Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1923, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.01.1923, Blaðsíða 26
24 LÆKNABLAÐIÐ Hvert mun nú tilefniö til þess aö mönnum hefir komið til hugar aö leggja niöur þetta embætti, sem samkvæmt ummælúm landsstjórnarinnar hefir meö höndum hvorki meira eöa minna en stjórn nálega allra heil- brigðismála landsins? Hafa menn mikla trú á því, aö starfiö verði betur af hendi leyst af hinu væntanlega heilbrigöisráði heldur en væntanlegun) landlæknum, ])ótt slíkt fyrirkomulag kunni aö hafa sína kosti til aö bera? Ástæðan til þess aö einstöku mönnum hefir fundist embættinu ofaukiö mun öllu heldur vera sú, að núverandi landlæknir hefir á siöari árum, af ástæðum sem kunnar eru, ekki unnið sem vera skyldi, eöa jafnvel alls ekki, aö ýmsum mikilvægum störfum sem á embættinu hvila. Núverandi og fyrirfarandi landsstjórnir bera ábyrgö á þessu ástandi. Flesta ráö- herra hér á landi hefir skort hreinskilni og manndóm til þess aö ganga eftir þvi, aö embættismenn landsins geri skyldu sina. í stað þess aö g a n g a e f t i r þ v í, a ö e m b æ 11 i. s m a ð u r vinni' s k y 1 d u- s t ö r f s í n, finnur ráöuneytiö upp þaö snjallræði, aö e m b æ 11 i han s s k u 1 i 1 a g t n i ö u r. Eftirlitinu meö læknum landsins liugsar stjórnin sér þannig, „aö maö- ur yröi viö og viö sendur til þessa, samkvæmt tillögum heilbrigðisráðs- ms,“ Væntanlega mun tilætlunin aö þessi „maður“ veröi einhver læknir, sem í svipinn hefir ekki ööru að sinna. Eftir er aö vita, hvernig héraös- læknum kann aö getast aö slikum útsendurum, og ekki ber þessi hugsun stjórnarráösiris meö sér, aö því sé ljóst í hverju eftirlit meö héraðslækn- um skuli faliö. Ef menn liugsa sér eftirlitið aöallega fólgiö í því, aö telja skuröarhnífa og skæri og telja saman lyfjaforöa héraðslækna, mætti auð- vitað senda til þess hvern sem er. En fari hiö svonefnda eftirlit fram eins og til er ætlast, má einmitt leggja mikið upp úr þeirri persónulegu kynn- ing, sem landlæknir öölast af héraðslækninum á heimili hans. Þótt nú liggi viö borö, aö héraöslæknarnir séu höfuðlaus her, ætti ástandíö helst aö vera þannig, að landlæknir væri einskonar p a t e r f a m i 1 i a s lækn- stéttarinnar, sem á ferðum sínum kynnir sér óskir og þarfir héraöslækn- anna, áhugamál þeirra viö ýmislegar heilbrigöisráöstafanir í héruðunum og væri boöinn og búinn aö létta þeim starfiö og vekja áhuga þeirra meö hverskonar upplýsingum og aöstoö. Ekki er annað líklegt, en að hið vænt- anlega heilbrigöisráö og héraðslæknar muni Itauka hver í sínu horni, ef hugmyndir landsstjórnarinnar ættu að ráða. En svo langt nær þó kunnug- leiki stjórnarinnar, aö hún veit aö næsta fá skyldustörf hvíla á héraös- lækninum í Reykjavík, eftir aö bæjarlæknirinn kom til sögunnar. Stjórn- inni hefir því fundist forsvaranlegt, aö bæta nýju starfi á þennan héraðs- lækni, sem sé að setja hann í heilbrigðisráð, til þess aö láta hann þar, rn. a. starfa, hafa eftirlit með sjálfum sér! Síðasta ástæðan sem stjórnin færir fram i aths. sínutn fyrir afnánti landlæknisembættisins er sú, aö þaö muni sparast árslaun landlæknis, sem nú nema kr. 9500,00, en aö skrifstofukostnaður hans, sem nú er kr. 2000,00, muni nægja handa heilbrigðisráðinu. Ekki er trúlegt aö mikið starf veröi heimtað af ráðinu, þegar þrír eiga að skifta á milli sín kr. 2000,00, og greiða auk þess skrifstofukostnað af þeirri upphæö. En svo eru störl' þau sent nú hvíla á landlækni, en flytjast eiga i stjórnarráðið. Stjórnin ætlast ekki til, að neitt kosti aö vinna þau verk, en slíkt getur naumast átt sér staö, nema menn séu fyrir á skrifstofum stjórnarráösins, sem hafa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.