Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 60
Fanný og Alexander frumsýnt Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld, föstudagskvöld, Fanný og Alex- ander sem sett er upp eftir einni af frægustu bíómyndum Svíans Ingmars Bergman. Sýningin er hátíðarsýning leikhússins en á miðvikudaginn verður Leikfélag Reykjavíkur 115 ára. Fanný og Alexander var fyrst sett upp í Osló haustið 2009 og hefur sýningin þar slegið öll aðsóknarmet. Leik- stjórn er í höndum Stefáns Bald- urssonar en Þórarinn Eldjárn sá um þýðingu. Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson eru í burðar- hlutverkum en alls taka 20 leik- arar þátt í sýningunni. Þegar er uppselt á fyrstu 16 sýningar. -óhþ 80 prósent áhorf á áramótaskaupið Áramótas- kaupið virtist fjalla lands- mönnum vel í geð ef marka má áhorfstölur. Meðaláhorf á skaupið er sam- kvæmt mælingum 79,9 prósent. Þetta þýðir að á hverjum fimm mínútum horfðu að meðaltali rétt tæplega 80 prósent landsmanna á áramótaskaupið. Uppsafnað áhorf var rúmlega 82 prósent þannig að sjá má að nær allir hafa setið sem límdir yfir skaupinu allan tímann. Áhorfið í ár er mun betra en í fyrra en þá var meðaláhorf 72,7 prósent eða tíu prósentum lægra. Aðrir dagskrárliðir sjónvarps sem slógu í gegn yfir jólahátíðina var upptaka frá tónleikum Páls Óskars og Sinfóníuhljómsveitar Íslands en rétt rúmlega helmingur lands- manna horfði á þá. -óhþ Spark vinsælasti bíllinn 2011 Smábíllinn Chevrolet Spark var mest seldi bíllinn á Íslandi árið 2011 ef sala á bílum til bílaleiga er ekki talin með. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu. Alls seldust 148 Spark-bílar á árinu, átján fleiri en VW Passat sem var næst mest seldi bíllinn á árinu. Í sætunum á eftir komu Skoda Octavia með 125 bíla selda og Toyota Land Cruiser 150 með 123 bíla selda. Í heild seldist Toyota mest allra bíla- tegunda hvort sem tillit er tekið til sölu til bílaleiga eða ekki. Toyota seldi 360 bíla fyrir utan sölu til bílaleiga, tuttugu fleiri en Chevrolet og 39 fleiri en Volkswagen. -óhþ Nýárssundmót fatlaðra í Laugardal Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fer fram í innilauginni í Laugardal á sunnu- daginn. Keppni hefst klukkan 15 en næstum hundrað börn frá átta að- ildarfélögum Íþrótta- sambands fatlaðra eru skráð til leiks. Kolbrún Alda Stefánsdóttir, íþróttakona ÍF árið 2011, verður á meðal keppenda en hún er handhafi Sjómannabikarsins sem er afhentur fyrir besta afrek mótsins hvert ár. Ögmund- ur Jónasson innanríkisráðherra verður heiðursgestur þessa tuttugasta og níunda Nýárssund- móts fatlaðra. -óhþ HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Hrósið … ... fær handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson sem hefur náð frábærum árangri með Füsche Berlin og það í bestu handboltadeild í heimi. Liðið er í öðru sæti þýsku deildarinnar, hefur verið valið íþróttalið Berlínar undanfarin tvö ár og Dagur var valinn besti þjálfari heims í netkosningu í vikunni.2012 Stórlækkað verð með NorræNu NæSta Sumar Húsbíla & HjólHýsa tilboð Bókaðu SNemma til að tryggja þér pláSS. Fjarðargötu 8 ·710 Seyðisfirði · Sími: 472 1111 Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Stangarhyl 1 · 110 reykjavik · Sími: 570 8600 Nú býðst þeim sem sigla fram og til baka frá Seyðisfirði til Danmerkur og Færeyja sérlega hagstætt verð sem felur í sér verulega lækkun milli ára. Eftirfarandi verðdæmi miðast við að fólk ferðist með bíl að 5 metrum að lengd og ekki hærri en 1,9 metrar. ATH, takmarkað pláss er í boði og þessi tilboð falla úr gildi þegar ferðir eru orðnar vel bókaðar og því hvetjum við þá sem ætla með Norrænu að tryggja sér pláss með því að bóka snemma. DaNmörk Háannatímabil Seyðisfj. - Danm. - Seyðisfj. Tveir fullorðnir með bíl, gist í 2m klefa inn. Fullt verð kr. 301.400 Afsláttur kr. 83.800 tilboð kr. 217.800 Færeyjar Háannatímabil Seyðisfj. - Færeyj. - Seyðisfj. Tveir fullorðnir með bíl, gist í 2m klefa inn. Fullt verð kr. 201.600 Afsláttur kr. 67.800 tilboð kr. 133.900 Færeyjar Háannatímabil Seyðisfj. - Færeyj. - Seyðisfj. Tveir fullorðnir og tvö börn (3- 11 ára) með bíl, gist í 4m klefa inn Fullt verð kr. 274.000 Afsláttur kr. 93.700 tilboð kr. 180.300 DaNmörk Háannatímabil Seyðisfj. - Danm. - Seyðisfj. Tveir fullorðnir og tvö börn (3- 11 ára) með bíl, gist í 4m klefa inn. Fullt verð kr. 428.200 Afsláttur kr. 154.400 tilboð kr. 273.800 HÚSBÍLAR Háannatímabil. Seyðisfj. - Danm. - Seyðisfj. Húsbíla og hjólhýsa tilboð til Danmerkur Nú býðst húsbíla- eigendum og þeim sem eru með hjólhýsi frábært verð á háanna- tímabili til Danmerkur. Verðdæmi: Tveir fullorðnir með húsbíl að 9 metrum, gist í 2m klefa inn. Fullt verð kr. 617.400 Afsláttur kr.353.800 Tilboð kr. 263.600 WWW.smyril-line.is BE TR I S TO FA N Tilboðin gilda aðeins þegar ferðast er fram og til baka frá Seyðisfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.