Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 6
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Reykjanesbæ Húsavík Vestmannaeyjum Jólin í geymsluna Gerð 002 með hjólum 52 lítra 58x42x34cm 1.890,- Gerð 8858 með hjólum 35 lítra 80x39,5x16cm 1.599,- Gerð B002 með hjólum 46 lítra 55,5x40,5x33cm 1.699,- Gerð B003 með hjólum 28 lítra 49x36x28cm 1.299,- MARC-LEO1 Leo hillueining. 75x30x135cm. 4 hillur 4.990,- MARC-LEO5 Leo hillueining. 100x30x185cm. 5 hillur 6.990,- Gerð 003 með hjólum 28 lítra 49x36x28cm 999,- Krónan veik í upphafi árs 4% Veiking á gengi krónunnar á árinu 2011 Samkvæmt gengisvísitölu Greining Íslandsbanka Milljarðs gjald- þrot trésmiðju kröfur í þrotabú Trésmiðju Fljótsdalshéraðs og tveggja skyldra félaga námu tæpum einum og hálfum milljarði króna. Um fimmtungur þeirra fékkst greiddur. Skiptum á búunum lauk í desember, að því er fram kemur í Lögbirt- ingablaðinu sem austur- glugginn vísar til. Félögin eru kass, TF Festir og Trésmiðja Fljótsdalshéraðs. Þau voru í eigu sömu eða tengdra aðila frá árinu 2002. á uppgangs- árum á mið-austurlandi upp úr árinu 2000 voru félögin umsvifamikil í fasteignavið- skiptum. Til dæmis keypti kass árið 2005 þrettán félagslegar íbúðir af Seyðisfjarðarkaupstað sem leigja átti út og árið 2006 tók það við að reka Valaskjálf á egilsstöðum. um haustið fór rekstur Trésmiðjunnar í þrot. Hún var úrskurðuð gjaldþrota í desember 2006 og hin félögin í mars 2007. einn fyrrum eigenda Trésmiðjunnar var árið 2008 dæmdur til að greiða þrotabúinu yfir 100 milljónir króna. -jh Ættleiðingar frá Búðardal til reykjavíkur Veiting leyfa til ættleiðinga færðist um áramótin frá sýslumanninum í Búðardal til sýslumannsins í reykjavík. Með reglugerð frá árinu 2006 var sýslumanninum í Búðardal falið að annast útgáfu ættleiðingar- leyfa. Verkefnið er fært þaðan til reykjavíkur með ákvörðun Ögmundur Jónassonar innan- ríkisráðherra, að því er fram kemur í Skessuhorni. Sýslu- maðurinn í reykjavík tekur við meðferð mála sem kann að hafa verið ólokið 1. janúar hjá sýslumanninum í Búðardal. nýj- um umsóknum um ættleiðingar og forsamþykki til ættleiðingar á erlendum börnum skal fram- vegis beint til sýslumannsins í reykjavík. - jh aukning gjald- þrota 63 prósent alls voru 115 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í nóvember síðastliðnum samanborið við 101 fyrirtæki í nóvember 2010, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands, flest í fjármála- og vátrygginga- starfsemi. Fyrstu 11 mánuði ársins 2011 var fjöldi gjaldþrota 1.432 sem er 63 prósenta aukning frá sama tímabili árið 2010 þegar 877 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Þá greinir Hagstofan frá því að í nóvember voru skráð 166 ný einkahlutafélög en 117 í nóvember 2010. - jh R annsóknarstyrkir til Háskól-ans í Reykjavík úr innlendum samkeppnissjóðum þrefölduð- ust á árunum 2007 til 2010; fóru úr um 70 í um 221 milljónir króna. Hefur Háskólinn í Reykjavík tekið forystu meðal íslenskra háskóla sem rann- sóknarháskóli á sínum sérsviðum sem eru viðskipti, tækni og lög. Skól- inn birtir fleiri vísindagreinar á þeim sviðum en aðrir innlendir háskólar og hafa greinarnar birst í alþjóðlega viðurkenndum vísindatímaritum. Frá árinu 2007 til 2010 hækkaði meðalstyrkupphæðin á verkefni úr 2,6 í 6,1 milljón króna en auk rann- sóknastyrkja úr íslenskum sam- keppnissjóðum hefur HR fengið marga rannsóknarstyrki úr erlend- um samkeppnissjóðum. Er þessi árangur þeim mun merki- legri því hann hefur náðst þrátt fyr- ir almennan efnahagssamdrátt og niðurskurð. Dr. Ari Kristinn Jóns- son, rektor Háskólans í Reykjavík, segir lykilatriðin þarna að baki fyrst og fremst tvö; skýr stefna og öflugt starfsfólk. „Árið 2007 tók HR þá stefnu að við skólann yrðu stundað- ar metnaðarfullar rannsóknir sem mældar yrðu með alþjóðlegum mæli- kvörðum. Rannsóknir eru órjúfan- legur hluti háskólastarfs enda skapa þær ekki aðeins nýja þekkingu og stuðla að nýsköpun, heldur næra þær og styðja háskólamenntun. Framkvæmd þessarar stefnu felst meðal annars í