Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 85 líta svo á, a'ö aukin velsseld, sé ekki leiðin til aö standast árásir berkla- sóttanna. — í ályktunaroröum sínum urn sullaveikina segir skýrsluhöfundurinn: Ekkert er líklegra, en aö vér getum á fáum árum losnaö viö hana og jafn- framt losnað viö sulli og höfuösótt í fé, ef alvarlega væri tekið í taumana og almenningur styddi máliö. Tillögur hans eru tvær: 1. að drepa alla gamla hunda, og 2. að halda skýrslu yfir þau heimili, sem senda sollið fé til skurðar. Mér er spurn : Þarf ekki aö drepa alla bandormaveika hunda? Er nokk- ur sönnun fyrir því, aö bandormaveikur hundur læknist fyllilega. Ætti ekki að leggja fyrir hundahreinsunarmennina, aö skjóta og grafa vand- lega alla hunda, sem bandormar finnast í. Nú eru 60 ár síðan Finsen og Krabbe sönnuöu uppruna sullanna til bandorma hundsins, og það hefir verið taliö vísi, aö hundarnir væru þeir einu, sem orsökuöu sullaveikina, en í Breiðafjarðareyjum (Brokey og víðar) er solliö fé, þó það komi ald- rei á land og enginn hundur í eyjuna. Hvernig stendur á þessu? Tilgátu hef ég heyrt um, að hrafnar gætu borið hræ á milli. Það ætti jiá að vera hundahræ. Innan 100 ára dagsins ætti sullaveikin að vera upprætt Það er mín skoðun, að eitthvað öruggasta ráðið til að útrýma veikinni, sé að gera hundana að h ú s d ý r u m. Eg skrifaði greinilega um meðferð hunda og hundahús 1 Búnaðarriti Hermanns fyrir þrjátíu árum og voru þá bygð hundahús á einstaka bæ, með básum fyrir hundana. Þarf ég ekki að geta þess, aö þetta gafst ágætlega vel, þó það hafi ekki náð útbreiðslu. Nú er þess getið í H. B. S., að Jón Arnason á Kópaskeri hafi bent á að nauðsyn- legt væri að búa út sérstaka vistarveru fyrir hunda í öllum n ý b y g ð- u m (sic) húsum í sveit. Því aðeins í nýbygðum húsum ? Það er nú búið að lögbjóða, að hver bóndi eigi hæfileg hús handa öllum sínum fénaði. Því ekki að hafa hundana með! Það ætti sem fyrst að byggja bús eða út- búa kofa með básum handa hverjum einasta hundi, með festi til að binda hánn á básinn; jafnframt ætti að taka upp kynbætur hunda og endurreisa hinn íslenska kynstofn, sem að öllu leyti tekur fram þeim blendingsstofni, sem nú er orðinn almennur. Loks þarf að vanda betur fæði hunda, því þá verða þeir matvandir og hætta að mestu að snuðra eftir hræjum, sem þeir annars gera af svengd og vöntun á kjötmeti. — Þeir, sem vildu kynna sér nánara um fyrirkomulag hundahúsa og meðferðar á hundum vísa ég til greinar minriar: Um hunda, í Búnaðarritinu 1898. Þá eru eftirtektarverðar greinarnar um beinkröm og heilaslag, og er hér mikið rannsóknarefni fyrir læknana. Annars má svo að orði kveða, að á hverri blaðsíðu af þeim 69, sem varið er til inngangs að skýrslunum, sé umhugsunarefni á hverri síðu, og er þvi ofætlun að athuga þau öll. Með ánægju las ég greinina um læknafjöldann — og vil undirstrika þetta: Erlendis er læknafjöldinn víða 1 af 1000, en að sjálfsögðu þurfum vér tiltölulega fleiri lækna en þéttbýlu löndin. Meö þeirri læknaskipun sem nú er, koma 1700 ibúar utan um hvern lækni að meðaltali. — Fyrir endurlöngu skar ég upp úr með það, að læknarnir ættu að vera eins marg- ir og prestarnir. Þá þótti það fjarstæða, því þá voru yfir 150 prestar. Nú hefir prestunum fækkað niður í 110, en 1925 voru taldir 88 læknar, 6 tann- læknar og 10 lyfsalar, eða samtals 104 lækningamenn og svo 12 skottu- læknar. Þetta eru þá 116 alls. Sjáum til! Nú er svo komið, að álíka margt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.