Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 38
Í Í síðustu viku febrúarmánaðar í fyrra lét Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins, eftirfarandi orð falla í samskiptum við blaðamann Fréttatímans: „Vinna við undirbúning á skilum félaganna fyrir næsta ársreikning og umbótum á ferli nauðsynlegra skila frá Framsóknarfélögun- um hefur þegar hafist til að svona seinkun muni ekki endurtaka sig. Ég biðst afsök- unar á að skila ársreikn- ingnum svona seint.“ Tilefnið var að Fram- sóknarflokkurinn hafði þá loks skilað ársreikn- ingi fyrir árið 2009, tæp- um fimm mánuðum eftir lögbundinn skiladag. Var því ekki furða þó Hrólfur hafi sýnt iðrun og lofað yfirbót. Heitstrengingar Hrólfs reyndust hins vegar orðin tóm þegar á reyndi. Skilafrestur Ríkisendurskoðunar, 1. október, kom og fór án þess að Fram- sóknarflokkurinn bætti ráð sitt. Og nú, rúmlega þremur mánuðum síðar, bólar enn ekki á ársreikningi frá flokknum. Þetta er óvenju einbeittur brotavilji og fyrirlitning á lögum landsins. Furðulegt er að stjórnmálaflokkur sem gerir tilkall til þess að koma að stjórn landsins leyfi sér slíkt sleifarlag ár eftir ár. Hitt er ánægjulegt að vörslumenn sjóða almennings hyggjast nú setja Framsóknar- flokknum stólinn fyrir dyrnar, eins og kemur fram í forsíðufrétt Fréttatímans, en Ríkisendurskoðun hefur beint þeim til- mælum til Fjársýslu ríkisins að greiða ekki út ríkisstyrkinn til flokksins fyrr en hann hefur sinnt lögbundinni upplýsingaskyldu. Þetta þýðir að Framsóknarflokkurinn fær ekki að svo stöddu þær 60 milljónir sem hann á að fá í samræmi við þingstyrk sinn. Árið 2006 voru sett ný lög um fjármál og upplýsingaskyldu í stjórnmálastarfsemi. Jákvæður þáttur þeirrar lagasetningar var að stjórnmálaflokkar voru skyldaðir til leggja fram ársreikninga. Þetta var mikið framfaraskref því engin lög höfðu áður gilt um fjármál stjórnmálaflokka. Loks gátu kjósendur haft greiðan aðgang að upplýs- ingum um hvernig flokkarnir fjármagna starfsemi sína og hvaða fyrirtæki leggja þeim lið. Þarna voru komnar nokkurs kon- ar umferðarreglur fyrir stjórnmálalífið og ef þátttakendur þar velja að virða þær ekki vita kjósendur að það er af ásetningi. Neikvæða hlið laganna frá árinu 2006 er að með þeim komu stjórnmálaflokkarnir, sem eiga fulltrúa á Alþingi, sér að stórum hluta á framfæri almennings. Stjórnmálaflokkarnir fá hátt í hálfan milljarð króna á ári úr opinberum sjóðum. Langfrekastir til fjárins eru gömlu hefðar- flokkarnir fjórir: Sjálfstæðisflokkur, VG, Samfylking og Framsóknarflokkur. Fyrirlitning Framsóknarflokksins á upp- lýsingaskyldunni, sem þarf til að fá ríkis- styrkinn, er út af fyrir sig ástæða til að afnema greiðslurnar til hans. Óeðlilegt forskot fjórflokksins á aðrar stjórnmálahreyfingar við fjármögnun starf- semi sinnar er þó ein og sér næg ástæða til að breyta þessu fyrirkomulagi. Skil ársreikninga Raðsyndaselirnir í Framsókn Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Veitingahús SuZushii Stjörnutorgi Karma Keflavík ehf Grófinni 8 Kringlunni 4-12 8 ummæli 5 ummæli 6 ummæli 16 ummæli 11 ummæli Saffran Krúska ehf Suðurlandsbraut 12 1 2 3 4 5 Efstu 5 - Vika 1 Topplistinn Pizzafjörður ehf Strandgötu 25 S amkvæmt ævafornu tímatali Maya-indjána mun dagatal þeirra enda þann 21.12.12 – sem sagt á vetrar- sólstöðum í lok þessa árs. Varst þú búin/n að gera ráð fyrir þessu í þinni áætlanagerð fyrir 2012? Maya þjóðflokkurinn á rætur sínar að