Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 34
10 heilsa Helgin 6.-8. janúar 2012
KYNNING
www.sagamedica.is
Sæktu styrk í íslenska náttúru
Úr heilsubrunni
íslenskrar náttúru
K onur eru svo góðar að setja sjálfar sig ekki í fyrsta sætið en við hjá
Baðhúsinu erum að hvetja þær til
að setja sjálfar sig í fyrsta sæti og
hugsa um heilsuna,“ segir Krist-
jana Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri
hjá Baðhúsinu. Þótt þær setji
sjálfar sig í fyrsta sæti verður að
horfast í augu við að tíminn er oft
af skornum skammti og býður lík-
amsræktarstöðin því upp á styttri
tíma, þar sem tekið er vel á því,
þannig að viðskiptavinir geti nýtt
daginn sem allra best.
Annars vegar er um að ræða
hálftíma æfingar og hins vegar 45
mínútna æfingar. „Það þarf ekki
að taka langan tíma í að æfa. Það
er líklegra að þú komir reglulega
allt árið um kring ef æfingin renn-
ur þægilega inn í daginn,“ segir
Kristjana. Hálftíma æfingatíma-
rnir eru í hádeginu og henta því
vel fyrir vinnandi konur. Krist-
jana segir að æfingar styrki allan
líkamann og séu svipaðar þeim
sem einkaþjálfarar bjóða upp á.
Hún segir að að eftirspurn eftir
einkaþjálfurum hafi aukist þrátt
fyrir efnahagskreppuna. „Einka-
þjálfarar eru sífellt að aðstoða
fólk sem hefur aldrei áður farið
í einkaþjálfun,“ segir Kristjana
og bendir á að við einkaþjálfun
öðlist fólk ákveðna grunnfærni
og geti því æft sig markvissara í
tækjasal þegar æfingatímabilinu
með þjálfaranum lýkur. Kristjana
var á heilsuráðstefnu í Mílanó
fyrir skömmu og þar kom fram að
eftirspurn eftir einkaþjálfun fari
vaxandi og að margir kjósi að fara
í saman í litlum hópi til einkaþjálf-
ara, því að hjá einkaþjálfara megi
aðlaga æfingarnar að aðstæðum
hvers og eins.
Rétt er að árétta að Baðhúsið
er líkamsræktarstöð sem er ein-
ungis ætluð konum. Stöðin býður
upp á fjölmörg námskeið. Sér-
staða Baðhússins er sú að allar
konurnar sem eru í KK vildar-
klúbbnum fá frítt á öll námskeið
sem í boði eru og betra verð á lík-
amsræktarkortum. „Við bjóðum
upp á mikið úrval af tímum. Það
ættu flestir að finna eitthvað við
sitt hæfi í Baðhúsinu. Það er hægt
að velja tíma frá sex á morgnana
og alveg fram á kvöld,“ segir
Kristjana.
En það er einnig hægt að
slappa af í Baðhúsinu, eins og
nafnið ber með sér. „Við erum
jafnframt með aðstöðu sem
kallast Hvíldarhreiðrið sem er
ókeypis fyrir viðskiptavini okkar
og hluti af þjónustunni sem við
bjóðum upp á. Þar er heit laug,
gufuböð, bekkir til að hvíla sig á,
kertaljós og róleg tónlist. Þangað
er afskaplega gott að fara eftir
æfingu. Oft mæta þangað tvær
vinkonur eða til dæmis mæðgur
og eiga notalega stund saman,“
segir Kristjana.
Baðhúsið leggur ríka áherslu
á góða þjónustu og þægilegt and-
rúmsloft. Kristjana var að kynna
sér athugasemdir fjölmargra við-
skiptavina líkamsræktarstöðvar-
innar og þar töluðu allir ákaflega
fallega um starfsfólkið og að
þjónustan væri góð.
BaðhúsIð Nóg að gera hjá eiNKaþjálfurum
Konur setji
sjálfar sig í
fyrsta sætið
Styttri æfingar njóta sífellt meiri vinsælda
Kristjana Þorgeirsdóttir,
verkefnastjóri hjá Bað-
húsinu, segir eftirspurn
eftir einkaþjálfun
hafa aukist þrátt fyrir
efnahagskreppuna.
Hvíldarhreiðrið ... Þar
er heit laug, gufuböð,
bekkir til að hvíla sig á,
kertaljós og róleg tónlist.
Þangað er afskaplega
gott að fara eftir æfingu.
Oft mæta þangað tvær
vinkonur eða til dæmis
mæðgur og eiga notalega
stund saman,