri sem vill upplifa tignarleg fjöll og vera í góðum félagsskap þar sem fólk stendur þétt saman. V eiðar á makríl eru farnar að skipta þjóðabúið verulegu máli, svo miklu að Adolf Guðmundsson, formaður stjórnar Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir þær veiðar hafa staðið undir hagvextinum hér á landi á ný- liðnu ári. Makrílveiðarnar hafi verið innspýting sem hafi komið inn í hag- kerfið af fullum þunga og verið öllum til góðs. Adolf segir makrílveiðarnar í fyrra hafa skilað þjóðarbúinu á bilinu 25- 30 milljörðum króna en heildaraflinn nam um 156 þúsund tonnum. Sjávar- útvegsráðuneytið segir að veiðarnar á síðasta ári hafi skapað yfir þúsund ársverk á sjó og landi. Yfir 90 prósent til manneldis Breyting hefur orðið á göngu mak- ríls en Atlantshafsmakríll hefur um aldir verið þekktur við Ísland og var hér í umtalsverðu magni á hlýskeiði um miðbik 20. aldar. Hrygningar- stöðvar hans eru í hafinu norður af Bretlandseyjum, ná austur undir Noreg og hrygning makríls hefur Makríllinn er uppsjávarfiskur líkt og síld og loðna. Á veturna heldur hann sig djúpt á hafi úti en þegar vora tekur safnast hann saman í miklar torfur og færir sig nær landi til hrygningar og fæðuöflunar. Makríll er vinsæll matfiskur og þykir ljúffengur. Hann er annað hvort eldaður eða notaður sem sashimi. Betur þykir henta að steikja hann eða grilla en sjóða. Gott er að nota ávöxt við eldun eða gefa með. Það vinnur á móti olíunni í fisknum. Makríll- inn þykir passa vel með austurlenskum keim, til dæmis engifer, lime og kóríander. Í Skandinavíu og á Bretlands- eyjum er dósamakríll í tómatsósulegi algeng fylling í brauðsamlokum. Makríllinn er hraðsyndur uppsjávar- fiskur af makrílætt sem finnst í Norður- Atlantshafi. Hann er algengur í svölum sjó og heldur sig í stórum torfum nálægt yfirborði. Makríllinn kemur að ströndum í fæðuleit að sumarlagi þar sem vatnshiti er milli 11 og 14 gráður á Celsíus. Í ætisleit fer hann í miklar göngur norður um Noregshaf, norður með Noregi og síðustu ár til Íslands. Rauðáta er mikilvæg fæða hans en hann étur einnig svif og fiska. Makríllinn er langlífur og hefur hámarksaldur hans greinst 25 ár og þekkt er að fiskar geta orðið meira en 66 sentimetra langir. Fiskurinn verður kynþroska við 2-3 ára aldur. Makrílafli var fyrst skráður af Fiski- stofu árið 1996 en fram til 2005 var þessi afli oftast veiddur utan íslenskrar lögsögu. Makrílafli Íslendinga hefur margfaldast undanfarin ár. Á liðnu ári veiddust 156 þúsund tonn en árið 2006 nam aflinn 4200 tonnum og ári síðar 36.500 tonnum. -jh  SjáVarútVegur Makríll Skilaði þjóðarbúinu 25-30 MilljörðuM Við höfum haldið 16 pró- senta kröfu okkar til streitu. Makríllinn stóð undir hagvexti síðasta árs verið staðfest í íslenskri lögsögu. Í sumargöngum leitar makríllinn í norður eftir æti og kemur þá í miklu magni inn í íslenska lögsögu. Í samantekt sjávarútvegsráðu- neytisins kemur fram að skipuleg makrílveiði í íslenskri lögsögu hófst fyrst á þessari öld og aflinn fór fyrst yfir þúsund tonn árið 2006. Síðan þá hefur hann aukist jafnt og þétt með vaxandi göngum makrílstofnsins á Íslandsmið og varð á árinu 2011 um 156 þúsund tonn eða 16 prósent af allri makrílveiði úr stofninum. „Til samanburðar,“ segir þar, “þá er reiknað með að um 1,1 milljón tonna af makríl komi inn í íslensku lögsöguna eða um 23% af heildar- stofninum og auki þyngd sína um nærri 60% í sumardvöl sinni við Ís- land. Það er því hafið yfir allan vafa og vísindalega staðfest að fæðunám makríls hefur umtalsverð áhrif á líf- ríkið innan íslenskrar lögsögu. Verulegur árangur hefur náðst í nýtingu makrílafla frá því að um 80% af aflanum fór til bræðslu fram til 2009. Á árinu 2011 er talið að yfir 90% af öllum afla fari til manneldis og staðan er sambærileg því sem best gerist meðal nágrannaþjóða. Þessu marki hefur verið náð með því að ráðstafa veiðiheimildum í makríl til mismunandi útgerða. Þannig hafa 72% farið til hefðbundinna uppsjáv- arskipa, 22% til frystiskipa en heim- ildum hefur einnig verið ráðstafað til ísfiskskipa og smábáta. Þá hafa strangar reglur um meðferð afla haft þau áhrif að nær allur veiddur makríll er unninn til manneldis en afskurður, hausar og slóg fara til bræðslu. Veiðiheimildir í makríl skiptast í ár milli 100 íslenskra fiski- skipa.