Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 67 Þessi meöferö er þýÖingarmikil, því fóturinn stirðnar afarfljótt eftir allar fracturae Pottii, ef ekki er Ijyrja'ð á hreyfingunum mjög snemrna. í sambandi við þenna útdrátt vil eg skýra frá einkennilegu tilfelli, sem eg sá á Beekman Street Hospital. Póstafgreiðslumaður, sem stóð á sléttu steingólfi, féll niður í epileptisku kasti og fékk svo slæma Potts fractur, aö fóturinn bókstaflega dinglaði laus í öklaliðnum. Við einföld Potts brot, þar sem niall. er beill, hafa mér reynst ágætlega einfaldar gipsspelkur, en þær nota Amerikumenn mikiö. Þær eru gerðar á þann hátt, að maður leggur aflangan bómullarflóka á borð, rekur ofan á hann vott gipsbindi fram og aftur, þangað til komið er gipslag, af hæfi- legri lengd, breidd og þykt. Síðan leggur maður þetta á liminn, áöur en gipsið er harðnað, og lætur auðvitað bómullina snúa að, en gipsið út, þá lagar það sig alveg eftir limnum. Þessar spelkur eru mjög Jiægilegar þegar taka þarf umbúðirnar af daglega til þess að hægt sé að liðka lim- inn. Þegar komin er góð samfesta, getur sjúklingurinn sjálfur tekið þess- ar umbúðir af og látið þær aftur á. P. V. G. Kolka. Lymphaticostomia og barnsfararsótt. (Surgery, Gynec. and Obstet. Jan. ’24). Við sepsis puerperalis berast sýklar og toxin frá leginu inn í blóðið gegnum ductus thoracicus. Ræsla (drainage) á ductus er tiltölu- lega auðveld og getur verið til mikils gagns meö því að losa likamann við toxin. 10% glucose má spýta inn í æðar jafnhliða og með endurtekn- ingum. Lymphaticostomia er gerð með skurði aftan við m.sternocleidomast. P. V. G. Kolka. Paul Guéniot og Segny: Essais de transfusioin du sang chez les prématurés débiles. (Gynécologie et Obstetrique No. 2, 1925). Höf hafa reynt að hressa við veikluð, ófullburða börn með því að gefa þeim blóðtransfusion, og hafa séð af því góðan árangur. Aðferöin er mjög einföld. Blóðið er tekið úr venu, frá móðurinni, 15—20 ccm. Til þess er notuð 20 ccm. sprauta, sem skoluð er innan með sol. citratis natrici 1—10 og skilinn er eftir í sprautunni 1 ccm. af þessari upplausn. áður en blóðið er sogið upp í liana, þá er engin hætta á storknun. Þá er holnál stungið inn í sinus longitudinalis á barninu, við aftasta hornið á stóru fontanell- unni, og þá er blæðir gegnum nálina er vissa fyrir því, að nálin er í sinus. Svo er sprautan sett í samband við holnálina og blóðinu þrýst inn mjög hægt. Á þennan hátt fær 1500 gr. barn c. % af því blóðmagni, sem fyrir er, í viðbót, og er það ekki lítil transfusion. Börnin þola þetta venjulega mjög vel. Líkamshitinn, sem, venjulega er of lágur hjá börnum þessum, vex um 1—2 stig skönnnu eftir transfusionina og barnið fer mjög brátt að þyngjast. Höf. halda að hér sé ekki eingöngu um aukið blóðmagn að ræða fyrir börnin, heldur fái þau lika með blóðina frá móðurinni ýms nauðsynleg efni, hormona o. fl., sem þeim getur að gagni konúð, en sem þau hafa ekki orku til að framleiða sjálf. G. Th. Fósturlát. (Surgery, Gynec. and Obstet. Jan. '24). Dr. Hillis í Chicago sem hefir haft icoo fósturlát til meðferðar, vill ekki nota neina activa meðferð við fósturlát, feliril né afebril, í fyrstu 5 dagana, nema alvarleg blæðing útheimti, að legið sé tæmt. P. V. G. Kolka. Blöðrutæming. (Internat. Abstr. of Surgery. Jan. '24). Það er mjög hættulegt að tæma skyndilega chroniskt yfirfylta þvagblöðru, vegna þess að þvagfærin lilóðfyllast jiegar þrýstingurinn rninkar snögglega. Af þvi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.