Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 56
Plötudómar dr. gunna
Stunts & rituals
Gang Related
Glaðlegt glamur
Í Gang Related (gott nafn!)
eru í fararbroddi bræðurnir
Gunnar og Albert, sem báðir
spila á gítar og syngja. Helgi
úr Morðingjunum er á
trommur og bassaleikarinn
heitir Jón Otti. Sveitin
syngur á ensku og gæti vel
verið eitthvert upprennandi
bílskúrsband frá erlendri
stórborg. Þeir eru nútíma-
lega indí en með rætur
í poppmelódísku sixtísi.
Gítarar glamra glaðlega
yfir lágum og feimnislegum
söng og vænni slettu af
bergmáli er svo bætt við
allt saman. Þetta er hin
ágætasta plata; bandið
efnilegt og fundvíst á snið-
ugar laglínur, en strákarnir
mættu gjarnan leita eftir
aðeins persónulegri tóni.
neyðaróp
Gunnlaugur Blöndal
Litað eftir
númerum
Gunnlaugur Blöndal er 27
ára og Neyðaróp er hans
fyrsta sólóplata. Vopn-
aðar titrandi söngröddu,
gítar, píanói, lágstemmdum
áslætti og neyðarópi Geirs
H. Haarde framreiðir Gunn-
laugur tólf lög á ensku og
íslensku. Rólegt yfirbragð
er á öllu saman og tónlistin
er sterklituð þeirri tónlist
sem Gunnlaugur er vísast
til hvað spenntastur fyrir;
dramarokk Diktu og aðeins
út í bæði Sigur Rós og
ameríska handboltarokkið.
Gunnlaugur er greinilega
hæfileikamaður og sköpunin
er sannfærandi þótt það
sé reyndar aðallega litað
eftir númerum eins og er.
Útgáfan er eingöngu rafræn
og má nálgast í gegnum
facebook.com/gblondal.
með Sinfóníuhljómsveit
Íslands
Sigurður Guðmundsson & Sigríður
Thorlacius
Fágað og flott
Bæði Siggi og Sigga höfðu
áður endurvakið gullna
stemmingu 6. áratugarins
í íslenska poppinu þegar
þau stigu saman á svið
nýopnaðrar Hörpu síðast-
liðið sumar og tóku lagið
með sjálfri Sinfó. Hér er
upptaka frá tónleikunum,
íburðarmikil kóverplata þar
sem „lögin við vinnuna“
eru hunangspensluð og
hægelduð í eigin soði. Í
bland við íslensku poppk-
lassíkina hafa nokkrir nýir
textar runnið af velsmurðu
færibandi Braga Baggalúts
við erlenda klassík.
Söngvararnir standast vel
samanburð við goðumlíka
söngvara fortíðar eins og
heyrist vel þegar þau syngja
Þrek og tár. Fáguð og flott
plata fyrir ömmu og afa.
Blóðugt en ekki
bannað börnum
Aðstandendur sýningarinnar um
Axlar-Björn segja að enginn megi láta
auglýsingu með alblóðugum Atla Rafni
Sigurðssyni hræða sig um of. Leikritið
er öllum leyft, ungum sem öldnum og er
ekki hryllilegri en gengur og gerist þegar
unnið er með íslensk þjóðsagnaminni og
sögu.
Sýningin er eftir Björn Hlyn Haraldsson
sem jafn framt leikstýrir. Hún segir sögu
eins frægasta morðinga sem hér hefur
verið, Axlar-Björns sem var upp á 16.
öld og myrti átján manns áður en hann
var fangaður. Sjálfur lauk hann lífinu á
hroðalegan hátt eftir að hafa fengið þann
dóm að allir útlimir hans skildi brotnir í
mél áður en hann yrði líflátinn.
Auk Atla Rafns leikur Helgi Björnsson í
verkinu sem verður frumsýnt á litla sviði
Borgarleikhússins miðvikudaginn 11.
janúar. Um tónlist sér Kjartan Sveinsson
úr Sigurrós og búninga Mundi Vondi.
