Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 32
8 heilsa Helgin 6.-8. janúar 2012 KYNNING  HreYfING Nýtt æfiNgakerfi Club-fit www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Hæðasmára 6 | Hafnarborg Heilsuátakið er ha ð! LIFANDI markaður er himnasending fyrir þá sem kjósa að setja heilsuna í fyrsta sætið. Við seljum eingöngu vörur úr góðum hráefnum án óæskilegra fyllingar- og aukefna. Lífrænar vörur eru að sjálfsögðu í miklum meirihluta. Komdu og upplifðu allt öðruvísi matvöruverslun og veitingastað fyrir þá sem vilja lifa vel. 30% afsláttur Millimálið Nakd bitarnir eru tilvaldir í millimálið. Enginn viðbættur sykur, sýróp eða sætuefni. Glútein- og mjólkurlausir. Morgunsafi Lífræni rauðrófusafi nn frá Beutelsbacher er bæði næringarríkur og hreinsandi. 1-2 glös á morgnana kemur jafnvægi á meltinguna. Nú skal það vera nærandi og hreinsandi Vítamín og bætiefni frá NOW 10% afsláttur 10% afsláttur Hvert sem markmið þitt er þá byggist árangur þinn á góðum næringargrunni. NOW framleiðir hágæða bætiefni sem hafa verið prófuð samkvæmt hæstu gæðastöðlum og eru án óæskilegra aukefna og ódýrra fyllingarefna. LIFANDI markaður er með landsins mesta úrval af bætiefnum frá NOW. Hreinsun Lífræna detox teið frá CLIPPER inniheldur lakkrísrót, nettlu og aloe vera. Það er náttúrulega koffínlaust og stuðlar að léttri hreinsun. Nýtt 20% afsláttur C lub-fit er nýjasta æfingakerfið á Íslandi og eina sinnar tegundar,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. Um er að ræða hópatíma þar sem þjálfað er til skiptis á hlaupabrettum og lóðum lyft. Tekið er vel á því í stuttum lotum og hvílt á milli. „Æfingakerfið er samsett úr bestu og vinsælustu æfingakerfum heims, sem sagt brot af því besta og því sem skilar þátttakendum öruggum árangri á sem skemmstum tíma,“ segir hún. Hver æfing tekur 45 mínútur. „Fyrir marga er það mikill kostur að stytta aðeins æfingatímann því flestir hafa nóg að gera. Hér getur þú verið kominn inn í Hreyfingu á góða æfingu og út á klukkutíma,“ segir Ágústa. Club-fit fer fram í sér sal. „Þar er þrumu góð stemning, hvetjandi tónlist og mikil orka. Þjálfarinn heldur uppi stemningu og stuði svo þér finnst tíminn líða á örskotstundu,“ segir Ágústa. Hver og einn æfir á sínum hraða á hlaupabretti og velur hversu þung lóðin eru, með leiðsögn frá þjálfar- anum. Helstu kostir þessa æfingakerfis eru, að sögn Ágústu, hversu einfalt það er og mögulegt að ná mjög góðum árangri á skömm- um tíma. „Það er jú það sem flestir sækjast eftir.“ Club-fit er í opnum tímum Hreyfingar og því innifalið í meðlimagjaldi líkamsræktarstöðvarinnar. Einungis er tuttugu manns í hóp. Hreyfing býður annars upp á fjölbreytt úrval annarra æfingakerfa, til dæmis fyrir þá sem vilja mýkri tegund þjálfunar eru svokölluðu „vellness-tímar“ vinsælir, svo eru; Hot fitness, Pilates fitness og HD fitness. „Árangur, átaksnámskeið fyrir konur, eru auk þess alltaf sígild, þetta eru lokaðir hópar fyrir þær sem vilja breyta um lífsstíl og fá fræðslu um breytt mataræði, fá fitu- mælingu og þess háttar,“ segir Ágústa og nefnir að Hreyfing hafi boðið upp á slík námskeið í 22 ár og þau hafa aldrei verið vinsælli. „Ég hvet landsmenn til að huga að heilsu sinni, hún er það dýrmætasta sem við eigum en oft tökum við sem sjálfsögðum hlut að hafa góða heilsu, eða allt þar til hún bilar. Við eigum að rækta líkamann í forvarnarskyni, það er margt sem við getum haft áhrif á varð- andi okkar heilsu og það gerir það enginn fyrir okkur,“ segir Ágústa. Club-fit er nýjasta æfingakerfið Þjálfað er til skiptis á hlaupabrettum og lóðum lyft Við eigum að rækta líkam- ann í for- varnar- skyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.