Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 59 anna ekki út eöa mjög lítiS, en neðri hluti lungnanna, eSa sá hluti lungn- anna, sem heilbrigSur er, heíir aSallega öndunarstarfiS á hendi. Þessi hvíld, sem lungun fá á þennan hátt eSa hinn sjúki hluti þeirra getur alveg bætt upp þaS gagn, sem „artificiel pnevmothorax“ gerir og ýmsar aSrar ,,thoracoplastiskar operationir“, og gerir þær sumpart óþarfar eSa verkar jafnframt þeim, en sviS þeirra og gagnsemi er mjög takmörkuS áSur. Þessi öndunaraðferS sem mætti kalla þindaröndun eSa hvíldaröndun, getur í engu tilfelli gert skaSa, en dr. Knopf telur henni margt til gild- is sem góSri hjálp fyrir sjúkling meS berklaveiki í lungum. Sumir kunna aS halda, aS meS þessari hægu öndun fái sjúklingarnir ekki nægilega mikis af súrefni eSa ldsni tæplega viS þá kolsýru, er mynd- ast í líkamanum, en svo er ekki, ]>ví kolsýran í vefum líkamans segir ætíS til um hversu djúpt eSa ótt þarf aS draga andann, og auSvitaS verSur andardrátturinn því dýpri, sem hann er sjaldnar. Dr. Knopf hefir líka sannaS meS því aS anda gegnum „Spirometer", aS kolsýran í útöndunar- loftinu og súrefniS i innöndunarloftinu, er nálega alveg hiS sama, hvort sent menn anda aS eins meS þindinni og hægt, eSa menn láta alla öndunar- vöSva hjálpa til viS öndunarstarfiS eins og menn gera vanalega ósjálfrátt. í ritgerS þessari eru margar umsagnir og vottorS um þessa öndunar- aSferS dr. Knopfs frá mörgum hinum þektustu berklaveikislæknum bæSi í Ameríku og Evrópu, og ljúka flestir lofsorSi á hana, og þykir hún lík- leg til aS vera rnikil hjálp í baráttunni gegn herklaveiki í lungunum. ÞaS er viSurkent, aS því auSveldlegar sem einhverju líffæri verSur haldiS i kyrS, þess meiri eru líkurnar fyrir því, aS berklaveiki geti batnaS i því. Berklaveiki batnar tiltölulega oft i beinum og liSum, vegna þess aS þaS er auSvelt aS fyrirbyggja hreyfingu á þeim. Berklaveiki í kirtlum er til- tölulega hættulítil vegna þess aS þeir hreyfast ekki. Berklaveiki í lungum er hættulegust vegna þess, aS lungun eru svo starfl)undiS líffæri meS staS- bundinni hreyfingu og mestir erfiSleikar á aS fyrirbyggja hreyfingu þeirra. Þess vegna eru öll meSöl þakkarverS, er miSa aS því aS fyrir- byggja sem mest hreyfingu lungnanna. Nú orSiö eru menn farnir aS ef- ast um gagnsemina af „artificiel pnevmothorax", vegna þess aS sú aS- gerS fyrirbyggir ekki nægilega hreyfingu lungnanna, en aftur á móti hefir gegnumlýsing meS Röntgengeislum sýnt, aS viS hæga þindaröndun hreyf- ist efri hluti brjóstkassans ekkert, en talsvert viS brjóstöndun. Læknirinn verSur aS kenna sjúklingnum þessa öndunaraSferS, hvort heldur er i prívat praxis eSa á sjúkrahúsum og heilsuhælum. ÞaS verS- ur aS vera góS samvinna meS lækni og sjúklingi, annars fer alt út um þúfur, og áhuginn dofnar áSur en árangurinn er fenginn. Oft má gera sjúklinginn áhugasaman í þessu starfi rrieS þvi að láta hann telja, hve oft liann dregur andann á mínútu, t. d. 5 sinnum í staS 20 sinnum áSur, og láta hann svo reikna út hve margar öndunarhreyfingar hann hefir sparaS sér t. d. á 5 klukkutímum. Best er fyrir sjúklinginn aS liggja á bakiS og rísa nokkuS i rúminu eSa i legubekk meSan hann temur sér öndunaræfingarnar. Um aS gera aS liggja í góSum hvíldarstellingum, svo allir vöSvar hvíli sem best eSa séu starflausir. Sjúklingurinn verSur líka aS vera i góSu andlegu jafnvægi, honuin dugar ekki aS hugsa um annaS á meSan, hann verSur aS einbeita huganum aS þessu starfi, aS anda aS eins meS þindinni. Læknirinn stendur fyrir framan sjúklinginn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.