stuðningskerfi fyrir rannsóknir, árlegu mati á rannsókn- arvirkni hvers akademísks starfs- manns og skiptingu rannsóknarfjár á deildir eftir rannsóknarvirkni. En ekkert af þessu myndi skila árangri án sterkra vísindamanna. HR nýtur þess að hafa öfluga starfsmenn í rannsóknum sem leggja hart að sér til að ná árangri og á endanum er þessi árangur þeim að þakka,“ segir Ari. Aðspurður segir Ari að kenn- arar og fræðimenn við HR fái ekki betra rými til að sinna rannsóknar- störfum en starfsmenn annarra ís- lenskra háskóla. „Nei, ég tel ekki svo vera. Hlutfall rannsóknatíma starfs- manna í HR er alls ekki hærra en í öðrum háskólum sem stunda rann- sóknir og miklar kröfur eru gerðar til akademískra starfsmanna þegar kemur að gæðum kennslu. Áhersla hefur hins vegar verið lögð á að ráða mjög hæft starfsfólk í akademískar stöður og eru gerðar skýrar kröfur um menntun og reynslu sem standi undir kennslu og rannsóknum á há- skólastigi.“ Ari bendir á að þessi áhersla skól- ans á rannsóknir vegi töluvert þungt í að skapa öflugum starfsmönnum umhverfi sem nærir þá og hvetur. „Margir okkar starfsmanna eru al- þjóðlega samkeppnishæfir og geta sótt annað, en hafa valið að helga HR krafta sína. Fyrir það er skólinn mjög þakklátur.“ -jk  HR Í foRystu sem RannsóknaRHáskóli á sÍnum séRsviðum ÚTSALA Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is af öllum barnavörum 30-50% afsláttur Rannsóknarstyrkir til HR þrefaldast Skólinn birtir fleiri vísindagreinar á sínum sérsviðum en aðrir innlendir háskólar og hafa greinarnar birst í alþjóðlega viðurkenndum vísindatímaritum. Dr. ari Jónsson, rektor Háskólans í reykjavík, segir að markvisst sé unnið að því að efla ytri fjármögnun á rannsóknum með því að auka sókn í innlenda- og erlenda samkeppnissjóði. Úthlutunarhlutfall skólans hjá sam- keppnissjóðum, þar sem keppt er um rannsóknarstyrki byggt á jafningjamati, er mikilvægur mælikvarði á akadem- ískan styrk. á aðeins fjórum árum, frá 2007 til 2010, þrefaldaðist heildarstyrk- upphæð úr innlendum samkeppnis- sjóðum til skólans. auk rannsókna- styrkja úr íslenskum samkeppnissjóðum hefur Hr fengið marga rannsóknastyrki úr erlendum samkeppnissjóðum, meðal annars þrjá myndarlega styrki úr 7. rannsóknaráætlun evrópusambandsins. Aðspurður svarar Ari að erfitt sé að segja til um hvað standi uppúr af birtum rannsóknum undanfarin ár. „Það að velja ákveðin dæmi er á við að þurfa að gera upp á milli barnanna sinna en svo er líka umfang rann- sóknanna og birtinganna orðið mjög mikið. Það sem stendur upp úr í mínum huga er fyrst og fremst hversu mikill árangur hefur náðst á stuttum tíma og hversu stór hluti birtinga starfsmanna er í svokölluðum iSi tímaritum sem eru ákveðinn gæðastaðall í rannsóknum. Það má þó nefna tvo einstaklinga sem hlotið hafa árleg rannsóknaverðlaun Hr síðustu ár og eru meðal þeirra vísinda- manna Hr sem eru í fremstu röð á alþjóðavísu – þeir Magnús Már Halldórs- son í tölvunarfræðideild og Slawomir koziel í tækni- og verkfræðideild.“ Mikilvægur mælikvarði á akademískan styrk Dr. Ari Jónsson, rektor Háskólans í reykjavík, segir árangurinn byggja á stefnu- mörkun frá 2007 og öflugu starfsfólki. Ljósmynd/Hari gengi krónunnar veiktist nokkuð gagnvart helstu viðskiptamyntum okkar á nýliðnu ári. evran kostaði í upphafi síðasta árs tæpar 154 krónur en var í lok ársins orðin 5 krónum dýrari. Veiking krónunnar á árinu nam 3,5 prósentum. Bandaríkjadollar, sem kostaði 115 krónur í upphafi árs, kostaði tæpar 123 krónur í lok árs. Veiking á árinu nam 6 prósentum. Þá veiktist krónan um 6,6 prósent gagnvart breska pundinu en pundið kostaði 191 krónu um áramót sem er 13 krónum meira en það kostaði fyrir ári, að því er fram kemur hjá greiningu Íslandsbanka. gengisvísitalan, sem vegur saman verð gjaldmiðla helstu viðskiptaþjóða Íslands, stendur í upphafi nýs árs í rúmlega 217 stigum en var 208 stig í upp- hafi síðasta árs. Gengi krónunnar veiktist á þann mælikvarða um rúmlega 4 prósent árið 2011. - jh 6 fréttir Helgin 6.-8. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.