Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 24
24 fréttir vikunnar Helgin 6.-8. janúar 2012 Fjöldi skipa við loðnuleit Fjöldi skipa hefur verið við loðnuleit norðaustur af landinu undanfarna daga. Hægar gengur að finna loðnu en búist var við. Stórar torfur hafa sést en þær hafi ekki verið nógu þéttar. Skip hafi sett út troll og verið að fá 100-170 tonn í togi. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson er á miðunum fyrir austan. Ánægðir Íslendingar Íslendingar eru mjög ánægðir með líf sitt í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta kemur fram í alþjóðlegri könnun sem Capacent Gallup vann. Á heimsvísu er rétt rúmur helmingur fólks ánægður með líf sitt en hér á landi eru þrír fjórðu ánægðir. Nýr forstjóri Fjarðaáls Janne Sigurðsson var ráðin forstjóri Fjarðaáls frá og með áramótum. Hún tók við starfi Tómasar Más Sigurðssonar sem tekinn er við starfi forstjóra Alcoa í Evrópu. Janne var framkvæmdastjóri framleiðslu Alcoa Fjarðaáls. Slæm vika fyrir Jón Bjarnason alþingismann Góð vika knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson 12000 metrar er vegalengdin sem hjúkrunarfræðingur á bráða- deild Landspítalans gekk á einni vakt í haust samkvæmt skrefamælingu. 97,2 prósent af spádómum Völvu DV fyrir árið 2011 reyndust vera rangir samkvæmt úttekt Ragnars R. Ragnars- sonar atferlissálfræðings sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag. Aðeins var einn af þrjátíu og sex spádómum réttur. 3,4 milljarðar er upphæðin sem Glitnir krefur útgerðar- drottninguna Guðbjörgu Matthíasdóttur vegna gróða hennar umfram aðra kröfuhafa við sölu á bréfum í Glitni rétt fyrir hrun. 12 prósent er styrkleikinn á Surti, nýjum þorrabjór, sem Borg brugghús setur á markaðinn á næstunni. Eftir því sem næst verður komist er þetta sterkasti bjór sem framleiddur hefur verið á Íslandi. Aftur til Englands Knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sig- urðsson gekk í raðir enska úrvals- deildarliðsins Swansea í vikunni. Hann mun leika með liðinu út leiktíðina í láni frá þýska félaginu Hoffenheim. Gylfi Þór þekkir vel til á Englandi þar sem hann lék við frábæran orðstír með Reading undir einmitt stjórn Brendan Rodgers, núverandi knattspyrnustjóra Swansea. Eftir frábært tímabil í fyrra hefur Gylfi átt erfitt uppdráttar með Hoffenheim það sem af er þessu tímabili og er þetta því kærkomið tækifæri fyrir hann að koma sér aftur í gang – hjá þjálfara sem hefur tröllatrú á honum ef marka má viðtöl við Rodgers eftir að Gylfi gekk í raðir Swansea. Grátið í Reykjavík, fagnað í Brussel Jón Bjarnason hefur verið óþægur ljár í þúfu Jóhönnu Sigurðar- dóttur og Steingríms J. Sigfússonar lengi en sat þó sem fastast á funheitum landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherrastóli sínum. Þolinmæðina þraut þó að endingu og um áramótin fékk Jón að fjúka úr ríkisstjórninni og tók hann Árna Pál Árnason með sér í fallinu. Árni beit á jaxlinn og bar harm sinn í hljóði á meðan Jón fór með nokkrum harmkvælum og lýsti þvi yfir að í höfuðstöðv- um ESB í Brussel fögnuðu menn brotthvarfi sínu ógurlega. Til að gera þessa fyrstu viku ársins enn verri fyrir ráðherrann fyrrverandi var hann hafður að háði og spotti í Áramótaskaupinu þar sem hann lét meðal annars öllum illum apalátum í ráðuneyti