Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 3
iiKiiflBiflme
ii. árg. Reykjavík, i. apríl 1925. 4. blað.
Meðalalýsi.
Erindi flutt i Læknafélagi Reykjavíkur 9. febrúar 1925.
Eftir Trausta Ólafsson, efnafræðing.
Notkun þorskalýsis í þágu læknisfræöinnar er ekki sérlega gömul, en
aö sjálfsögöu hefir margs konar lýsi Jjekst, og veriö notað frá fornu fari,
af þeim, sem fiskveiöar hafa stundaö. Gufulirædda lýsið, sem nú ryður
sér æ meir og ineir til rúms, á sér heldur ekki langa sögu. Fram undir
miðja 19. öld, þektist ekki annaö lýsi en sjálfrunniö (hrálýsi), og lýsi, sem
unnið var með því aö bræða lifrina yfir eldi. Lifrinni var safnað sam-
an í stór ilát um aöalveiöitímann. Þannig var þaö t. d. við Lófót. Ver-
tíðin liyrjaöi í janúar, en venjulega var komiö fram í maí, þegar lifrin
var tekin til meðferöar. Elsta lifrin var þá grotnuö í sundur, og talsvert
runnið úr henni af lýsi, sem nefnt var „blank tran“. Úr nýrri lifur var
minna lýsi runnið. Það var ljósara á lit og nefndist hrá-meðalalýsi (raa
Medicintran). Þegar hitna tók i veðri, rotnaði lifrin enn meira, og þá
rann úr henni svonefnt „brun blank tran“. Þegar ekki kom meira lýsi af
sjálfu sér var hitaö yfir eldi, og þqnnig unnið brúnlýsi; stundum var svo
þrýst úr afganginum.
Þaö má nærri geta, að minst af því lýsi, sem unnið var á þennan hátt,
liefir í raun og veru getað talist nothæft sem meðalalýsi. Meiri hluti lifr-
arinnar var orðinn svo rotinn, þegar lýsið var fleytt ofan af, að ekki gat
hjá því farið, að ýms óheilnæm efni kæmust í það. Lifrin var lítt hreins-
uð, gallið meðal annars látið fylgja, og varð því flest til þess að lýsið
gæti skemst. í þá daga var það raunar ekki óalgeng skoðun, að hinir góðu
eiginleikar lýsisins væru einmitt aö þakka þeim efnum, sem gáfu því sem
sterkasta lykt eöa bragö.
Sagt er, aö undir lok 18. aldar hafi lýsi verið ráðlagt við gigt. 1822
er þaö svo tekið upp í þýska lyfjabók, sem meðal við gigt og beinkröm.
í Bretlandi mun þaö ekki hafa verið notað alment fyr en eftir 1840.
Nokkru seinna fer svo lýsisvinslan að þokast úr hinum gömlu skorðum.
Þá er farið að benda á, að hentugra mundi að taka lifrina sem nýjasta, og
bræða hana á þann hátt að hita hana með vatni (1853). Með jiví varö
komið í veg fyrir, að lifrin yrði fyrir svo sterkum hita, að lýsið skemdist.
Rotnunarefnin mætti losna við, og það var auðvitað mikils virði. Þá.voru
bræðslupottarnir ennfremur gerðir tvöfaldir og hitaðir með gufu, sem
leidd var milli ytra og innra l)orðsins (óbein gufubræðsla). Loks var sú
aðferð tekin upp, að bræða með gufu, sem leidd var niður í sjálf bræðslu-