Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ
8r
Suöur-SvíþjóS, einkum í Södermanland. Þar er hún nú svipuö og i Dan-
mörku (þ. e. berklamanndauðinn aöeins tæplega i%c, þar sem hann aft-
ur á móti er 3’25%° 1 öllu Norrhotten, en í sumum hlutum: fylkisins alt að
7>3%o)-
ÞaÖ er margt skylt urn landshætti í Norrbotten og á íslandi, og þess
vegna fróðlegt fyrir okkur, aö kynnast ástandi þar, og þá lika háttalagi
berklaveikinnar fyr og síðar. Þetta fylki Sviþjóöar liggur á svip-
uöum breiddarstigiim og land vort. Þaö er rúmlega eins stórt og Island,
en íbúarnir helmingi fleiri.
Jeg minnist Jtess oft hve vel P á 11 heitinn B r i e m, amtmaður haföi
kynt sjer allskonar fróðleik um lifnaðarháttu manna í Norrbotten, og hve
honum var mikiö áhugamál, að íslendingar færu þangað til að kynnast
ýmsu hjá Norður-Svium, læra af þeim og ef til vill líka að kenna þeim
eitthvað gott hjer heiman að. Síðan hefir mig oft langað til Norrbotten.
og við lestur þessarar bókar eftir N e a n d e r hafði jeg gaman af að ferð-
ast þar um í huganum.
Fólkið er samSland af Svíurn, Löppum og Finnunt, mest bændafólk, og
talar torskilda mállýsku. Þar eru húsakynni í sveitum engu betri en ger-
ist hjá okkur, vetrarríki mikið og búskapur erfiðttr. Þar er bændaklukka
eins og hjá okkur og byrjað að vinna með birtu eða jafnvel kl. 2—3 á nétt-
unni meðan stendur á slætti. Sláttur bvrjar 12. júní. Viðurværi er fremur
fátæklegt og mikið drukkið af kaffi.
Algengur kvilli er þar botriocephalus. Gamlir menn og sérstaklega gaml-
ir læknar fullyrða, að engin berklaveiki, eða varla teljandi, hafi verið
þar ttm slóðir i ungdæmi sínu, eða fyrir ca. 60 árum síðan. Það er fyrst, að
allra dómi, um og eftir aldamótin síðustu, sem veikin fer að gera áberandi
usla og verða illa þokkuð.
Bók N e a n d e r s ræðir að öðru levti um hjálparstöðina ,,Hálsan“ í
Antnás-sókn, eitt mesta berklahælið i Norrbotten. Stöð þessi var sett á
stofn af Berklavarnafélaginu sænska 1906, sem tilraun til að kveða niður
berklana í sókninni, og segir svo frá árangrinum eftir 20 ára starf. Til
stöðvarinnar var notað allstórt timburhús ; þar var sjúkrastofa fyrir nokkra
sjúklinga, barnaheimili og Iæknisbústaður.
í sókninni voru 1900 íbúar (371 fjölskylda), af þeim reyndust 14%
vera berklaveikir. Að 20 árum liðnum fundust aðeins 8% með berkla.
Stöðvarlæknirinn hafði tvær hjúkrunarkonur til hjálpar. Nákvæmt eft-
irlit var haft með öllum heimilum og stöðug fræðsla og hjálp látin í té.
Reglur gefnar og þeim framfylgt — t. d. um að 2 niættu ekki sofa saman,
lokrekkjur afnumdar, loftræsting, prédikuð viðrun rúmfatnaðar og heimila,
alment hreinlæti, sjúklingar einangraðir á Hálsan ef ekki öðruvísi, regl-
ur gefnar um að forðast smitun, heilnæmt líf o. s. frv. Lýsi var úthlutað
handa börnum ókeypis. og mjólk og matur gefinn eftir þörfúm, læknis-
hjálp ókeypis, böð, útilega, göngur o. s. frv.
Höfundurinn ]?ykist viss, að starf hjálparstöðvarinnar hafi á þesssum
20 árum haft töluverðan árangur. Berklamanndauðinn minkaði um 28%, og
er það töluvert nieira en í þeim sóknum i Norrbotten, þar sem ástandið
var svipað og í Antnás, en þar sem hliðstæðar ráðstafanir voru ekki gerð-
ar. Þó má lesa milli línanna, aö höfundurinn hefði kosið sér meiri eftir-
tekju eftir svo duglega skorpu. Neander vill ekkert láta uppi, hvenær