Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 77 Som De vil have set, er det kun ganske enkelte punkter indenfor hjærnesvulsternes klinik, jeg idag har draget frem. Jeg har valgt dem, der særlig har tiltrukket sig min interesse, og som jeg mener, det er lyk- kedes mig at kaste et noget mere indgaaende og mere personligt lys over end det, De finder i de sædvanlige lære- og haandböger. Imorgen vil jeg saa beskæftige mig med behandlingen og ganske særlig med den kirurg- iske behandling af hjærnesvulsterne. Útbreiðsla berklaveikinnar fyrrum og nú. Eftir Stgr. Matthíasson. ÞaS mun vera oröin almenn skoöun lækna, aö berklaveikin sje jafn- gömul sögu mannkynsins. En margt bendir á, aö hún hafi átt mjög bylgj- óttan gang, stundum verið inögnuö, en stundum væg, og sennilega hafi sumar þjóðir á skemri eða lengri tímabilum að miklu, ef ekki öllu leyti, verið lausar við hana. Jeg hefi átt tal við ýmsa fróða og hugsandi kollega, bæði hjerlenda og útlenda, sem eru sömu trúar og eg sjálfur, að líkt sé háttað um berkla- veiki og inflúensu. Hvorttveggja sé heimssótt, sem gangi yfir hvað eftir annað og sýki þá sem sýkst geta, síðan komi hlé um stund, af því að ikveikjuefnið er orðið minna eða strjálara. Munurinn sé aðeins sá, að inflúensan er hraðskreið og bráð sótt, en berklavei'kin hægfara og far- aldur hennar varir nokkra mannsaldra, þar sem inflúensan lýkur sér af á nokkrum vikum í hverju landi. Ef til vill detti hvorttveggja sjúkdómur- inn algerlega niður i sumu'm löndum á tímabilum, en hinsvegar trúlegt, að ætíð korni fyrir sýkingar á víð og dreif, án þess að úr verði faraldur. Við vitum svo lítið með vissu um jiessa hluti vegna þess, að það tímabil er svo stutt, sem berkla-heimssóttin (eins og öðrum næmum sóttúm) hefir verið verulega gaumur gefinn. Fyrst á síðastliðinni öld, og þó varla fyr en frá henni miðri, eru til skýrslur frá nokkrum löndum um sóttir og manndauða, sem nokkuð má byggja á. Svo mikið vitum við, að fyrir og um miðja öldina sem leið, var berkla- veikin orðin mjög útbreidd i helstu ríkjum Evrópu og benda ýmsar skýrsl- ur á, að dánartala berklaveikra hafi um það leyti verið eitthvað kringum 4/0 á Englandi, Þýskalandi, Austurríki og víðar. En að sjálfsögðu hefir verið mjög mismunandi um útbreiðslu veikinnar i ýmsum landshlutum. T. d. hefi eg séð þess getið, að í sumum stórbæjum, eins og t. d. Vínar- borg, hafi berkladauðinn verið um 6/,c um 1860. Þegar þess er gætt, að á þessum tímum var skýrslugerð enn rnjög ábótavant, og ólíkt gert sér minna far um að greina sjúkdóminn heldur en nú gerist, — enda var þá lítill trúnaður lagður á að berklar væru smitandi, og sú hræðsla, sem nú tíðkast vegna smithættunnar, óþekt — þá má geta sér til, að í raun réttri hafi dánartala berklaveikra, í þeim löndum, sem nú var getið um, verið mjög há, eða alt að því fjórum sinnum hærri en nú. Ennfremur vitum við, að meðal ýmsra villiþjóða hefir fram á vora

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.