Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 12
58 LÆICNABLAÐIÐ ein Vismuth-lota enn. Sé W.-rannsókn þar á móti -j-, er haldiS áfram meö 2 mánaða millibili, þar til hún veröúr -f-, og svo tekin i Vismuth- lota enn. í heilt ár er nú W.-rannsókn gerö með 3 mánaða millibili. Verði hún aftur -þ, er byrjaö alveg að nýju, einnig meö salvarsan. Þvagiö verður að rannsaka oft, og komi albuminuri, á að hætta, þar til hún er horfin. Salvarsan má nota fyrir því. V. alb. hverfur vanalega eftir minna en ýý mán. P. C. T. Barfod, forstöðumaöur lyfjabúöar Ríkisspitalans, sá sem fyrst- ur bjó til þetta efnasamband, og sá sem þaö er kent við, hefir verið svo velviljaður, að láta mig hafa nokkuð af efninu til reynslu, og geta lækn- ar snúið sér til G. Thoroddsen læknis, ef þeir vilja revna þaö. Einnig hefir Barfod lofað að útvega isí. læknum efnið, ef þeir sendu honum pantanir, ef ekki ókeypis, þá fyrir hverfandi lítiö verð. Suspensionin er í þrennskonar þynningu: Vismuthiltehydrat I, II og III. í I eru 0.30 grm. i 2 ccm., i II 0,25 grm. i 2 ccm. og i III 0.20 grm. í 2 ccm. Réttast er aö panta efnið í litlum glösum, t. d. 10 grm., svo sem minst sé opnað í einu. Ennfremur geta ísl. lyfsalar snúið sér til B., ef þeir vilja fá aö vita hvernig efnið sé búið til, og hefir hann lofað að gefa allar upplýsingar. Aðferðin er sögð vera mjög einföld. Kaupmannahöfn 27. nóv. 1924. Jón Benediktsson. Hjálp í baráttunni gegn berklaveikinni í Ameríkuför minni 1922 kyntist eg dálítið hinum þekta berklaveikis- iækni dr. Adelphus Knopf í New York. Hann er flestum Islendingum kunnur af riti sínu um berklaveiki, er landlæknir Guðmundur Björnson þýddi fyrir nokkrum árum. Dr. Knopf hefir nýlegt sent mér ritgerö eftir sig, sem hann kallar „Con- trolled diaphragmatic breathing in the treatment of pulmonary tulier- culosis“. Ritgerð þessari fylgir bréf frá dr. Knopf, þar sem hann lætur ])á ósk í ljósi, aö sér verði tilkyntur árangurinn af tilraunum þeim eöa aðferöum, sem ritgerðin fjallar um. Þessar tilraunir eru í því innifólgnar, að gefa lungunum sem mesta hvíld að unt er, sérstaklega hinum sjúku hlutum þeirra. Nú byrja lungna- berklar vanalega ofan til í lungunum, og til þess að hlífa efri hluta íungn- anna sem allra mest að unt er við hreyíingu, þarf að láta þindina hafa aöallega öndunarstarfið á hendi og draga andann sem allra hægast og jafnast, helst ekki oftar en 5—10 sinnum á mínútu i stað 16—20 sinn- um. Læknirinn verður að kenna sjúklingunum að anda á þennan hátt, og sjúklingarnir aö ternja sér að láta þá öndunarvööva, sem lyfta brjóst- kassanum og þenja hann út, hvílast alveg, svo aö brjóstkassinn þenjist ekki vitund út við andardráttinn. Á þennan há.tt þenst efri hluti lungn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.