Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ
65
Úr útlendum læknaritum.
Dómar um sanocrysin.
í útlendum læknaritum er allrækilega ritaS um sanocrysin-lækingarnar
og birtir ritdómar um bók próf. Möllgaards: Chemotherapy of Tuber-
culosis. Er mjög fróðlegt aö kynnast, hvernig læknar ví'ösvegar um heim
líta á þetta mál.
Hospitalstidende 12./2. '25. H. C. Jacobæus, yfirlæknir viö Sera-
phimer-spítalann i Stokkhólmi bendir á, að gulllækningar hafi veriö
iökaðar við tub. í 15 ár. Er samþykkur kenningu Möllg. um, aö eitr-
unareinkennin orsakist af dauöa Ijerklasýklanna, og sé því serum-lækn-
ing heppileg. Þótt kálfar hafi læknast ,,kliniskt“ meö sanocrysin, hefir
verið unt að sýkja naggrísi úr holdi kálfanna, og sannar þaö, að lyfið
hefir ekki drepið sýklana. Próf. J. spyr, hvers vegna ekki hafi verið gerö-
ar lækningatilraunir á „spontan" nautaberklum, og horfi sú berklaveiki
öðru visi við, heldur en tub. þannig tiikomin, að dýrin séu sýkt með
innspýting sýkla. J. telur, að skýrslur spítalalæknanna sýni ekki betri
árangur meö sanocrysin, en fenginn verði nieð annari meðferð; lofar
læknana fyrir samviskusemi og hreinskilni i frásögu þeirra um afdrif
sjúklinganna. Próf. J. er ekki í vafa um, að stundum hafi sanocrysin
hjálpað vel; á þaö bendi að tb. hverfi úr uppgangi og bati sjáist viö
geislaskoðun. J. getur þess þó, að sumar Röntgenmyndirnar í bók Möllg.
séu svo lélega úr garöi geröar, að lítið veröi á þeim bygt; er þetta alveg
rétt. Ráöleggur eindregið að lækka skamtana, til þess að draga úr áhætt-
unni. Telur að sanocrysin-lækningarnar muni upphaf merkra nýjunga
um meðferð á berklaveiki.
Miinchener Medizinische Wochenschrift, 23./1. '25. D r. A. Wolff-
E i s n e r furöar sig á, að í „das kleine Dánemark“ skuli vera unt að
gera svo merkar rannsóknir sem próf. Möllg. hefir af hendi leyst, og
lýsir þetta ófullkominni þekking á nágrannaþjóðinni. Mjög finst honum
til um hinn mikla fjölda kálfa, sem Möllg. hefir fórnað á altari vísind-
anna, og telur í því efni mjög ójafnt á komið með dönskum og þýskum
vísindamönnum. Sanocrysin-lækningarnar hvíla á vísindastefnu Ehrlichs,
og harmar höf., að Þjóðverjar skuli ekki hafa unnið að kliniskum lækn-
ingum á tub.
Berkla-foci eru æðalausir, og því vandkvæði á því, aö gullsölt komist
inn í hið sjúka holcl. Mjög mikilsvert telur dr. W.-E., að sanocr. drepur
bac. tub. í skepnum, en bendir á, að alt annaö mál, og erfiðara, sé að’
drepa bac. tub. hjá sjúkl. með kroniska tub., vegna þeirra breytinga, sem
gerist i holdinu kring um focus; sanocr. komist ekki þar aö, en muni
öllu frekar eiga við berkla á byrjunarstigi. Höf. telur sanocr. aö eins
vera sérfræðinga meðfæri og gerir sér vonir um framför á þessu sviði,
i saml)andi við lækningar Möllg.
Lancet, ritstj.gr. 31./1. '25. Dregið í efa, að „shock“ eftir sanocrysin-
inngjöf orsakist af endotoxinum úr berklasýklum, sem sanocrysinið drepi,
enda geti slikt „shock“ orsakast af öðrum ástæðum. Talið liklegra, aö
sanocr. valdi skemdum í berklaveiku holdi, og komist því sýklar og
toxin á sveim um líkamann. Nafngreindir amerískir læknar hafa áöur