Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 28
gildir til 31 janúar 2012
4 heilsa Helgin 6.-8. janúar 2012
KYNNING
Zumba og
Zumba toning
V eitingastaðurinn Gló, sem er í eigu Sollu Ei-ríks, býður upp á heilsu-
samlega matarpoka með öllum
máltíðum dagsins. Þetta getur
hentað þeim sem vilja taka sig á í
mataræðinu eða bæta neysluvenj-
ur sínar. Hugmyndafræðin á bak
við matarpokana er sú að fólk fái
sem mesta næringu úr matnum.
Passað er upp á að líkaminn fái
öll þau næringarefni sem hann
þarf á að halda. Fólk þarf að
borða mun minna ef um nær-
ingarríkan mat er að ræða fremur
en óhollan.
„Fólki líður því svakaleg vel
þegar það borðar þessa matar-
poka því það er ekki að stútfylla
sig, en fær rosa mikla og góða
næringu og frábæra orku,“ segir
Sólveig Eiríksdóttir veitingakona
á Gló, betur þekkt sem Solla
Eiríks.
Hún nefnir sem dæmi að hún
sé með einn nokkuð stóran mann
sem hefur lést um 30 kíló á ör-
fáum mánuðum án þess að gera
neitt annað en að borða matinn
frá Gló. Þá er Solla með eldri
hjón, en börnin þeirra eru flutt að
heiman, sem hafa komist að því
að það sé hagkvæmara að kaupa
matarpoka af veitingastaðnum en
að kaupa í matinn í matvörubúð,
því þau vilji borða hollan og fjöl-
breyttan mat.
Matarpokarnir henta öllum
og hægt er að sérsníða þá að
þörfum hvers og eins. Solla segir
að íþróttamenn, sem þurfa mikla
orku vegna stífra æfinga, kunni
vel að meta matarpokana sem og
hefðbundið skrifstofufólk, sem
þurfi á mun minni orku að halda.
Fólk getur ráðið hvort það fái
hráfæðisrétt, grænmetisrétt eða
kjúkling í kvöldmat. Í pokanum
er auk þess morgunmatur, milli-
mál, og hádegismatur.
Sætindaþörfin minnkar þegar
fólk borðar hollan mat, að sögn
Sollu. Engu að síður er boðið upp
á hráfæðiköku um helgar, svo fólk
sé ekki að laumast í súkkulaði, og
boðið er upp á sætar kúlur í boxi
alla daga. Það er allur gangur á
því hversu oft fólk kaupir matar-
pokana. Sumir treysta Gló algjör-
lega fyrir mataræði sínu, aðrir
byrja vikuna á hollum matarpoka
og sumir fara í matarátak sem
varir til dæmis í viku.
Solla EIríKS á Gló Matarpokar seM innihalda öll næringarefni
Hollur og fjölbreyttur matur
Tekur að sér mataræði fólks frá morgni til kvölds