Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 15
LÆICNABLAÐIÐ 61 og reyna án allra hleypidóma, og sjúklingarnir eru þolgóöir á aö iöka liana, er eg viss um, að mikiö er unniö meö aöferð þessari. Þeim sjúkling- um, sem líkur eru til að batni til fulls, batnar fyr en ella. Hjá hinum, sem liafa sjúkdóminn á hærra stigi, mun þaö ávinnast, að sjúkdómurinn stöðvast, batinn kemur fyr og þeim líður betur en ella. Með hjálp þessarar einföldu aðferðar, sem eg sting upp á við læknastéttina, í viöbót við þau önnur hjálparmeðöl, sem þegar hafa reynst áhrifamikil í því að minka dauðsföll og sýkingu af völdum berklaveikinnar, þá er það mín óbifanleg trú og von, að vér að lokum sigrumst á hinum geigvænlega hvíta dauða.“ Hvað sem annars má um þetta segja, sýnist þessi aðferð skynsamleg i alla staði, og vel þess verð að hún sé reynd til þrautar. Það er víst, að dr. A. Knopf nýtur óskorins trausts og álits meðal læknastéttarinnar í Ameríku. Jónas Kristjánsson. Skarlatssótt. í fyrra skrifaði eg í Læknabl. dálitla athugasemd viö grein eftir Steingr. Matthíasson um difteri. Þar gat eg um að W. Schultz, sá er fundið hefði h i ð m e r k i 1 e g a „A uslöschphánomen" v i ð s c a r 1 a t i n a, notaði mikið hina svokölluðu T.A. (toxin-antitoxin) aðferð til hálf- aktivrar immuniseringar viö difteri. Mér datt strax á eftir í hug, að ef til vill vissu sunxir kollegar heima ekki alment mikið um þetta Auslösch- phánomen og hversu merkilegt það er. Nú er það orðið meira þekt í sam- bandi við hin nýju vísindi um scarlatina, og skal eg nú segja dálítið frá þessu. — Eg heyrði W. Schultz halda fyrirlestra um þetta í Berlín í hitteð- íyrra. Minnir mig að hann kvæðist hafa fundið þetta af tilviljun éinni. Hann hafði ætlað að dæla normalserum subcutant í sjúkling með scarlatina, en nokkuð af vökvanum lenti intracutant. Eftir dægur hvarf scarlatina- útþotið af tveggjakrónu stórum bletti í kringum stunguna, og eftir ca. 30 tíma tók þessi blettur að hreistra, en sjúkdómurinn hélt áfram eftir sem áður. Síðan dældi hann normalserum af ásettu ráði inn í sjálfa húðina og fékk ávalt sama fyrirbrigðiö. Þá reyndi hann með serum scarlatina- reconvalescenta, og fór enn á sömu leið. Schultz—Charltons Auslöschphánomen (Charlton vann einnig aö þessu) er þá þetta: Dæli maður serum scarlatina-reconvalescenta eða heilbrigðra manna (flestra) inn í húðina á scarlatinasjúkling, hverfur útþotið af dá- litlum bletti í kring um stunguna, og helst svo þar til útþotið er horfið ann- arsstaðar af likamanum, og þessi blettur hreistrar að jafnaöi fyrA Mátti nota þetta sem diagnosticum við scarlatina. Fengi sjúkl. með scar- iatinalikt útþot þetta Auslöschph. ekki, þjáðist hann ekki af scarlatina, en fengi hann það, var það örugglega scarlatina. Seinna fanst, að serum scarlatinasjúkl., á hinu acuta stadii, og serum einstakra heilbrigðra, gaf ekki Ausl.ph. Schultz sjálfur taldi þetta eins konar locala lækningu á scarlatina, og auk þess, og aðallega, hið ágætasta hjálparmeðal til að * Zeitschrift f. Kinderheilkunde, 17, 328, 1918,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.