Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 20
Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa standa fyrir kynningu á styrkja- og samstarfsmöguleikum á vegum evrópskra og norrænna samstarfsáætlana. Kjörið tækifæri fyrir einstaklinga, skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á fl estum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs. Háskólatorgi fi mmtudaginn 12. janúar 2012 kl. 15:00 - 17:30 Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi ● M enntaáæ tlun ESB ● 7. rannsóknaáæ tlun ESB ● Evrópa unga fólksins ● M enningaráæ tlun ESB ● EU RES - Evrópsk vinnum iðlun ● Enterprise Europe N etw ork ● ESPO N ● eTw inning - rafræ nt skólasam starf ● N ora - N orður A tlantsnefndin ● Europass ● Euroguidance ● A lm annavarnaáæ tlunin ● CO ST ● M ED IA ● Evróvísir ● Sam keppnis og nýsköpunaráæ tlun ESB ● Euraxess - Rannsóknarstarfatorg ● N orræ nt sam starf og styrkir Áætlanir sem kynntar verða á Háskólatorgi eru: www.evropusamvinna.is Allir velko mnir! Snýr sér að vinnu fjárlagafrumvarps 2013 „Ég sé ekki fyrir breytingar á fjárlögum sem er nýbúið að samþykkja. Núna förum við að vinna fjárlög fyrir 2013, sem eru síðustu aðgerðirnar til þess að loka þessu gati [milli tekna og útgjalda ríkisins] og komast á þann stað að við þurfum ekki að reka okkur á lánum. Það verður stórkostlegur áfangi. Við höfum eytt svo miklu púðri í að loka þessu 216 milljarða gati. Því það græða allir landsmenn á því í stað þess að greiddar séu fúlgur í vexti. Það sem við þurfum síðan að gera er að plana hvernig við ætlum að nýta þennan árangur. Við þurfum að ná niður skuldum og stilla upp myndinni af því hvernig við ætlum að koma okkur á þann stað að við þolum áföll og getum staðist ágjöf,“ segir nýi fjármálaráðherrann. Spurð hvort hún nái því sitji hún aðeins fram á haust „Ég get í það minnsta komið þessari hugsun af stað.“ - gag 1977 Stúdentspróf frá aðfaranámi KHÍ 1980 B.Ed.-próf KHÍ 1980 1988-1990 deildarstjóri stærð- fræðideildar Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1990-1993 sviðsstjóri stærðfræði- og raungreina- sviðs 1991 Stærð- fræðinám til kennslurétt- inda á fram- haldsskólastigi HÍ 1995-1998 Í stjórn sam- starfsnefndar atvinnulífs og skóla 1994-1999 Í stjórn Sambands iðn- menntaskóla 1994-2003 Aðstoðar- skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2001 MA-próf í uppeldis- og menntunar- fræði HÍ 2001-2002 Vann við skipulag og stjórnun vett- vangsnáms á vegum Endur- menntunar HÍ 2002-2003 Formaður Félags stjórn- enda í fram- haldsskólum 2002-2003 Í stjórn Kenn- arasambands Íslands 2006 Oddviti lista Nýrra tíma í sveitarfélaginu Garði Það helsta af ferli Oddnýjar stjóra Reykjanesbæjar. Þau kynntust í Kennaraháskólanum en sáust fyrst á Keflavíkurflugvelli. „Hann var tollari á Keflavíkurflugvelli. Ég var því búin að sjá hann, en leist ekkert á hann,“ segir hún og hlær. „Ég leit ekkert á hann tvisvar þá, en síðan hitti ég hann í Kennaraskólanum. Á þessum tíma var aldursmunurinn mikill. Ég var nítján og hann 25. Ég hló að því og fannst hann vera á grafarbakkanum þarna, hann var svo gamall í huga mínum. En við smullum saman.“ Saman eiga þau Oddný og Eiríkur tvær dætur, Ástu Björk og Ingu Lilju sem fæddar eru 1984 og 1986. Sú eldri á tvo drengi. Þá Tómas Inga, fimm ára, og Jökul Kára, sem er að verða tveggja ára. Oddný ætlar ekki að flytja úr Garðin- um þrátt fyrir að vera orðinn ráðherra. Þar er hún umkringd ættingjum og vinum. „Reykjanesbrautin er líka besti vegur landsins. Ég er 45 til 50 mín- útur að keyra á milli. Mér finnst gott að hlusta á morgunútvarpið á morgn- anna og ná mér niður á Reykjanes- brautinni á leiðinni heim. Mér finnst svo gott að vakna heima hjá mér og segi alveg eins og er að ég nenni ekki að flytja. Þetta er ekki það langt. Svo get ég ekki farið að heiman,“ segir Oddný sem keypti hús móður sinnar af systrum sínum í fyllingu tímans. Ekki samið um stutta veru í stólnum Fjölskylda Oddnýjar hefur staðið með henni í gengum þessa ægi- hröðu atburðarás sem hefur leitt hana í ráðherrastól. Hún þarf nú að læra margt og læra hratt enda útlit fyrir að henni verði skipt út að rúmu hálfu ári liðnu. Þá kemur Katrín Júlíusdóttir, sem sett hefur verið af sem iðnaðarráðherra, úr fæðingarorlofi. En var henni strax gert ljóst að hún sæti hugsanlega svo stutt? „Það var nú enginn samningur um slíkt. Mér var tilkynnt að ég þyrfti að taka þetta starf að mér. Það kom mér ánægjulega á óvart,“ segir Oddný. Hún hafi ekki spáð í hve lengi hún sæti í stólnum. „ Við ákváðum strax á fyrsta degi með starfsfólkinu hér að ég myndi stilla vinnu minni þannig upp að ég væri að klára kjörtímabilið. Ef að svo verður ekki gengur nýr ráðherra inn í það plan. Rétt eins og ég geng inn í verk Steingríms. Það verður að vera samfella í verkefnunum þó að það verði að einhverju leyti nýjar áherslur þegar nýr ráðherra stýrir ráðuneytinu.“ En hvort er Oddný á vinstri- eða hægri væng Samfylkingarinnar? „Nú bara slær á mig þögn. Ég hef bara ekkert hugsað það,“ segir hún. „Ég er í þessum flokki sem er með stefnu sem fellur mér ákaflega vel í geð.“ En eru stjórnmálin vettvang- ur Oddnýjar til framtíðar? „Sko, ég veit það ekki. Ég hugsa það. Mér finnst ég hafa gert gagn og á meðan mér finnst það sækist ég eftir því að vera á þessum stað.“ En sér Oddný sig sem leiðtoga Samfylkingarinn- ar? „Það hef ég nú aldrei íhugað.“ En nú er hún fjármálaráðherra. „Já, mér finnst frábært að vera komin á þennan stað og er þakklát. Ég mun leggja mig alla fram um að gera þetta eins vel og ég mögulega get og þannig að þjóðinni líki. Þeg- ar kemur að því að minn flokkur og mitt lið hefur ákveðið að annar eigi að taka við af mér ætla ég ekki að fara grenjandi úr þessum stól. Það mun ég ekki gera, því það er gefandi starf að vera þingmaður.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Steingrímur J. Sigfússon skildi eftir tilbúin fjárlög þegar hann yfirgaf fjármálaráðuneytið og Oddný vindur sér því í að undirbúa nýtt fjárlagafrumvarp fyrir 2013. Þegar kemur að því að minn flokkur og mitt lið hefur ákveðið að annar eigi að taka við að mér ætla ég ekki að fara grenjandi úr þessum stól. Það mun ég ekki gera. 20 viðtal Helgin 6.-8. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.