Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 7i íyrir mig umbúöir fyrir vertíöina, geta þeir einir læknar, sem hafa rétt til lyfjasölu, oröiö aönjótandi þessara hlunninda. Vegna þess til dæmis, að sérstök lyfjabúð er hér í Eyjum, er mér varnaö aö fá língrisju með heild- söluveröi frá útlöndum, enda þótt eg þurfi af henni 4—500 metra á ári. Þetta er því einkennilegra, sem lyfsölubúðirnar hafa ekki einokunarrétt á þessari vörutegund. Hvar í heiminum skyldi Jjekkjast dæmi til þess annarstaðar en hér, að ríkið setji á stofn og reki viðskiftafyrirtæki, sem þegnunum er siðan með lögum bannað að skifta við ? Það virðist harla skrítið, að allir læknar skuli ekki mega kaupa gegnum Lyfjaverslun ríkis- ins, bæði umbúðir og öll þau efni, sem ekki er hægt að gefa sjúkling- unum ávísun á til lyfjabúðarinnar, en læknirinn verður sjálfur beinlínis að nota í praxis sinni. Slík efni eru, auk venjulegra umbúða, t. d. þau, er koma frá verksmiðjunum í luktum glösum (ampullum), tilbúin til inndælinga, svo sem caseosan, novoprotin, pituitrin og þau, er nota þarf i daglegri praxi.s við ýmsar handlæknisaðgerðir, til dæmis novocaintablett- ur til deyfingar, chloræthyl til svæfingar o. s. frv. Enginn læknir, sem ætlar að draga eina tönn úr efri góm með devfingu, fer að láta sjúkling- inn kaupa eftir lyfseðli glas með 20 tablettum, þegar 2 nægja. Öll þessi efni verður maður sjálfur að eiga heima hjá sér. Hvaða sann- girni er í því, að meina manni að fá slík lyf gegnum Lyfjaverslun ríkisins, úr því að hún var eimnitt stofnuð fyrir læknastéttina ? Eg geri ráð fyrir, að Lyfjaverslun rikisins sæti eins góðum innkaupum og lyfjabúðirnar hér, en þær verða auðvitað að leggja á sína vöru. Þegar maður kaupir umbúðir og dagleg lyf fyrir 2000 krónur á ári, hlýtur sú álagning að nema a. m. k. 4—500 krónum, sem unt væri að spara sér, ef hægt væri að kaupa af Lyfjaversluninni. Enginn skilji orð mín svo, að eg sjái of- sjónum yfir þvi, þótt lyfjabúðirnar leggi á þá vöru, sem þær selja okkur læknunum. Það er ekki nema eðlilegt og sanngjarnt. En hitt er óeðlilegt og ósanngjarnt, að kúga suma okkar, — og það einmitt þá, sem mest þurfa af umbúðum og lyfjum til daglegrar notkunar, —- til þess að borga 20—30% hærra fyrir nauðsynjar okkar en aðrir verða að gera. Læknafélagið verður að kippa þessari óhæfu í lag. Einfaldasta ráðið er auðvitað að gera öllum læknum jafnhátt undir höfði með rétt til lyfja- verslunar, — afnema lyfjaeinokunina. Lögskipuð sundurgreining á læknis- og lyfsalastart'i er hvort sem er því að eins gagnleg, að nægilegt þéttbýli réttlæti margbrotna verkaskiftingu. Á íslandi eru þau skilyrði hvergi fj'rir hendi nema í Reykjavík. P. V. G. Kolka. Cavete favum! Nýlega kom snyrtileg stúlka inn á lækingastofu í Rvík og bað um að athugað yrði hrúður í höfði sínu; hún kvaðst hafa haft það frá því hún mundi eftir sér, og var þá díagnose fyrirfram viss, — favus um mestallann hnakkann og lítið eitt fram á kollinn. Stúlkan var á heimavistarskóla, og hafði fengið læknisvottprð, eftir nákvæma skoð- un; læknirinn hafði hlustað hana og „bankað“. Læknum er e. t. v. ekki láandi, þótt þeim komi ekki til hugar að athuga óþrif á snyrtilegum stúlkum, sem í viðtalstíma koma. Reynslan með þessa stúlku sýnir þó, að skoða skyldi læknir hvern mann a capite ad planta m, áður en skrifað er undir heilbrigðisvottorð. G Cl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.