Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 14
6o
LÆKNAB LAÐIÐ
og lætur hann horfa á hendina á sér, er hann hreyfir hægt upp og niöur
likt og dynsprota. Hreyfir hana hægt upp meöan sjúklingurinn dregur
aö sér andann, og lætur hana svo falla hægt aftur, meðan sjúklingurinn
andar frá sér. Þetta verður læknirinn að endurtaka svo oft, sem þarf til
þess að sjúklingurinn skilji þetta til fullnustu, og hafi vald á öndunar-
hreyfingunni, t. d. aö Ijyrja meö því aö eyöa io sekúndum í hverja önd-
unarhreyfingu, 5 sekúndum til innöndunar, 4 til útöndunar og einni sek.
til hvíldar. Sjúkl. geta oftastnær fækkað andardráttarhreyfingum með því
að verja 2—3 sekúndum til hvíldar eftir hverja útöndun.
Læknirinn getur sjálfur sannfært sig um að sjúklingurinn dragi and-
ann á réttan hátt, meö því, að leggja hendina hægt á brjóst hans ofar-
lega, til þess að vita, hvort brjóstkassinn hreyfist við andardráttinn, og
jafnframt hafa gát á því, hvort kviðurinn þenst út vegna samdráttar þind-
arinnar, og telja hve oft sjúklingurinn andar á mínútu, til þess að vita
live mikið ávinst. Það verður að gera sjúklingunum það skiljanlegt, að
þessi öndunaraðferð getur undir engum kringumstæðum skaðað þá, og
að hversu litla hvild sem lungun fá, þá er hún til bóta, ennfremur að
sjúklingar verða að stilla sig sem mest um að hósta og sömuleiðis að
tala nema sem minst, þvi hvorttveggja setur lungun í hreyfingu, sérstak-
lega hóstinn. Það er fágætt að sjúklingar endist til að anda þindaröndun
lengur en 15 mínútur, sérstaklega í byrjun, margir endast ekki til þess
nema 5—10 mínútur, en eftir litla stund geta þeir byrjað á ný og endast.
þá lengur. Þegar sjúklingurinn finnur sérstaklega mikla löngun eða þörf
til að taka djúpan andardrátt, er rétt aö hann geri það. Þeir sem hafa
fótavist, ættu að æfa sig á þindaröndun kvöld og morgna og á hvíldar-
tímum á daginn.
Reynslan hefir þegar sýnt, að þegar þindaröndun hefir verið æíð all-
lengi, þá verður hún að föstum vana. Sjúklingarnir fá laun fyrir erfiði
sitt og þrautseigju á þann hátt, að sjúkdómurinn batnar og tekur sig
síður upp en ella.
Sumum sjúklingum hættir viö að gefast upp ef þeir fá ekki bráðan
bata, og þeim hjálpar þessi aðferð auðvitað ekki, en hafi þeir þol og vilja-
festu til þess að halda áfram, þá koma launin smám saman, svo að eftir
2—3 mánuði er sýnilegur bati, og hann er í því fólginn að slímið í lung-
unum þornar upp eða minkar, hóstinn minkar, sótthitinn lækkar, sárs-
auki, er stafar af brjósthimnubólgu, minkar, hjartað slær hægar
og verður styrkara, óstyrkurinn í líkamanum minkar, meítingin kemst i
betra lag en áður var, og síðast en ekki síst, þá veröur sjúklingurinn von-
lietri en áður, hann finnur, að hann getur nokkuö af mörkum lagt og
stutt að bata sínum. Þar að auki bindur þetta nýja starf, sem honum er
3 hendur fengið, huga hans, svo hann veröur rólegri, og lítur framtíðina
bjartari augum.
Contraindicationir eru eiginlega ekki aðrar en bólga i innýflum.
Mér leist á dr. Knopf sem yfirlætislausan og hæglátan gáfumann, og
á það benda líka niðurlagsorð ritgerðar hans. Þau eru á þessa leið: ,,Eng-
inn skal ætla að eg jiykist hafa fundið upp nokkuð óbrigðult eða örugga
lækningu við berklaveiki i lungum. Þessa aöferð er ekki hægt að kalla
því nafni, heldur er hún að eins hjálp, eða eitt af hinum mörgu vopnum
til þess aö herja á berklaveikina. En samt sem áöur ef læknar læra hana