sínu. 30 vikan í tölum Er nauðsynlegt að skjóta þá? Ásmundur Einar Daðason sér ESB-samsæri í hug- myndum um að friða svartfugl í fimm ár. Stefán Pálsson Ætla út á eftir að drepa lunda og teistu til að árétta andstöðu mína við Evrópusambandið. Sjálfstæðir menn skjóta svartfugl! Svandís Svavarsdóttir Ja - nú er ég orðlaus! Einhver myndi nefna þráhyggju. Þorfinnur Ómarsson Endilega að útrýma sem flestum fuglum á Íslandi sem allra fyrst. Þannig sýnum við sko þessum háu herrum í Brussel hverjir eru sjálfstæðir! Hrútalykt af dagblaði Skipulagsbreyting sem felur í sér að sérblaðadeild Fréttablaðsins fer undir auglýsingastjóra verður til þess að 40 prósent blaðakvenna á blaðinu hverfur af ritstjórn, Breyting sem vakti litla kátínu á Facebook. Brynhildur Björnsdóttir Ha? Eru þeir frábæru blaðamenn sem hafa skrifað í Allt- blaðið og náð að gera jafnvel jafnvel vinnuvéla-og loftpressublöð áhugaverð til lestrar ekki lengur blaðamenn? Lára Björg Björnsdóttir Töff hjá Fréttablaðinu að reka 40% af kvenkyns blaðamönnum sínum... heimurinn er ein stór og feit karlremba alla mína daga. Orð eru dýr Kona var í vikunni dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða hinum svokölluðu Aratúnshjónunum fébætur fyrir ummæli sem hún skrifaði við frétt um nágrannaerjur í Aratúni á dv.is. Þráinn Bertelsson Loksins hefur verið gripið til aðgerða vegna net- skríls sem finnur fróun í því að skrifa svívirðingar um nafngreint fólk á netið, einkum í athugasemda- kerfi fljölmiðla. Magnús Halldórsson Spennandi að sjá hvernig verður tekið á þessu í Hæstarétti. Það er ekki útilokað að DV þurfi að bera ábyrgð á athugasemdunum. Jakob Bjarnar Grétarsson Athyglisvert! Fyrir tíma internetsins var svo gott sem hægt að setja samasemmerki milli fjölmiðla og þess sem heitir opinber vettvangur. Veigamikill þáttur í því hvernig við skilgreinum fjölmiðla og hlutverk þeirra. Langt er síðan sú staða var uppi, eða rúm tuttugu ár. Engu að síður bólar ekki svo mikið sem á viðleitni til að endurskilgreina hugtakið fjölmiðill. HEituStu kOlin á Kaupglaðir Ís- lendingar hafa heldur betur verið í essinu sínu á nýju ári enda kaupmenn víða verið með útsölur í versl- unum sínum. Eins og sjá má á þessari mynd, sem ljósmyndari Fréttatímans tók í Smáralind í gær, getur afsláttur- inn verið ríflegur í mörgum til- fellum. Ljósmynd/Hari hundsbit voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni og að minnsta fjórir hundar voru aflífaðir í kjölfarið. MATSEÐILL LEIKHÚS- Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is Fo r r é t t u r Aða l r é t t i r Laxatvenna – reyktur og grafinn lax Bleikja & humar með hollandaise sósu E f t i r r é t t u r Þriggja rétta máltíð á 4.900 kr. Jack Daniel’s súkkulaðikaka Djúpsteiktur ís og súkkulaði- hjúpuð jarðarber Brasserað fennell, kartöflu- stappa og ostrusveppir eða... Grillað Lambafille Með rófutvennu, sveppakartöflum og bláberja anís kjötsósu Lilja boðar nýtt stjórnmálaafl Lilja Mósesdóttir, óháður þingmaður, boðar nýtt þverpólitískt stjórnmálaafl. Lilja, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna og síðar úr flokknum, þvertekur fyrir að hún sé hluti af nýju stjórnmálaafli Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu Kristínar Helgadóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.