“ Breytilegar markaðsaðstæður Adolf Guðmundsson segir að mjög vel hafi tekist til með makrílveið- arnar á liðnu ári. Menn hafi náð að gera mikil verðmæti úr aflanum. Þá hafi sölu- og markaðsmál gengið með ágætum. Menn megi þó ekki alveg festa sig í hlutfalli milli mann- eldis og bræðslu. Útgerð og vinnsla reyni að gera sem mest úr þeim verð- mætum sem koma að landi hverju sinni. Menn hafi í upphafi ekki verið tilbúnir í svo mikla frystingu en hafi síðan útbúið skipin og aukið frysti- getu jafnt á sjó og landi. Fjárfest hafi verið í uppsjávarveiðunum. „En það er ekki víst að markaðsaðstæður verði alltaf með þessum hætti. Það getur verið að mjöl og lýsi verði hag- kvæmt á einhverjum tímapunkti. Það á ekki að festa framleiðslustýr- inguna. Framleiðandinn á að vinna í það sem hann telur hagkvæmast hverju sinni. Það getur verið mis- Makrílveiðar stóðu undir auknum hagvexti hér á landi á liðnu ári, að sögn stjórnarformanns LÍÚ. Veiðarnar skipta þjóðarbúið verulegu máli enda nam verðmæti aflans 25-30 milljörð- um króna. Mynd/Nordic Photos/ De Agostini Picture Library Vinsæll matfiskurVeiðar Íslendinga á makríl eru innspýting sem kemur inn í hagkerfið af fullum þunga. Kvótaút-hlutun Íslendinga er einhliða þar sem samningar hafa ekki náðst við aðrar veiðiþjóðir. Það er fullur réttur strandríkisins, segir Adolf Guðmundsson, formaður stjórnar LÍÚ, en samkvæmt haf- réttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna ber þjóðunum að semja um veiðarnar. að landi á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 25 milljarða verðmæti makrílsins jafngildir um 5 prósentum af öllum útflutningstekjum Íslands og er jafn- gildi þess sem þjóðin ver árlega til innflutnings matvæla, svo dæmi sé tekið. Sjávarútvegsráðuneytið nefn- ir sem dæmi um þá atvinnusköpun sem fylgir makrílveiðunum nú að hjá einni vinnslustöð voru unnin 7000 tonn af makríl í landvinnslu sem gaf um 270 milljónir í launagreiðslur. Hafi meðallaun verið um 500 þúsund má áætla að 7000 tonn hafi hér skap- að 45 ársverk auk afleiddra starfa í greininni. Í heildina tekið er reiknað með að makrílveiðar hafi skapað 200 bein störf á sjó og jafn mörg í landi. Afleidd störf eru síðan talin vera um 600. Fullur réttur strandríkisins Í riti Landssambands íslenskra út- vegsmanna, Útveginum, er haft eftir Hannesi Sigurðssyni, framkvæmda- stjóra útgerðarfyrirtækisins Hafnar- nes VER í Þorlákshöfn, að þorskur og ufsi sem komið hafi í net á Sel- vogsbanka og víðar hafi verið fullir af smámakríl og síld í nóvember og desember. Það telur hann óræka sönnun þess að makríllinn sé hérna allt árið um kring og alist hér upp. Breytt göngu- og hrygningar- mynstur hefur valdið ágreiningi milli fiskveiðiþjóða í Norður-Atlantshafi. Íslendingar hafa krafist þess að fá sinn skerf en samningar hafa ekki tekist. Því hefur kvótaúthlutun til ís- lenskra skipa verið einhliða. Adolf Guðmundsson segir að verulega mikið hafi mælst af makríl hér við land, mikil þyngdaraukning verði á stofninum auk þess sem talið sé að hann hrygni hér. „Því teljum við okkur eiga fullan rétt sem strand- ríki til að stýra veiðum og taka úr stofninum eins og við erum að gera. Reyndar ber okkur skylda til þess, á grundvelli hafréttarsáttmála Sam- einuðu þjóðanna, að ná samningum um skiptingu veiða milli þjóðanna en það hefur ekki gengið. Fyrst fengum við ekki að koma að samningaborð- inu en höfum gert það undanfarin tvö ár en það er ekki fyrr en síðastlið- ið ár sem við komum sem raunveru- legir aðilar að þessum samningum. En eins og allir vita hafa ekki náðst samningar milli okkar, Evrópusam- bandsins, Norðmanna og Færeyinga. Við tökum því einhliða 16 prósent af kvótanum.“ Adolf segir að Íslendingum beri skylda til að semja við hinar þjóð- irnar um aflamagn en magnið fari hins vegar eftir því hvenær verður samið. „Það er erfitt að segja hvað við sættum okkur við. Það er verið að semja um þetta fram og til baka. Við höfum haldið 16 prósenta kröfu okkar til streitu.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is munandi fyrir hvaða markaði menn eru að framleiða og einnig þarf að viðhalda mörkuðum. Þetta er eins og með loðnuna. Við höfum verið að taka hana að mestu til manneldis en það er alltaf óvissa um markaði í upp- hafi hverrar loðnuvertíðar.“ Adolf segir að Íslendingar selji makrílinn einkum til Rússlands og Afríkuríkja en Norðmenn sjái að mestu um Evrópumarkað. Á liðnu ári var makríl landað í 28 höfnum en nærri 80 prósent þess afla kom að landi í fimm höfnum sem eru í Reykjavík, á Vopnafirði, Neskaupstað, Eskifirði og í Vest- mannaeyjum. Á Austfjörðum kom að landi 55 prósent alls makrílafla, 23 prósent í Vestmannaeyjum og um 8400 tonn, eða um 5 prósent, komu 14 fréttaskýring Helgin 6.-8. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.