Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 26
S8
LÆICNABLAÐIÐ
tannlæknar hér í bæ og var varla þess að vænta, að þeir fengju báðir
nóg að starfa. Hversu lærðir þeir voru í faginu, get eg ekki sagt um,
en hvorugur hafði tannlæknispróf. Páll liafði það fram yfir Nikolin að
hann bjó til tanngervi af gulli. í tannfyllingum og kátsjúkvinnu hygg eg,
að Nikolin hafi verið betri. Á þeim tímum var eiramalgant notað mest í
fyllingar, og bjó Nikolin það út sjálfur. Þóttist hann hafa fundið Itetri
blöndu, en þá þýsku eða frönsku sent Páll notaði. Sýndi hann mér, að sin
steypa harðnaði fljótar og var sýrufastari en útlendu plöturnar er hann
var með. Ráðgerði hann að fara utan og fá einkaleyfi á blönduninni, en
aldrei varð af utanförinni, og mun þessi uppgötvun því hafa glatast. Nú
er oftast notað silfuramalgam, sem má heita alveg’ sýrufast og svo gull-
og platínuamalgam, svo eirblandan sést ekki frantar, enda varð hún svört
og öll tönnin sem hún sat í. — Páll átti reglulegan tannlæknastól, og fanst
mér mikið til um hann, en Nikolin lét Einar snikkara búa til upphækkað-
an stói á palli. Tannstólinn ætlaði hann að kaupa sér þegar hann færi utan
og seldi einkaleyfið. Páll var altaf kátur og fjörugur, fjölhæfur gáfumaður,
æfður í franskri kurteisi og stakur reglumaður. En Nikolin var þurrari
á manninn og óreglumaður og því ekki altaf starfshæfur. Báðir reyndu
þeir að hjálpa eftir bestu þekkingu og kunnáttu og bættu rnikið úr brýnni
þörf. Svo fóru leikar, að Páll gafst upp á þessu starfi og hætti því haustið
1889. Fór hann þá til Noregs og þaðan til Hafnar. Var hann tvö ár í Nor-
egi en 15 ár í Höfn, en tannsmíði fekst hann ekki við upp frá þessu. Aftur
á móti hélt Nikolin áfrant starfi sínu til dauðadags, en hann andaðist 1895.
Hafði hann þá í nokkur ár notiö styrks af landssjóði sem viðurkenningu
fyrir starfsemi sína.
J-J-
F r é 11 i r.
Dánarfregn. Guðrn. próf. Ilannesson hefir orðið fyrir þeirri sorg að
missa son sinn, Leif, er stundaði nám á Sjóliðsforingjaskólanum danska.
Hann dó af flugslysi í Kaupmannahöfn 13. júni.
Próf. Viggo Christiansen. sérfræðingur í tauga- og geðsjúkdómum i
Khöfn, yfirlæknir við frilækninguna í taugasjúkdómum á Ríkisspítalanum,
kom hingað ásamt frú sinni í lok maímán. Hann kom samkvæmt tilmæl-
itm læknadeildar Háskólans til þess að halda hér 3 fyrirlestra. Tveir þeirra
voru um heilatumora en hinn þriðji um tumora i mænu. Fyrirlestramir
voru vel sóttir, enda er próf. V. Christiansen ágætur fyrirlesari og eftir-
sóttur til fyrirlestrahalds víða um heim. Læknablaðið birtir nú einn af
þessum fyrirlestrum, og þótti ritstj. viðeigandi að birta hann á dönsku
til þess að hann fengi notið sín sem best.
Doktorsrit hefir G u n n 1.’ læknir C 1 a e s s e n fengið tekið til varnar
við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Ritið er um rannsóknir á röntgen-
skoðun á sullum og er á ensku. Vörnin mun fara fram í septembermánuði.
Landlæknir er nýfarinn héðan snögga ferð til Danmerkur.
FBLAQS PHEN TS MIÐJAN