Helgi Björnsson situr fyrir við vinnslu á auglýs-
ingu fyrir sýninguna.
Fanný og Alexander – frumsýnt í kvöld kl 19
Fanný og Alexander (Stóra sviðið)
Fös 6/1 kl. 19:00 frums Sun 5/2 kl. 20:00 5.k Fös 2/3 kl. 20:00 12.k
Mið 11/1 kl. 20:00 2.k Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Fim 8/3 kl. 20:00
Lau 14/1 kl. 19:00 aukas Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Fös 9/3 kl. 20:00
Sun 15/1 kl. 20:00 3.k Fim 16/2 kl. 20:00 8.k Lau 17/3 kl. 20:00
Mið 18/1 kl. 20:00 aukas Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Fös 23/3 kl. 20:00
Sun 22/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Lau 31/3 kl. 20:00
Mið 25/1 kl. 20:00 4.k Fös 24/2 kl. 20:00 10.k
Fim 26/1 kl. 20:00 aukas Fim 1/3 kl. 20:00 11.k
Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið
Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)
Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Lau 28/1 kl. 14:00 Lau 18/2 kl. 14:00
Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Sun 29/1 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00
Lau 14/1 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00
Sun 15/1 kl. 14:00 Sun 5/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00
Lau 21/1 kl. 14:00 Lau 11/2 kl. 14:00
Sun 22/1 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00
Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma
Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið)
Sun 8/1 kl. 20:00 Fim 19/1 kl. 20:00 Fös 27/1 kl. 19:00
Fim 12/1 kl. 20:00 Fös 20/1 kl. 19:00
Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir. Sýningum fer fækkandi
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Lau 7/1 kl. 19:00 Fös 13/1 kl. 19:00 Lau 21/1 kl. 19:00
Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011
Axlar - Björn (Litla sviðið)
Mán 9/1 kl. 20:00 fors Sun 22/1 kl. 20:00 4.k Lau 11/2 kl. 20:00 8.k
Þri 10/1 kl. 20:00 fors Mið 25/1 kl. 20:00 5.k Sun 12/2 kl. 20:00 aukas
Mið 11/1 kl. 20:00 frums Fim 26/1 kl. 20:00 6.k Lau 18/2 kl. 20:00 9.k
Sun 15/1 kl. 20:00 2.k Lau 4/2 kl. 20:00 aukas Sun 19/2 kl. 20:00
Mið 18/1 kl. 20:00 3.k Sun 5/2 kl. 20:00 7.k
Nýtt verk úr smiðju Vesturports
Jesús litli (Litla svið)
Sun 8/1 kl. 20:00 aukas
Mannbætandi upplifun! Grímusýning ársins 2010. Lokasýning
Nýdönsk í nánd (Litla sviðið)
Lau 7/1 kl. 22:00 2.k Lau 14/1 kl. 22:00 4.k Lau 21/1 kl. 22:00 aukas
Fös 13/1 kl. 22:00 3.k Fös 20/1 kl. 22:00 5.k
Aftur á svið - aðeins þessar sýningar
K rsuberjagarðurinnKirsuberjagarðurinn
Svartur hundur prestsins (Kassinn)
Heimsljós (Stóra sviðið)
Lau 7.1. Kl. 19:30 4. sýn.
Sun 8.1. Kl. 19:30 5. sýn.
Lau 14.1. Kl. 19:30 6. sýn.
Sun 15.1. Kl. 19:30 7. sýn.
Lau 21.1. Kl. 19:30 8. sýn.
Sun 22.1. Kl. 19:30 9. sýn.
Lau 28.1. Kl. 19:30 10. sýn.
Sun 29.1. Kl. 19:30 11. sýn.
Lau 4.2. Kl. 19:30 12. sýn.
Sun 5.2. Kl. 19:30 13. sýn.
Lau 11.2. Kl. 19:30 1. Aukas.