rekja til Mið Ameríku – en dagatal þeirra (The Long Count) er talið hefjast þann 11. ágúst, 3114 fyrir Krist samkvæmt gregorískri talningu. Maya-indjánarnir voru einstakir vísindamenn og áhrifafólk á sviði tungumála, lista, arkitektúrs og skipulagsfræða, stærðfræði og stjarn- fræði. Þeirra útfærsla á dagatali byggir á meðalævilengd samtímamanna (52 ár) auk túlkunar þeirra á afstöðu stjarnanna og hefur hún nært sköpunargleði ýmissa höfunda eins og birtist til dæmis í bók Dan Brown – The Lost Sym- bol og kvikmyndunum 2012 og Apocalypto. Mikil stemning hefur myndast fyrir dagsetning- unni í sýndarheimum netsins, en minni stemning ríkir fyrir 21.12.2012 í raunheimum vísindanna. Sumir benda á að rangt hafi verið talið, skilaboð Mayanna mistúlkuð, og við höfum hreinlega misst af heimsendi. Aðrir minna okkur á skrumið í kringum Y2K (aldamótatölvuvandann) sem kostaði botnlausa fyrirbyggjandi vinnu og áhyggjur. En flestir eru sam- mála um að slíkur hræðsluáróður þjóni takmörkuðum tilgangi – öðrum en að kynda undir spuna og græðgi áróðursmeistara. Við fjölskyldan fengum tækifæri til að kynnast speki Maya-indjánanna á ferðum okkar um Belize, Mexico og Guatemala í fyrra. Flestir þeirra sem við ræddum við um daginn ógurlega voru sammála um að dagatalið markaði ekki endalok heldur nýtt upphaf. „Heimsendir“ Maya-indjánanna markaði í raun vitundarvakningu, nýtt stig sameigin- legs skilnings og nýrrar sýnar. Við ættum því að hlakka til og fagna þessum tímamót- um og líta á dagsetninguna sem hvatningu til enn betri tilvistar. Árið 2012 mun marka nýtt upphaf í mörgum skilningi – forsetakosningar verða víða um heim (meðal annars á Ís- landi, í Bandaríkjunum, Frakklandi, Mexikó, Venezúela og Egyptalandi), nýir leiðtogar munu rísa upp innan kirkjunnar (meðal annars munu þjónar og leikmenn þjóðkirkjunnar velja nýjan biskup Íslands og Benedikt páfi mun meira að segja heim- sækja Kúbu í mars), atvinnulífið eflist, nýir afreksmenn verða krýndir á sumarólymp- íuleikunum í London, Facebook fer á markað og Kína mun skjóta upp nýju mönnuðu geimfari. Hvernig ætlar þú að nýta þetta nýja upphaf í lífi og starfi? Hver er þín sýn? Það er tilvalið að nýta fyrstu daga ársins til að hugsa fram á við og hugleiða hvað þú vilt skilja eftir þig ef heimurinn, eins og við þekkjum hann í dag, myndi enda þann 21. desember 2012. Hvert er þitt framlag? Hverju vilt þú áorka? Hver er þinn tilgangur? Sjálf aðhyllist ég lífsspeki Steve heitins Jobs sem sagðist fara fram úr á morgnana eins og þetta væri hans síðasti dagur en nálgaðist öll viðfangefni sem nýtt upphaf. Hann minntist endalokanna þegar hann var rekinn frá Apple sem nýs upphafs: „The heaviness of being successful was replaced by the lightness of being a beginner again, less sure about everything. It freed me to enter one of the most creative periods of my life... Stay hungry. Stay foolish.” Carpe diem. Áætlanagerð Heimsendir eða nýtt upphaf? Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Opna háskólans í HR LANGUR LAUGARDAGUR LAUFLÉTT ÚTSÖLUSTEMNING Í MIÐBORGINNI! VELKOMIN Í MIÐBORGINA OKKAR. ÁVALLT! VERÐLAUNAHLJÓMSVEITIN WHITE SIGNAL VERÐUR Á FARALDSFÆTI FRÁ GÖMLU HÖFNINNI KL. 13:30 AÐ HALLGRÍMSKIRKJU OG HLEMMI Neikvæða hlið laganna frá 2006 er að með þeim komu stjórnmálaflokkarnir, sem eiga fulltrúa á Alþingi, sér að stórum hluta á framfæri almennings. 26 viðhorf Helgin 6.-8. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.