Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
63
íljótt á fyrsta stigi hans. Sé toxinvökva og antitoxinvökva blandaS sam-
an, in vitro, í ákveSnum hlutfölíum, neutraliserast blandan.
Þetta eru ný vísindi og hin merkilegustu. ÞaS er svo um þekkinguna eins
og skáldi'ö segir, aS hún-----„lengir þó leiS, sem langdegis sólskiniö
jafnt.“ Eg hefi getiö um þetta til fróöleiks, en vil þó hér meö eindregiö
leggja til, aö heilbrigöisstjórnin útvegi strax þetta serum, og aö það
veröi þegar nota'ö viö scarlatina heima á íslandi. Þaö num enginn vafi
leika á um gagnsemi þess. Eg get getiö þess, aö Danir hafa þegar byrjaö
lækningar meö því og sjálfsagt flestar aörar þjóðir, En eg hefi haft
spurnir af, aö á Blegdams-spítalanum reynist þaö vel.
Kaupmannahöfn 16. janúar 1925.
Skúli V. Guðjónsson.
Lækuatélag' Reykjavíkur.
Fundur var haldinn mánud. 9. febr. 1925 kl. 8síöd. í kennarastofu
Háskólans. Viðstaddir, auk félagsmanna, þeir Trausti Ólafsson
efnafræöingur, og forseti Fiskifélags Islands, Kristján Bergsson,
og bauÖ íorseti þá velkomna.
I. Lagöir fram endurskoðaðir reikningar Læknabl. fyrir 1924 og voru
þeir samþyktir. Endurskoðendur kosnir Magnús Einarson dýralæknir og
Halldór Hansen.
II. T r a u s t i Ó 1 a f s s o n efnafræðingur flutti erindi þaö um
m e ö a 1 a 1 ý s i, sem birtist á öðrum staö í Lbl.
Kristján Bergsson fór nokkrum oröum um framleiðslu lýsis í
lieimahúsum, er yfirleitt heppnaöist vel; taldi liann heimatilbúið lýsi
venjulega taka mjög fram lýsi úr togaralifur, er venjulega væri gömul
þegar bræðslan fer fram en auk þess oft og einatt gallsprengd og blóö-
hlaupin. Lýsti óþrifalegri meðferð lifrar á Ijræöslustöövunum. Taldi hann
okkur ekki standa ver að vígi en Norömenn um framleiðslu meöalalýsis,
en þó þektist ekki íslenskt meöalalýsi á heimsmarka'ðinum. Ræðumaður
vildi láta l^anna útflutning meöalalýsis, nenia framleitt væri undir læknis-
eftirliti á þriflegum, vel útbúnum Ijræöslustöövum.
Jón Jónsson greindi frá lýsisbræöslu Norðmanna á Austfjöröum
um aldamótin.
Til ntáls tóku : Þ. S v., Ó 1. G u n n. og G. C1.
Kristján Bergsson bar fram svohlj. till:
„Fundurinn skorar á Alþingi að breyta lögum nr. 42 frá 26. okt. 1917
þannig, aö bannað sé aö flytja úr landi sem meðalalýsi, eöa selja innan-
lands, annað lýsi en ])aö sem framleitt er undir lækniseftirliti og af mönn-
um seni sérþekking hafa á starfinu."
Frestaö atkv.greiöslu um till. til næsta reglulegs fundar. Fundi slitiö.
Mánud. 23. fehr. 1925 var a u k a f u n d u r haldinn í Lf. Rvíkur á
venjul. staö og stundu.