Sun 12.2. Kl. 19:30 2. Aukas.
Lau 18.2. Kl. 19:30 14. sýn.
Sun 19.2. Kl. 19:30 15. sýn.
Lau 25.2. Kl. 19:30 16. sýn.
Sun 26.2. Kl. 19:30 17. sýn.
Hreinsun (Stóra sviðið)
Fös 13.1. Kl. 19:30 17. sýn.
Sun 8.1. Kl. 13:30 6. sýn.
Sun 8.1. Kl. 15:00 7. sýn.
Sun 15.1. Kl. 13:30
Sun 15.1. Kl. 15:00
Sun 22.1. Kl. 13:30
Sun 22.1. Kl. 15:00
Sun 29.1. Kl. 13:30
Sun 29.1. Kl. 15:00
Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan)
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
U
U
U
U
U
Sun 8.1. Kl. 19:30 33. sýn.
Fim 12.1. Kl. 19:30 34. sýn.
Fös 20.1. Kl. 19:30 37. sýn.
Lau 21.1. Kl. 19:30 38. sýn.
Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 7.1. Kl. 16:00 Fös 13.1. Kl. 22:00
Síðasta sýning!
Kyrralíf og mannfólk
myndliSt Karen agnete ÞórarinSSon enevoldSen
Á sama tíma og Listasafn Reykjavíkur opnar á Kjar-valsstöðum sýningu á verk-
um danska listmálarans Karen
Agnete Enevoldsen (1903-1992),
sem síðar varð Þórarinsson,
opnar sýningin Kyrralíf í Hafnar-
borg þar sem myndir Karenar eru í
stóru hlutverki.
Karen var ein af mörgum
dönskum konum sem fylgdu ís-
lenskum eiginmönnum heim frá
Kaupmannahöfn á fyrri hluta 20.
aldar, eftir nám beggja við dönsku
listaakademíuna. Hún hreifst af
landi og þjóð og næstu sex áratug-
ina málaði hún og sýndi verk sín
víða um land og varð virtur og vel
þekktur málari. Hún sýndi jafnan
með eiginmanni sínum Sveini
Þórarinssyni en þau settust að
í Kelduhverfi í Öxarfirði í Norður-
Þingeyrasýslu árið 1929 en reistu
sér síðar hús í Ásbyrgi. Fyrsta
samsýning þeirra á Íslandi var
haldin í Oddfellow-húsinu á Akur-
eyri 1929. Á sýningunni verður
lögð áhersla á að kynna þá mynda-
flokka sem hún sem sinnti hvað
mest en það voru mannamyndir,
aðallega af konum, náttúrustemm-
ur, blóm og kyrralíf. Titill sýning-
arinnar á Kjarvalsstöðum, Drauma-
landið mitt í norðri, er sóttur í
ljóð Einars Benediktssonar
Bláskógavegur. Sýningarstjóri er
Hrafnhildur Schram.
Í Hafnarfirði eru verk Karenar
í hópi fjölda annarra kyrralífs-
mynda eftir íslenska listamenn af
breiðu kynslóðabili, sem sumir
eru þekktir fyrir verk af annarri
gerð. Þeirra á meðal má nefna;
Jón Stefánsson, Júlíönu Sveins-
dóttur, Kjarval, Finn Jónsson,
Gunnlaug Scheving, Louisu
Matthíasdóttur og nokkra núlif-
andi listamenn eins og Helga Þor-
gils Friðjónsson, Magnús Tóm-
asson, Húbert Nóa, Guðbjörgu
Lind, Pétur Gaut og Áslaugu
Thorlacius. Sýningarstjórar eru
Ólöf K. Sigurðardóttir og Þor-
björg Br. Gunnarsdóttir.
Kaffikerlingar,
frá sýningunni á
Kjarvalsstöðum.
Í eldhúsinu, frá sýningunni í Hafnarborg. Báðar
myndirnar eru eftir Karen Agnete Þórarinsson.
44 menning Helgin 6.-8. janúar 2012